Bæjarráð

2072. fundur 10. febrúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2782. fundur
10.02.2000 kl. 09:00 - 12:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Guðmundur Guðlaugsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdanefnd - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
Fundargerðin er í 9 liðum.
1. liður: Sala á strætisvagni.
6. liður: Ketilhúsið.
7. liður: Skautahús - bréf SJS verktaka ehf. móttekið 28. janúar s.l.
1. liður: Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdanefndar um sölu vagnsins.
6. liður: Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út í einu lagi og að það sem á vanti fjárveitingu þessa árs verði greitt á næsta ári.
7. liður: Bæjarráð fellst á tillögu framkvæmdanefndar.2 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
Fundargerðin er í 9 liðum.
5. liður: Samningur við FSA um rannsóknarstofu HAK.
Bæjarráð leggur til að samningur FSA og HAK frá 31. janúar s.l. um almennar rannsóknir verði staðfestur.


3 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 8. febrúar 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Aðgangur öryrkja að sundlaugum og skíðamannvirkjum á Akureyri.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar, en leggur til að þær taki ekki gildi fyrr en tryggt er að allir sem rétt eiga á að fá frían aðgang að íþróttamannvirkjum bæjarins hafi haft tækifæri til að útvega sér þar til gerð kort.4 Kjarasamninganefnd - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
Fundargerðin er í 1 lið.
1. liður: Reynsluverkefni.
Bæjarráð mælir með því að tillaga kjarasamninganefndar verði samþykkt.


5 Stjórn veitustofnana - fundargerð dags. 2. febrúar 2000
Fundargerðin er í 2 liðum.
2. liður: Nýtt skipurit fyrir Rafveitu Akureyrar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afgreiðslu skipuritsins verði frestað þar sem viðræður eru að hefjast við ríkisvaldið um sameiningu orkufyrirtækja Akureyrar og Rafmagnsveitna ríkisins.


6 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 3. febrúar 2000
1999120015
Fundargerðin er í 8 liðum og lögð fram til kynningar.7 Samningur um kostnaðarskiptingu vegna samnings um flutning á starfsemi á grundvelli ákvæða í deiliskipulagi Vöruhafnar
1999120079
Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. um kostnaðarskiptingu vegna flutnings á starfsemi Olíudreifingar ehf. og Olíufélagsins hf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur.


8 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - fundargerð dags. 10. janúar 2000
1999110011
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.9 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 7. febrúar 2000
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður: Viðtal. Til kynningar.
2. liður: Álagning fasteignagjalda. Til kynningar.
3. liður: Bílastæðamál.
4. liður: Vest-Norden.
5. liður: Ályktun stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla.
6. liður: Skipulagsmál.
7. liður: Fræðslumál. Húsnæði fyrir kennslu og fullorðinsfræðslu fatlaðra.
8. liður: Garðyrkjumál.
9. liður: Umferðarmál.
10. liður: Fasteignagjöld. Til kynningar.
3. liður: Bæjarverkfræðingi falið að skoða umrædda beiðni.
4. liður: Bæjarstjóra falin úrvinnsla málsins.
5. liður: Málið er í vinnslu á vegum framkvæmdanefndar bæjarins.
6. liður: Málið er í vinnslu hjá skipulagsnefnd bæjarins.
7. liður: Upplýst var að ákvörðun um ráðstöfun húsnæðisins verði tekin af ríkisvaldinu á næstu dögum.
8. liður: Engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á starfsemi bæjarins á þessu sviði, en vakin athygli á að unnið er að endurskipulagningu tækni- og umhverfissviðs.
9. liður: Bæjarverkfræðingi falið að skoða umrædda kvörtun.

10 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 4. janúar 2000
2000020027
Fundargerðin er í 8 liðum og lögð fram til kynningar.11 Strandgata 2 - bifreiðastæðagjöld
2000020026
Bréf dags. 2. febrúar 2000 frá Lögmannsstofunni. Málið varðar bifreiðastæðagjöld vegna viðbyggingar í Strandgötu 2.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun um álagningu bifreiðastæðagjalda við Strandgötu 2 og vísar til rökstuðnings byggingafulltrúa um málið.


12 Gjaldskrá um fráveitugjald á Akureyri
2000020023
Erindi dags. 1. febrúar s.l. frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem ráðuneytið telur að bæjarstjórn Akureyrar þurfi að breyta ákvæðum í 3. gr. gjaldskrár nr. 88/1990 um fráveitugjald á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna stöðu þessa máls m.a. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og leggja tillögu um málið fyrir bæjarráð.


13 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samningur
2000010071
Lögð voru fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, um framlög til reksturs Sinfóníuhljómsveitarinnar á árunum 2000-2002.
Menningarfulltrúi Ingólfur Ármannsson sat fundinn undir þessum lið.
Meiri hluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur, en óskar eftir umfjöllun menningarmálanefndar um samningsdrögin fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Þórarinn B. Jónsson og Oddur H. Halldórsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu.14 Leikfélag Akureyrar - samningur
2000010070
Lögð voru fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar um framlög til reksturs atvinnuleikshúss á vegum LA á árunum 2000-2002. Einnig lögð fram drög að leigusamningi milli þessara aðila.
Menningarfulltrúi Ingólfur Ármannsson sat fundinn undir þessum lið.
Meiri hluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur, en óskar eftir umfjöllun menningarmálanefndar um samningsdrögin fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
Þórarinn B. Jónsson og Oddur H. Halldórsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu.15 Skólanefnd. Fundargerð dags. 7. febrúar 2000
Fundargerðin er í 10 liðum.
5. liður: Tölvukaup fyrir grunnskóla og leikskóla.
Bæjarráð fjallaði um 5. lið og heimilar deildarstjóra að ganga frá málinu.16 Þriggja ára áætlun
2000020028
Unnið var að þriggja ára áætlun.
Að lokinni umræðu var samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.          Fundi slitið kl. 12.02.