Bæjarráð

2068. fundur 09. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2786. fundur
09.03.2000 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Fyrirhuguð strætisvagnakaup
2000030034
1. liður í fundargerð framkvæmdanefndar 8. mars 2000.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu framkvæmdanefndar og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


2 Eldhús í grunnskólum
2000030024
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. mars 2000.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögu skólanefndar, en felur framkvæmdanefnd að láta gera úttekt á kostnaði við að koma upp eldhúsi í öllum grunnskólum bæjarins. Jafnframt verði kannað með hvaða hætti það ákvæði grunnskólalaga að nemendur eigi kost á málsverði á skólatíma verði uppfyllt.


3 Skólahverfi á Akureyri
2000030025
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. mars 2000.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið skólanefndar að mörk skólahverfa verði sveigjanleg.


4 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerðir dags. 26. janúar og 23. febrúar 2000
2000030020
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.5 Sorpeyðing Eyjafjarðar - fundargerð dags. 26. janúar 2000
2000030020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.6 Landsvirkjun - endurskoðaður ársreikningur 1999
2000020099
Endurskoðaður ársreikningur Landsvirkjunar fyrir árið 1999 lagður fram til kynningar.7 Landsvirkjun - samráðsfundur fyrirtækisins
2000030002
Lögð var fram tilkynning um fjórða samráðsfund Landsvirkjunar sem haldinn verður 7. apríl nk.
Óskað er tilnefningar 4 fulltrúa á fundinn.
Tilnefningu frestað til næsta fundar bæjarráðs.


8 Samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúa Akureyrar
2000010073
Bréf dags. 21. febrúar s.l. frá umhverfisráðuneytinu, þar sem ráðuneytið staðfestir samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúa Akureyrar, skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.9 Snjómokstur
2000020076
Lagt fram til kynningar svarbréf skipulagsstjóra vegna erindis sbr. 3. lið í fundargerð frá viðtalstímum bæjarfulltrúa dags. 21. febrúar 2000.
Einnig var lagt fram bréf til bæjarráðs ásamt uppdrætti af raðhúsalóðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við skipulagsstjóra vegna orðsendingar hans til bæjarráðs.


10 Ósk um lóð undir kjúklingabú
2000020078
Erindi dags. 17. febrúar 2000 frá Auðbirni Kristinssyni, kt. 211159-2789 og Eiríki Sigfússyni,
kt. 170641-3539, þar sem þeir óska eftir að fá á leigu lóð undir kjúklingabú.
Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 24. febrúar s.l. og var bæjarverkfræðingi falið að gera tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu.
Lögð var fram greinargerð og tillaga frá bæjarverkfræðingi.
Bæjarráð samþykkir að leigja umsækjendum lóð úr landi Skjaldarvíkur ofan þjóðvegar nr. 1, samkvæmt nánara samkomulagi við Akureyrarbæ um leigukjör, staðsetningu, stærð og afmörkun leigulandsins, enda náist samkomulag við ábúanda.


11 Starfsáætlanir
2000010023
Rætt um gerð starfsáætlana.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


12 Staðardagskrá 21 - Umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Lögð voru fram drög að - Umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 - frá formanni umhverfisnefndar og framkvæmdahópi Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.13 Strýta - greinargerð um byggingarkostnað
2000010068
Lögð fram greinargerð frá Skíðaráði Akureyrar dags. 29. febrúar 2000 um byggingarkostnað nýrrar Strýtu.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samningi við Skíðaráð Akureyrar á grundvelli þeirrar greinargerðar sem fyrir liggur.
14 Menningardeild - gjaldfærður stofnkostnaður
2000030026
Erindi dags. 3. mars s.l. frá menningarfulltrúa varðandi óskir um gjaldfærðan stofnkostnað vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000. Þess er farið á leit við bæjarráð að málið verði tekið til nýrrar skoðunar á grundvelli bókunar menningarmálanefndar frá 4. nóvember s.l. og fylgiriti þeirrar bókunar.
Bæjarráð samþykkir að til lagfæringar og innréttinga á geymslum Listasafnsins verði varið
kr. 2.000.000 svo hægt verði að uppfylla skuldbindingar safnsins við Listasafn Íslands. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð heimilar að ráðist verði í endurútgáfu 1. bindis í tengslum við útgáfu á 3. bindi af Sögu Akureyrar.15 Unglingavinna 2000
2000030036
Rætt um sumarvinnu hjá 14, 15 og 16 ára unglingum.
Bæjarráð samþykkir að 16 ára unglingum fæddum 1984 verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, samtals 210 vinnustundir.
Vinna 14 og 15 ára verði 122,5 vinnustundir á 7 vikum.
          Fundi slitið kl. 11.25.