Bæjarráð

2069. fundur 02. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2785. fundur
02.03.2000 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Yfirlit yfir atvinnuástand, janúar 2000
Lagt fram til kynningar.2 Eyþing - fundargerð dags. 10. febrúar 2000
1999110066
Fundargerðin er í 10 liðum og lögð fram til kynningar. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi með þingmönnum Norðurlands eystra þann 8. janúar 2000.3 Landsvirkjun - ársfundur 2000
2000020093
Tilkynning frá Landsvirkjun um ársfund 2000 sem haldinn verður föstudaginn 7. apríl n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja ársfund Landsvirkjunar f.h. Akureyrarbæjar.


4 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Erindi dags. 21. febrúar 2000 frá menntamálaráðuneytinu. Ráðuneytið hefur falið Stefáni P. Eggertssyni, verkfræðingi, að ræða við fyrirsvarsmenn Akureyrarbæjar varðandi menningarhús á Akureyri.

Bæjarráð felur Sigurði J. Sigurðssyni og Jakobi Björnssyni að taka þátt í þessum viðræðum við fulltrúa menntamálaráðuneytis.5 Knattspyrnudeild Þórs - knattspyrnuhús við Hamar
2000020088
Knattspyrnudeild Þórs skorar á bæjaryfirvöld á Akureyri að hraða ákvörðun um byggingu knattspyrnuhúss á svæði Þórs við Hamar.


6 Málefni húsnæðissamvinnufélaganna á Akureyri
2000020083
Erindi dags. 22. febrúar 2000 frá Búseta hsf., þar sem óskað er eftir 3,5% framlagi bæjarsins vegna byggingar íbúða. Einnig er þess óskað að leitað verði leiða til að veita gjaldfrest á byggingaleyfisgjöldum.
Bæjarráð leggur til að Búseta verði veitt 3,5% framlag úr bæjarsjóði til byggingar 2ja íbúða, sem lánað er til samkvæmt bráðabirgðaákvæði IX í lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Bæjarráð getur ekki fallist á beiðni um framlag til þeirra íbúða sem byggðar eru samkvæmt 8. kafla laganna.
Vegna óskar um gjaldfrest á gatnagerðargjöldum vísar bæjarráð til þeirra lánareglna sem í gildi eru og getur ekki orðið við erindinu að öðru leyti.7 Rannsóknir og ræktun á kræklingi
2000020089
Erindi dags. 16. febrúar 2000 frá Víði Björnssyni, þar sem hann sækir um heimild til að stunda rannsóknir og tilraunaræktun á kræklingi í landi sveitarfélagsins. Hann sækir einnig um styrk til rannsókna og ræktunar kræklings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta kanna möguleika þessarar starfsemi á umræddu svæði í samstarfi við önnur sveitarfélög er málið snertir.


8 Málþing um stjórnsýslu og stjórnsýslutilraunir sveitarfélaga þann 24. mars 2000
2000020092
Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga gangast fyrir málþingi um stjórnsýslu og stjórnsýslutilraunir sveitarfélaga þann 24. mars næstkomandi. Lagt fram til kynningar.9 Lindasíða 2 og 4 - sala á íbúðum
2000020091
Íbúðaeigendur Lindasíðu 2 og 4 fara fram á að felld verði niður sú kvöð að sala á íbúðum þeirra fari fram í gegnum Húsnæðisskrifstofu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðu um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi og felur sviðsstjóra félagssviðs og fulltrúa húsnæðisdeildar að eiga viðræður við hagsmunaaðila.


10 Rafmagnsveitur ríkisins
2000010041
Lögð fram bókun bæjarstjórnar Austur-Héraðs dags. 15. febrúar 2000 varðandi hugmyndir um flutning á aðalstöðvum RARIK til Akureyrar.
Í bókuninni kemur fram stuðningur við hugmyndir um flutning höfuðstöðva RARIK til Akureyrar og nauðsyn þess að Austfirðingar komi að þeim viðræðum sem framundan eru um breytingar á starfsemi fyrirtækisins.
11 Málefni fatlaðra í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Hrísey
2000020094
Lagt fram erindi samstarfsnefndar skóla- og ráðgjafarþjónustu í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Hrísey dags. 28. febrúar s.l. sem varðar málefni fatlaðra í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Hrísey og þjónustu sem veita skal undir samningi félagsmálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn viðkomandi sveitarfélaga vegna þessa erindis.
12 Starfsáætlanir
2000010023
Starfsáætlanir nefnda og stofnana lagðar fram.13 Tækni- og umhverfissvið
1999040004
Tillaga stýrihóps um endurskipulagningu tækni- og umhverfissviðs um skipan nefnda á tækni- og umhverfissviði.
Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Oddur H. Halldórsson vék af fundi kl. 10.53.14 Veitingaleyfi - Pizza Pizza ehf.
2000030001
Erindi dags. 28. febrúar s.l. frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem leitað er umsagnar um umsókn Guðjóns S. Guðjónssonar f.h. Pizza Pizza ehf. um leyfi til að reka veisluþjónustu/veitingasölu að Undirhlíð 2, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins að uppfylltum lögbundnum skilyrðum.          Fundi slitið kl. 11.25.