Bæjarráð

2076. fundur 03. febrúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2781. fundur
03.02.2000 kl. 09:00 - 10:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Verksamningur um Sögu Akureyrar
2000010069
Fram var lögð fundargerð ritnefndar Sögu Akureyrar dags. 20. janúar s.l.
Til fundar við bæjarráð mættu fulltrúar ritnefndar þeir Kristján Kristjánsson og Guðmundur Gunnarsson ásamt menningarfulltrúa Ingólfi Ármannssyni og fóru yfir stöðu mála varðandi ritun Sögu Akureyrar.
Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Sigurð J. Sigurðsson og Jakob Björnsson til viðræðna við Jón Hjaltason söguritara um endurskoðun á samningum vegna 3. bindis og um framhald söguritunar. Við það verði miðað að söguritun ljúki við árið 1962. Saga Akureyrar til þess tíma verði í 5 bindum.


2 Landsvirkjun - Skuldaskipti og valréttir
2000010072
Erindi dags. 26. janúar 2000 frá Landsvirkjun, þar sem óskað er heimildar til að gera samninga um skuldaskipti og valrétti í tengslum við lán Landsvirkjunar.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild fyrir sitt leyti og leggur til að erindið verði samþykkt.


3 Yfirlit yfir atvinnuástand, desember 1999
Lagt var fram til kynningar yfirlit nr. 12/99 frá Vinnumálastofnun yfir atvinnuástand desember 1999.


4 Veghald þjóðvega á Akureyri
2000010083
Erindi dags. 25. janúar 2000 frá Vegagerðinni varðandi endurnýjun samnings um veghald þjóðvega á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


5 Starf bæjarlögmanns
2000010018
Erindi dags. 25. janúar 2000 frá Eyþóri Þorbergssyni þar sem hann óskar eftir rökstuðningi bæjarstjórnar um ráðningu bæjarlögmanns.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara og senda honum öll gögn sem hann á rétt á samkvæmt stjórnsýslulögum.


6 Ljósmyndavörur ehf. - Lóðarleigusamningur vegna Kaupvangsstrætis 1
2000010085
Erindi frá Ljósmyndavörum ehf. dags. 28. janúar 2000, þar sem óskað er breytinga í gr. 2.0.1., 2.0.5. og 8.0. í lóðarleigusamningi vegna Kaupvangsstrætis 1.
Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.


7 Þriggja ára áætlun
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar Bæjarsjóðs Akureyrar 2001-2003.8 Ráðhústorg - Skátagil
2000010034
Í samræmi við bókun bæjarráðs frá fundi 20. janúar s.l. lagði bæjarstjóri fram lögfræðiálit Árna Pálssonar hrl. varðandi bréf Batterísins arkitektastofu vegna fyrirhugaðrar vinnu við tillögur um endurbætur og endurnýjun á göngugötunni, Skátagili og Ráðhústorgi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu að fenginni umsögn skipulagsnefndar.          Fundi slitið kl. 10.38.