Bæjarráð

2080. fundur 06. janúar 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2777. fundur
06.01.2000 kl. 09:00 - 12:24
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson/Akureyrarbaer/IS
Sigríður Stefánsdóttir/Akureyrarbaer/IS
Stefán Stefánsson/Akureyrarbaer/IS
Dan Jens Brynjarsson/Akureyrarbaer/IS
Karl Guðmundsson/Akureyrarbaer/IS
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Jóla- og nýárskveðjur
Lagðar fram jóla- og nýárskveðjur, sem bæjarstjóra og bæjarstjórn hafa borist.2 Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 3. desember 1999
99120056
Fundargerðin er í 10 liðum.
4. liður: Uppkaup eigna vegna skipulags. Lagður fram listi yfir þær eignir sem bærinn þarf að kaupa upp vegna skipulags.
7. liður: Byggingalistastefna Akureyrar. Lögð fram drög að byggingalistastefnu Akuryerar.
4. liður: Uppkaup eigna vegna skipulags.
Bæjarráð samþykkir að framlagður listi verði hafður til hliðsjónar við uppkaup á eignum sem eru fyrir í skipulagi Akureyrarbæjar. Í þessari samþykkt felst þó ekki stefnubreyting frá fyrri samþykkt um að kaupa aðeins þær eignir sem að mati bæjarstjórnar standa í vegi fyrir uppbyggingu á hverjum tíma.
7. liður: Byggingarlistastefna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð tekur undir hugmyndir um mótun byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar og heimilar að haldin verði ráðstefna haustið 2000 um málefnið. Áður en vinna við mótun byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar hæfist óskar bæjarráð eftir því við skipulagsnefnd að ákveðinn rammi verði settur um störf nefndar, sem lagður verði fyrir bæjarráð til staðfestingar.3 Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð þann 15.12.1999
99120084
Fundargerð 14. fundur þann 15. desember 19994 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð 14. desember 1999
00010003
Fundargerðin er í 8 liðum og lögð fram til kynningar.5 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 23. desember 1999.
99120094
Fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarstjóri kynnti ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar um samning við Lífeyrissjóð Norðurlands um þjónustu og umsýslu fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.


6 Heilbrigðisnefnd NE. Fundargerð dags. 20. desember 1999
99110059
Fundargerðin er í 8 liðum og lögð fram til kynningar.7 Verkefnanefnd um Halló Akureyri
99120091
Lagðar voru fram 5 fundargerðir verkefnanefndar um Halló Akureyri ásamt niðurstöðum og fylgiskjölum, en nefndin hefur lokið störfum.
Formaður verkefnanefndarinnar Þórarinn B. Jónsson mætti til fundar við bæjarráð og gerði grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til viðkomandi nefndir hafa fjallað um erindið.8 Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð þann 21.12.
99120015
Fundargerðin er í 9 liðum. Lögð fram til kynningar.9 Hafnasamlag Norðurlands - Fjárhagsáætlun 2000
99120086
Lögð var fram fjárhagsáætlun Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2000.
Bæjarráð bendir á að ekki er samræmi í fjárhagsáætlun Hafnasamlagsins og Bæjarsjóðs Akureyrar og felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri við stjórn Hafnasamlagsins.


10 Athugasemdir við Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar
99110114
Lagt var fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 10. desember s.l. þar sem ráðuneytið gerir nokkrar athugasemdir við Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, sem taka þarf til athugunar áður en af staðfestingu ráðuneytisins getur orðið.
Bæjarráð vísar framkomnum athugasemdum frá félagsmálaráðuneytinu ásamt framkomnum tillögum til breytinga á samþykktunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


11 Námskeiðsdagar í leikskólum
Á fundi bæjarstjórnar 21. desember s.l. var 4. lið í fundargerð skólanefndar 13. desember s.l. - "Námskeiðsdagur í leikskólum" - vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir því við skólanefnd að nefndin fari yfir málið að nýju.


12 Sundlaug Akureyrar
Á fundi bæjarstjórnar 21. desember s.l. var seinustu málsgrein 2. liðar c í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. desember s.l. vísað til bæjarráðs.
b) Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar kynnti ráðinu óvæntar framkvæmdir sem
ráðast þurfti í við sundlaugina til að halda mannvirkinu opnu. Hér er um að
ræða sprungið hitaveiturör og bilun í snjóbræðslu. Framkvæmdir þessar munu
kosta sundlaugina um 1.400.000, sem hugsanlega verður að mæta með framúrkeyrslu
rekstrar.
Íþrótta- og tómstundaráð mun reyna að mæta þessum óvæntu framkvæmdum að hluta
með framlagi úr óskiptum fjárveitingum ráðsins (sjá lið 3).
c) Ráðið mælist til þess að tekin verði upp ný gjaldskrá að
sundlaugarmannvirkjum frá og með næstu áramótum.
Gjaldskráin verði eftirfarandi:

Fullorðnir
Börn
Gufubað
Ljósalampar
Handklæði og skýlur
Kort f. fullorðna (10 m)
Kort f. börn (10 m)
Kort f. fullorðna (30m)
Kort f. gufubað (5 m)
Ljósalampar (10 m kort)
30 miða skólakort
12 mánaða kort
6 mánaða kort
Skólasund
Íþróttafélög í Sundlaug Ak.
Íþróttafélög í Sundlaug Gler. kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
kr. 230
120
350
470
200
1.700
600
4.300
1.400
3.900
2.800
20.000
11.000
3.200
1.240
900

Ráðið mælist til þess að samþykktar verði þær reglur að einungis þeir öryrkjar
sem framvísa rauðum kortum Tryggingastofnunar ríkisins fái endurgjaldslausan
aðgang að sundlaugum á Akureyri. Afsláttur vegna þessara einstaklinga verði
reiknaður og fjölskyldudeild gerð grein fyrir þeim fjölda sem nýtur þessa
afsláttar, ársfjórðungslega, eins og gert er í flestum stærri sveitarfélögum á
landinu.
Hér véku Oddný Snorradóttir og Steingrímur Birgisson af fundi kl. 09:50.
Bæjarráð óskar eftir útfærslu íþrótta- og tómstundaráðs á fyrirliggjandi tillögu.


