Bæjarráð

2070. fundur 24. febrúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2784. fundur
24.02.2000 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 21. febrúar 2000
2000010010
Fundargerðin er í 4 liðum.
3. liður: Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um mótun verklagsreglna vegna stuðnings bæjarins við fyrirtæki.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þessi starfshópur verði myndaður og tilnefnir Valgerði Hrólfsdóttur sem fulltrúa sinn í starfshópinn. Bæjarráð lítur svo á að starfshópurinn hafi það hlutverk að fjalla um þau viðhorf sem fram koma í fyrirliggjandi erindi. Þeim tilmælum er beint til Skrifstofu atvinnulífsins að hlutast til um að skipaðir verði tveir fulltrúar atvinnulífsins.


2 Stjórn veitustofnana - fundargerð dags. 21. febrúar 2000
Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.3 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 21. febrúar 2000
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Álagning fasteignagjalda.
2. liður: Umferðarmál.
3. liður: Þjónusta við íbúa.
4. liður: Snjómokstur.

1. liður: Bæjarráð vekur athygli á þeim möguleika að fara fram á endurmat á fasteigninni hjá Fasteignamatinu.
2. liður: Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá tæknideild bæjarins.
3. liður: Bæjarráð felur skipulagsdeild að upplýsa húseigendur um rétt sinn í þessu sambandi í samræmi við skipulagsákvæði á umræddum lóðum.
4. liður: Bæjarráð vísar til bókunar sinnar frá 3. júní 1999, 7. tl., um sama mál og krefst þess að þegar í stað verði unnið að lausn málsins á grundvelli þeirrar samþykktar.4 Samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
2000020046
Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dags. 7. febrúar 2000, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins, um tillögu að Samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Bæjarráð samþykkir að senda heilbrigðisnefnd fyrirliggjandi drög ásamt framkomnum athugasemdum til frekari umfjöllunar.


5 AGVA ehf. - umsókn um staðsetningarleyfi fyrir fiskeldiskvíar í Eyjafirði
2000020064
Fyrirtækið AGVA ehf. sendir umsókn um staðsetningarleyfi fyrir fiskeldiskvíar í Eyjafirði, utan við strandlengju frá Nunnuhólma að Dagverðareyri, ásamt leyfi fyrir aðkomu og aðstöðu í landi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá félagsmálaráðuneytinu um stöðu sveitarfélagsins gagnvart slíkri beiðni. Jafnframt verði óskað umsagnar Hafrannsóknarstofnunar um framkomna beiðni.


6 Nefndasvið Alþingis - óskar umsagna um frumvörp til laga
2000020072
Erindi dags. 15. febrúar 2000 frá Nefndasviði Alþingis þar sem send eru til umsagnar, frumvörp til laga um brunatryggingar, 285. mál, Landskrá fasteigna og skráningu og mat fasteigna, 290. mál, Landskrá fasteigna. Óskað er svara eigi síðar en 6. mars n.k.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.


7 Rafmagnsveitur ríkisins
2000010041
Lagt fram svar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 17. febrúar 2000 við bréfi bæjarstjóra dags. 17. janúar s.l. um eignarformsbreytingu á RARIK
Bæjarráð leggur til að Ásgeir Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Jakob Björnsson skipi viðræðunefnd sem leiði viðræður við ríkisvaldið um Rafmagnsveitur ríkisins af hálfu Akureyrarbæjar.


8 Ósk um lóð undir kjúklingabú
2000020078
Erindi dags. 17. febrúar 2000 frá Auðbirni Kristinssyni, kt. 211159-2789 og Eiríki Sigfússyni, kt. 170641-3539, þar sem þeir óska eftir að fá á leigu lóð undir kjúklingabú.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarverkfræðingi að fara yfir umrædda beiðni og gera tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu.


9 Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar
1999110114
Borist hefur bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 3. febrúar 2000 með áritaðri staðfestingu ráðuneytisins.10 Þriggja ára áætlun
2000020028
Rætt um þriggja ára áætlun.11 Önnur mál
a) Sumarvinna árið 2000.
Ræddar voru reglur varðandi sumarvinnu 2000.
Bæjarráð samþykkir að öll sumarstörf hjá deildum og stofnunum bæjarins verði auglýst og að ráðningar fari fram í samráði við starfsmannadeild.
Sviðsstjóra þjónustusviðs er falið að ganga frá nánari reglum í samræmi við umræður á fundinum.
          Fundi slitið kl. 10.50.