Bæjarráð

2075. fundur 27. janúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2780. fundur
27.01.2000 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson/Akureyrarbaer/IS
Sigríður Stefánsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Stefán Stefánsson/Akureyrarbaer/IS
Dan Jens Brynjarsson/Akureyrarbaer/IS
Karl Guðmundsson/Akureyrarbaer/IS
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Viðtalstími bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 24. janúar 2000
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður: Umferðarmál.
2. liður: Keilusalur.
1. liður: Bæjarráð felur yfirverkfræðingi að kanna málið og gera viðeigandi ráðstafanir.
2. liður: Kynntar hugmyndir um að hefja rekstur keilusalar á Akureyri.2 Eyþing - fundargerð dags. 15. desember 1999
1999110066
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. fundargerð dags. 1. nóvember 1999
1999110011
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.4 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. fundargerð dags. 6. desember 1999
1999110011
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.5 Samningur um rekstur Skautahallarinnar á Akureyri
99120067
Tekinn fyrir að nýju samningur um rekstur Skautahallarinnar á Akureyri.
Fyrir liggur umsögn ÍTA í fundargerð frá 25. janúar 2000. Að teknu tilliti til umsagnar ÍTA leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur með orðalagsbreytingu á I. lið og í X. lið verði fjárhæð rekstrarstyrks kr. 3.900.000. Kostnaði umfram fjárhagsáætlun ársins verði vísað til samanburðar fjárhagsáætlunar og stöðu bókhalds m.v. 31. maí 2000.


6 Laun bæjarfulltrúa og nefndarlaun
Bæjarstjóri lagði fram og skýrði vinnureglur og nánari skýringar varðandi laun bæjarfulltrúa og nefndarlaun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara athugasemdir sem fram komu á fundinum.


7 Verksamningur um Sögu Akureyrar
2000010069
Endurskoðun samnings vegna ritunar 3. bindis Sögu Akureyrar og framhald söguritunar.
Lögð var fram greinargerð ritnefndar dags. 20. janúar s.l. um verkstöðu söguritunarinnar.
Bæjarráð samþykkir að boða ritnefndina til næsta fundar bæjarráðs ásamt menningarfulltrúa.


8 Launamunur kynjanna
Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að skipuð verði 3ja manna nefnd sem fái það hlutverk að fara yfir skýrslu Félagsvísindastofnunar um launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ og leita nákvæmra skýringa á því hvers vegna konur hjá Akureyrarbæ hafa lakari heildarlaun en karlar og leggja tillögur til úrbóta fyrir bæjarráð. Í nefndinni sitji tveir fulltrúar kosnir af bæjarstjórn og formaður jafnréttisnefndar. Jafnréttisfulltrúi og starfsmannastjóri vinni með nefndinni.
Bæjarráð vísar tilnefningu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


9 Afskrift krafna
Fjármálastjóri lagði fram lista yfir afskrifaðar kröfur samtals að upphæð kr. 3.219.854.10 Samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa Akureyrar
Áður á dagskrá bæjarráðs 13. janúar s.l. og bæjarstjórnar 18. janúar s.l. - fyrri umræða.
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 24. janúar 2000 þar sem vakin er athygli á að frá og með 1. mars n.k. þarf að staðfesta nýjar samþykktir um meðferð umsókna um byggingarleyfi og verksvið byggingafulltrúa hjá þeim sveitarfélögum sem tóku þátt í reynslusveitarfélagaverkefnum og kusu að setja sér samþykktir um þessi mál.
Lögð var fram tillaga frá byggingafulltrúa til breytinga á Samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa Akureyrarbæjar skv. Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
2. gr. liður 2. breytist og orðist svo:
Tilskilin gjöld vegna byggingarframkvæmdanna hafi verið greidd.
Greinargerð:
Gerð er tillaga um að niður falli tilvísun í V. kafla Skipulags- og byggingarlaga svo ekki þurfi að breyta Samþykktinni, ef bæjarstjórn ákveður að taka upp önnur gjöld, vegna veitingar byggingarleyfa og annarra framkvæmda, sem ekki eru tilgreind sérstaklega í Skipulags- og byggingarlögum.
Bæjarráð vísar tillögu um breytingu á Samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa til síðari umræðu í bæjarstjórn.11 Þriggja ára áætlun
Fjármálastjóri lagði fram drög að þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar 2001-2003.12 Önnur mál
a) Lögð var fram fundargerð reynsluverkefnanefndar frá 27. janúar 2000 varðandi drög að samningi milli Akureyrarbæjar og félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að samningi reynslusveitarfélagsins Akureyrar og félagsmálaráðuneytisins til afgreiðslu bæjarstjórnar.          Fundi slitið kl. 10.55.