Bæjarráð

2071. fundur 17. febrúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2783. fundur
17.02.2000 kl. 09:00 - 10:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Guðmundur Guðlaugsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 24. janúar 2000
2000010010
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 5.2: Fjármagnsfyrirgreiðsla til fyrirtækja á landsbyggðinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita svars við fyrirspurn nefndarinnar hjá viðskiptaráðuneytinu.


2 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 8. febrúar 2000
2000010003
Fundargerðin er í 6 liðum og lögð fram til kynningar.3 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
1999110011
Fundargerðin er í 4 liðum og lögð fram til kynningar.4 Framkvæmdanefnd - fundargerð dags. 14. febrúar 2000
2000020052
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Framkvæmdaáætlun gatnagerðar ársins 2000.
3. liður: Brunavarnir að Skíðastöðum.
4. liður: Steinefni til malbikunar.
1. liður: Bæjarráð heimilar vinnu við framkvæmdaáætlun gatnagerðar árið 2000 innan þess fjárhagsramma sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Framkvæmdir í áætlun nefndarinnar umfram úthlutaðan ramma eru óheimilar nema bæjarstjórn ákveði annað.
3. liður: Bæjarráð bendir á að framkvæmdir þar að lútandi verði að fjármagnast af fjárveitingum til íþrótta- og tómstundamála.
4. liður: Bæjarráð heimilar útboðið.5 Umhverfisnefnd - fundargerð dags. 10. febrúar 2000
2000020053
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Gjaldskrárbreytingar.
2. liður: Starfsáætlun umhverfisdeildar.
1. liður: Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
2. liður: Bæjarráð bendir á þá endurskoðun sem nú fer fram á starfsemi umhverfis- og tæknisviðs og mun hafa starfsáætlun umhverfisdeildar til hliðsjónar í þeirri vinnu.6 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 11. febrúar 2000
2000020050
Fundargerðin er í 5 liðum og lögð fram til kynningar.7 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
1999110059
Fundargerðin er í 10 liðum og lögð fram til kynningar að undanskildum 2. lið (sjá 8. lið hér á eftir).8 Samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
2000020046
Tekinn fyrir 2. liður í fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dags. 7. febrúar 2000, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins, um tillögu að Samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur yfirverkfræðingi að yfirfara tillögur heilbrigðisnefndar og leggja tillögur sínar fyrir næsta fund bæjarráðs.


9 Stafrænt sjónvarpsnet
2000020043
Gagnvirk Miðlun hefur ákveðið að ráðast í uppbyggingu á stafrænu sjónvarpsneti, sem ná mun til allra heimila í landinu. Forráðamenn Gagnvirkrar Miðlunar munu halda sveitarstjórnar- mönnum og öðrum þeim sem fara með byggðamál, upplýstum um framvindu málsins.10 Háskólanám til fólksins í landinu
2000020042
Erindi dags. 25. janúar 2000 frá undirbúningshópi sem sér um almenna fjársöfnun til að efla Háskólann á Akureyri. Leitað er til fyrirtækja, sveitarfélaga og einstaklinga um stuðning við verkefnið.
Bæjarráð hvetur sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga til þátttöku í þessu verkefni og sýna á þann hátt velvilja sinn í garð Háskólans á Akureyri og mikilvægi þess að skólinn geti eflst. Bæjarstjórn hefur þegar gefið myndarlegt fyrirheit um framlag til Háskólans í tengslum við nýframkvæmdir á háskólasvæðinu.


11 Hljóðkerfi fyrir Akureyrarbæ
2000020041
Erindi dags. 8. febrúar 2000 frá Jóni Björnssyni og Guðmundi Árnasyni þar sem þeir benda á þá hagræðingu og þörf fyrir að Akureyrarbær festi kaup á hljóðkerfi sem nýtast myndi bæjarbúum og tengjast tónlistarviðburðum ýmiskonar.
Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa verkefnis á þessu ári, eins og kom fram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.


12 Samgönguráðuneytið - Heilsutengd ferðaþjónusta
2000020038
Erindi dags. 8. febrúar frá Helgu Haraldsdóttur, f.h. nefndar um heilsutengda ferðaþjónustu. Nefndin leitar upplýsinga um, hvort uppi eru einhverjar áætlanir í sveitarfélaginu, um að byggja upp heilsutengda ferðaþjónustu á næstu árum.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar með ósk um að nefndin svari erindinu.          Fundi slitið kl. 10.42.