Bæjarráð

2066. fundur 23. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2788. fundur
23.03.2000 kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - fundargerð dags. 6. mars 2000
1999110011
Fundargerðin er í 4 liðum og lögð fram til kynningar.2 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerðir
1999110059
Fundargerð dags. 13. mars (19. fundur) er í 9 liðum, fundargerð dags. 13. mars (20. fundur) er í 11 liðum og eru þær lagðar fram til kynningar.3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - ársreikningur 1999
2000030070
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 1999, lagður fram til kynningar.4 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - Ársskýrsla 1999
Ársskýrsla Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. lögð fram til kynningar.5 Umsókn um leyfi til reksturs gistiskála
2000030060
Erindi dags. 14. mars 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem send er til umsagnar umsókn Guðmundar Árnasonar um leyfi til að reka gistiskála að Brekkugötu 8, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögbundnum skilyrðum.


6 Tónabúðin ehf. - kaup á hljóðkerfi
2000030064
Tónabúðin ehf. óskar eftir viðræðum við fulltrúa bæjarins um möguleika á því að Tónabúðin kaupi og reki hljóðkerfi í samstarfi við Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs að eiga viðræður við bréfritara.


7 Innilaug Sundlaugar Akureyrar - óskir um úrbætur
2000030066
Lagður fram undirskriftarlisti frá sundlaugargestum þar sem þeim tilmælum er beint til bæjaryfirvalda að hefja sem fyrst endurbætur við umhverfi innilaugar Sundlaugar Akureyrar.
Bæjarráð vísar þeim ábendingum sem fram koma í erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundaráði.


8 Stofnfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
1999120022
Stofnfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar verður haldinn 29. mars 2000. Skv. drögum að skipulagsdagskrár á Akureyrarbær að tilnefna einn fulltrúa í stjórn miðstöðvarinnar og einn til vara.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


9 Hafnarstræti 104 - kaup á eignarlóð
2000030069
Erindi dags. 20. mars 2000 frá Erling Ingvasyni varðandi sölu á eignarlóðinni að Hafnarstræti 104. Áður innkomið erindi varðandi sama mál dags. 22. júní 1998.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar frá 18. janúar s.l.


10 Strandgata 11
1999110054
Varðar erindi Fasteignasölunnar Holts ehf. um sölu á eignarlóð dags. 15.11. 1999.
Bæjarverkfræðingur og fjármálastjóri lögðu fram tillögu að kaupsamningi um eignarlóðina.
Meiri hluti bæjarráðs felur bæjarverkfræðingi og fjármálastjóra að ganga til viðræðna við lóðareiganda um kaup á nyrðri hluta lóðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu. Að öðru leyti miðist framkvæmdir á svæðinu við mörk lóðanna nr. 9 og 11 við Strandgötu.


11 Kaupvangsstræti
1999110106
Varðar erindi Kaupfélags Eyfirðinga um sölu eignarlóðar dags. 25.11. 1999.
Lögð fram tillaga bæjarverkfræðings og fjármálastjóra varðandi kaup á eignarlóð við Kaupvangsstræti.
Með vísan til samnings Akureyrarbæjar og KEA frá 4. júní 1991 samþykkir bæjarráð tillögu bæjarverkfræðings og fjármálastjóra.


12 Ársreikningur Akureyrarbæjar 1999
Fjármálastjóri lagði fram og skýrði Ársreikning Akureyrarbæjar 1999.13 Starfsáætlanir
2000010023
Rætt um starfsáætlanir og gerð þeirra.
          Fundi slitið kl. 11.05.