13 Samningur um rekstur skautahallarinnar á Akureyri
99120067
Á fundi bæjarstjórnar 21. desember s.l. var 1. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 7. desember s.l. "Skautasamningur" vísað til bæjarráðs.
Farið var yfir samninginn og verður hann tekinn fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.


14 Lóðakaup - Strandgata ofan Glerárgötu
99110054
Lagt var fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 29. nóvember s.l., vegna eignarlóðar að Strandgötu 11.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og fjármálastjóra að ræða við lóðarhafa um kaup bæjarins á þeim hluta lóðarinnar sem nauðsynlegt er að kaupa vegna skipulags.


15 Lóð umhverfis Sjafnarhúsin
99110106
Lagt var fram erindi frá Kaupfélagi Eyfirðinga dags. 25. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi sölu á lóð við Kaupvangsstræti.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og fjármálastjóra að ræða við KEA um erindið og umferðarrétt um lóðina að bakhlið húsnæðis Listasafns Akureyrar að Kaupvangsstræti 10-12.


16 Gránufélagsgata 6
99120032
Erindi dags. 13. desember 1999 frá Jóni M. Jónssyni kt. 031123-2569 og Ragnari Sverrissyni kt. 260249 2319, þar sem þeir sækja um byggingarlóð við Gránufélagsgötu 6. Jafnframt var undir þessum lið lögð fram umsókn frá Lykilhóteli um sömu lóð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur.


17 Snorra-verkefnið 2000 - styrkbeiðni
Lagt fram erindi dags. 14. desember 1999 frá Reyni Gunnlaugssyni, verkefnisstjóra "Snorraverkefnis árið 2000", þar sem sótt er um stuðning við verkefnið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að afgreiða málið.


18 Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 17. desember 1999, þar sem ráðuneytið ítrekar, af gefnu tilefni, bréf sem sent var sveitarstjórnum og heilbrigðisnefndum 9. apríl s.l., þar sem vakin er athygli á lögum nr. 59/1999 um breytingu á lögum um hollusthætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.19 Yfirlit yfir atvinnuástand, nóvember 1999
Lagt var fram yfirlit nr. 11/99 yfir atvinnuástand nóvember 1999.20 Samband íslenskra sveitarfélaga - til fróðleiks
Með bréfi dags. 20. desember 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgir eftirtalið, sent til fróðleiks:
Yfirlýsing félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. desember 1999.
Bréf Öryrkjabandalags Íslands til sambandsins dags. 7. desember 1999, þar sem skorað er á sveitarfélögin að fjölga bifreiðastæðum fyrir fatlaða.
Bréf Landssambands eldri borgara til sambandsins dags. 2. desember 1999, um fasteignagjöld og afslátt að þeim til eldri borgara.21 Reglur um ráðstöfun 700 mkr. aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
00010004
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. desember 1999 varðandi greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.22 Byggðastofnun. Lán til Ako Plastos h.f.
99110051
Lagt fram bréf Byggðastofnunar dags. 22. desember 1999 varðandi lánveitingu til Ako-Plastos hf.
Bæjarráð staðfestir samkomulag sem gert hefur verið við Ako-Plastos hf. og samþykkir að Framkvæmdasjóður veiti fyrirtækinu 5 ára lán að upphæð kr. 51.487.375 með tryggingu á 2. veðrétti að Þórsstíg 4 ásamt samhliða veðrétti Byggðastofnunar fyrir allt að 75 milljónum króna. Veðheimild er veitt fyrir 50 milljónir króna láni á 1. veðrétti að Þórsstíg 4. Eftirstöðvar kaupsamnings eru tryggðar með greiðslum frá Byggðastofnun sem verða inntar af hendi í síðasta lagi 31. ágúst 2000.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
Þar sem þær upplýsingar sem bæjarráð hefur fengið frá stjórnendum Ako-Plastos hf. hafa stundum verið villandi, get ég ekki greitt því atkvæði að Akureyrarbær veiti Ako-Plastos hf. lán.23 Umsókn um lóð fyrir hótel á Akureyri
99120092
Erindi dags. 29. desember 1999 frá Flugleiðahótelum hf., þar sem sótt er um lóð undir hótelstarfsemi í Miðbæ Akureyrar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


24 Starf bæjarlögmanns
Lagðar voru fram umsóknir um starf bæjarlögmanns.
Umsækjendur eru:
Eyþór Þorbergsson, kt.: 150562-5709, Norðurgötu 50, 600 Akureyri
Hákon Stefánsson, kt.: 050772-4709, Stuðlaseli 3, 109 Reykjavík
Sigurður Eiríksson, kt.: 240551-4119, Kolagerði 1, 600 Akureyri
          Fundi slitið kl. 12.24.