Bæjarráð

2079. fundur 13. janúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2778. fundur
13.01.2000 kl. 09:00 - 11:14
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
6 Kristján Þór Júlíusson/Akureyrarbaer/IS
8 Stefán Stefánsson/Akureyrarbaer/IS
9 Dan Jens Brynjarsson/Akureyrarbaer/IS
10 Karl Guðmundsson/Akureyrarbaer/IS
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Starf bæjarlögmanns
00010018
Umsóknir bárust frá 3 einstaklingum varðandi starf bæjarlögmanns.
Bæjarstjóri fór yfir umsóknirnar og umsögn Ráðgarðs um umsækjendur og lagði fram tillögu um að Hákon Stefánsson yrði ráðinn í stöðuna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hákon Stefánsson verði ráðinn í stöðuna.2 Hátíð í tilefni landafunda Leifs heppna
99110015
Erindi dags. 4. janúar 2000 frá Benedikte Thorsteinsson í framhaldi af áður sendu erindi frá Jonathan Motzfeldt, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi, þar sem bæjarstjóra er boðið ásamt maka á hátíð sem haldin er á Grænlandi árið 2000 til að minnast landafunda Leifs heppna fyrir 1000 árum.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og frú taki þátt í þessum hátíðarhöldum og heimsæki jafnframt vinabæ Akureyrar Narsaq í leiðinni.


3 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
99120022
Erindi dags. 3. janúar s.l. frá formanni atvinnumálanefndar, þar sem óskað er eftir árlegu rekstrarframlagi frá sveitarfélögum vegna Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að mæla með því við stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar að orðið verði við þessu erindi.
Oddur H. Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu erindisins.4 Viðtalstímar bæjarfulltrúa dags. 10. janúar 2000
Fundargerðin er í 1 lið.
1. liður a): Bílastæðamál.
1. liður b): Skipulagsmál.
1. liður a): Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdanefndar og til starfshóps um endurskipulagningu Miðbæjarins.
1. liður b): Bæjarráð vísar til þess að málið er í vinnslu.5 Reynsluverkefnanefnd - fundargerð dags. 10. janúar 2000
99120019
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Framlenging samninga um reynslusveitarfélagaverkefni.
3. liður: Breyting á Skipulags- og byggingarlögum.
1. liður: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þjónustusamningur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og reynslusveitarfélagsins Akureyri varðandi öldrunar- og heilsugæslumál verði staðfestur.
3. liður: Bæjarráð tekur undir tillögur reynsluverkefnanefndarinnar og leggur til að Samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa Akureyrarbæjar skv. Skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum, verði tekin til fyrri umræðu bæjarstjórnar.6 Skólanefnd - fundargerð dags. 10. janúar 2000
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður: Sumaropnun leikskóla.
2. liður: Námskeiðsdagur í leikskólum.
1. liður: Bæjarráð mælist til þess að sumarleyfum barna á leikskólum Akureyrarbæjar verði beint, svo sem kostur er, inn á þau sumarleyfistímabil sem tiltekin eru í bókun skólanefndar. Foreldrar geti þó tekið sumarfrí fyrir börn sín á öðrum tíma ef sérstaklega stendur á. Þessi tilmæli eru vegna skipulags sumarafleysinga og þjónustu yfir sumartímann.
2. liður: Bæjarráð vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.7 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 29. desember 1999
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 7. janúar 2000
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Samþykkt um námsleyfi fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar.
1. liður: Farið var yfir Samþykktir um námsleyfi fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar og gerðar á þeim lítilsháttar breytingar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún staðfesti Samþykkt um námsleyfi fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar. Eldri samþykkt fellur úr gildi.9 Hafnarstræti 104 - Kaup á eignarlóð
Tekið fyrir að nýju erindi frá Erling Ingvasyni, Kotárgerði 17 f.h. eigenda eignarlóðar að Hafnarstræti 104, þar sem hann býður Akureyrarbæ lóðina til kaups.
Afgreiðslu frestað í bæjarráði 2. júlí 1998.
Fyrir liggur samantekt skipulagsnefndar um þær eignir sem álitið er nauðsynlegt að Akureyrarbær gæti þurft að kaupa af skipulagsástæðum.
Þar sem umrædd lóð fellur ekki undir þá flokkun sem hér um ræðir þá hafnar bæjarráð erindinu.10 Hjalteyrargata 1
Afgreiðslu frestað í bæjarráði 15. júlí 1999.
Í ljósi þess að umræddar eignir eru á lista skipulagsnefndar um eignir sem Akureyrarbær gæti þurft að eignast vegna framkvæmdar skipulags felur bæjarráð bæjarverkfræðingi og sviðsstjóra fjármálasviðs að ræða við eigendur umræddra fasteigna.


11 Samningur um menningarmál á Akureyri
00010033
Bæjarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum samnings milli ríkis og Akureyrarbæjar sem gildir fyrir árin 2000, 2001 og 2002.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði staðfestur.          Fundi slitið kl. 11.14.