Bæjarráð

2078. fundur 20. janúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2779. fundur
20.01.2000 kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Stefán Stefánsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Endurskoðun á reglum Þróunarsjóðs grunnskóla Akureyrar
00010042
5. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. janúar 2000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfestar verði nýjar reglur Þróunarsjóðs grunnskóla Akureyrar.


2 Endurskoðun á reglum Umbunar- og gjafasjóðs grunnskóla Akureyrar
00010043
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. janúar 2000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfestar verði nýjar reglur Umbunar- og gjafasjóðs grunnskóla Akureyrar.


3 Byggingarlistastefna Akureyrarbæjar
2000010044
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. janúar 2000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaðir verði 3 fulltrúar í starfshópinn enda rúmist kostnaður við verkefnið innan fjárhagsramma skipulagsnefndar.


4 Félagsstofnun stúdenta - styrkbeiðni
00010027
Erindi dags. 10. janúar 2000 frá Félagsstofnun stúdenta þar sem óskað er eftir framlagi frá Akureyrarbæ vegna byggingaframkvæmda, að upphæð kr. 1.600.000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Félagsstofnun stúdenta með kr. 1.500.000 vegna byggingaframkvæmda. Fjárveitingin verði tekin af liðnum 15-815 Önnur mál.
5 Ráðhústorg - Skátagil
00010034
Erindi dags. 11. janúar 2000 frá arkitektastofunni Batteríið um hönnun og ráðgjöf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fram lögfræðiálit á bréfi Batterísins og þeim samningum sem gerðir voru við Batteríið í kjölfar hönnunarsamkeppni árið 1988 og vísar erindinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.


6 Kontaktmannamöte í Västerås árið 2000
00010037
Erindi dags. 11. janúar 2000 frá Västerås þar sem boðið er til kontaktmannafundar sumarið 2000.
Bæjarráð þakkar boðið og mun senda fulltrúa sína á fundinn.


7 Gámaþjónustan Akureyri
00010038
Erindi dags. 13. janúar 2000 frá Kristjáni Árnasyni og Hreiðari Gíslasyni f.h. Gámaþjónustunnar Akureyri þar sem þeir mælast eindregið til þess að málið um tilboð í sorplosun á Akureyri verði endurskoðað.
Bæjarráð vísar bréfinu til framkvæmdanefndar.


8 Verklagsreglur um innheimtu gatnagerðargjalda
99110039
Teknar til umfjöllunar verklagsreglur um innheimtu gatnagerðargjalda.
Bæjarfulltrúar komi athugasemdum til fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.


9 Bréf frá Lögmannsstofunni
Bréf frá Lögmannsstofunni dags. 10.11. 1999, áður á dagskrá bæjarráðs 18. nóvember s.l. varðandi upplýsingar um lóðaúthlutanir og reglur um um lóðaúthlutanir til þeirra sem eru í vanskilum með gatnagerðargjöld.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.


10 Samningur um rekstur Skautahallarinnar á Akureyri
99120067
Tekinn fyrir að nýju samningur um rekstur Skautahallarinnar á Akureyri.
Farið var yfir samninginn og honum vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
Bæjarráð mun á næsta fundi afgreiða samninginn.11 Hagstofa Íslands
Lagt fram til kynningar fréttabréf Hagstofu Íslands nr. 5/2000 um búferlaflutninga árið 1999.


12 Sameining sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu.
99060028
Lagt var fram bréf frá Ólafsfjarðarbæ dags. 17. janúar 2000 varðandi skipun fulltrúa Ólafsfjarðarbæjar í nefnd um sameiningu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Eftirtaldir fulltrúar voru skipaðir: Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Strandgötu 19, Guðbjörn Arngrímsson, Bylgjubyggð 51 og Ásgeir Logi Ásgeirsson, Ægisbyggð 14.
          Fundi slitið kl. 11.15.