Bæjarráð

2067. fundur 16. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2787. fundur
16.03.2000 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Guðmundur Guðlaugsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Staðardagskrá 21 - Umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Lögð voru fram drög að - Umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 - frá formanni umhverfisnefndar og framkvæmdahópi Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.
Á fundinn mætti Guðmundur Sigvaldason starfsmaður verkefnisins og kynnti drögin.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áfram verði unnið að Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri á grundvelli þeirra markmiða sem fram eru sett í framangreindum drögum og að stefnt verði að því að fyrsti hluti verkefnisins verði kynntur á Degi umhverfisins 25. apríl n.k.


2 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 13. mars 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Lokun gæsluvalla.
2. liður: SVA
3. liður: Sala á íbúðum.
4. liður: Lokun gæsluvalla.
5. liður: Breytingar og viðbyggingar.
1. liður: Málinu vísað til skólanefndar.
2. liður: Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdanefndar.
3. liður: Málið er í athugun.
4. liður: Málinu vísað til skólanefndar.
5. liður: Upplýst var að þessa dagana fer fram athugun á afstöðu hagsmunaaðila vegna Helgamagrastrætis 10 og verður málið tekið til afgreiðslu á fundi bygginganefndar í apríl. Öðrum efnisatriðum erindisins er vísað til afgreiðslu bygginganefndar.3 Auglýsing lóða
2000030047
22. liður í fundargerð bygginganefndar dags. 9. mars 2000.
Bygginganefnd óskar heimildar bæjarráðs til að auglýsa lausar til umsóknar einbýlishúsalóð við Skógarlund/Mýrarveg og parhúsalóð við Norðurgötu 5-7.
Bæjarráð heimilar bygginganefnd að auglýsa parhúsalóð við Norðurgötu 5-7, en frestar afgreiðslu varðandi einbýlishúsalóðina við Skógarlund/Mýrarveg.
4 Heimaþjónusta - gjaldskrá
2000030054
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 13. mars 2000.
Bæjarráð fellst á tillögu félagsmálaráðs.


5 Menningarsjóður
2000030058
1.2 liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 9. mars 2000.
Menningarsjóður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur menningarmálanefndar um að semja um framlög til þriggja ára við 8 aðila verði staðfestar, en fer jafnframt fram á það við nefndina að samningsdrögin verði tekin til endurskoðunar. Þá óskar bæjarráð eftir því við menningarmálanefnd að stuðningur bæjarins við Karlakór Akureyrar-Geysi verði tekinn til endurskoðunar.


6 Kór eldri borgara á Akureyri - Randers 2000
2000030045
Erindi dags. 13. mars s.l. frá Aðalsteini Jónssyni og Þorvaldi Jónssyni f.h. Kórs eldri borgara á Akureyri þar sem þeir óska eftir styrk vegna ferðar kórsins til Randers árið 2000.
Bæjarráð samþykkir að veita Kór eldri borgara styrk að upphæð kr. 400.000 til Randersferðar. Styrkurinn verði tekinn af liðnum 15-815.


7 Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 24. febrúar 2000
2000030038
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Eyþing - fundargerð dags. 29. febrúar 2000
1999110066
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.9 Umsókn um leyfi til áfengisveitinga
2000030029
Erindi dags. 6. mars 2000, þar sem Þórhallur Arnórsson f.h. Sjallans, sækir um leyfi til áfengisveitinga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli á að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða stendur yfir og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.


10 Umsókn um leyfi til áfengisveitinga
2000030042
Erindi dags. 29. júlí 1999, móttekið 10. mars 2000, þar sem Jón H. Bjarnason f.h. Blómalistar ehf., sækir um leyfi til áfengisveitinga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli á að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða stendur yfir og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.


11 Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkbeiðni
2000030017
Erindi dags. 1. mars 2000 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000.


Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 1.000.000 á þessu ári. Styrkurinn verði tekinn af liðnum 15-815.12 Landsvirkjun - samráðsfundur fyrirtækisins
2000030002
Lögð var fram tilkynning um fjórða samráðsfund Landsvirkjunar sem haldinn verður 7. apríl nk.
Óskað er tilnefningar 4 fulltrúa á fundinn.
Bæjarráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur, Vilborg Gunnarsdóttur, Marsibil Snæbjarnardóttur og Jakob Björnsson.


13 Norræna sveitarstjórnarráðstefnan í Horsens í Danmörku 7.- 9. maí 2000
2000030048
Lögð fram til kynningar tilkynning um norræna sveitarstjórnarráðstefnu sem haldin verður í Horsens í Danmörku dagana 7.- 9. maí nk.14 Fóðurverksmiðjan Laxá - aðalfundur 2000
2000030049
Aðalfundur Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. verður haldinn á Fosshótel KEA föstudaginn
17. mars 2000 kl. 15:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


15 Verksamningur um Sögu Akureyrar
2000010069
Lögð fram drög að samningi um útgáfustjórn á 3. bindi af Sögu Akureyrar.
Einnig lagt fram bréf frá Ásprent Pob hf. um kosti þess að vinna prentun bókarinnar á Akureyri.
Bæjarráð felur menningarmálanefnd afgreiðslu málsins.


16 Hlíðarfjall - svifbraut
2000030055
Lagt fram erindi frá Sveini Jónssyni kt.: 130132-3759 varðandi svifbraut í Hlíðarfjalli.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður leggi fram 10.000.000 kr. í hlutafé til verkefnisins. Frekari aðkoma Akureyrarbæjar ræðst að viðbrögðum annarra fjárfesta.


17 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 14. mars 2000
Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun áfengis- og vímuvarnanefndar undir 4. tl. fundargerðarinnar.
Í þessu samhengi felur bæjarráð bæjarstjóra að setja á laggirnar starfshóp sem í eigi sæti fulltrúar þeirra stofnana sem þessum málum tengjast. Starfshópnum verði ætlað að móta, samræma og efla varnir innan vébanda Akureyrarbæjar gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Jafnhliða lýsir bæjarráð yfir vilja til þess að verja frekari fjármunum í þessu skyni til forvarnarstarfs en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.
          Fundi slitið kl. 11.10.