Bæjarráð

2186. fundur 09. nóvember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2816. fundur
09.11.2000 kl. 09:00 - 10:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Keppnislið í kvennahandbolta - fjárstuðningur
2000110013
Liður 3. b í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. nóvember 2000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja kvennahandknattleik KA/Þórs með framlagi sem nemur
kr. 2.000.000.2 Skautahátíð á Akureyri
2000050048
14. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. nóvember 2000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með því að sjá um akstur milli Skautahallarinnar og hótela og afslátt að almenningsvögnun, sundlaugum og söfnum.


3 Reglur um styrkveitingar skólanefndar
2000010054
3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. nóvember 2000 - endurskoðaðar reglur skólanefndar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


4 Reglur vegna styrkveitinga til nemenda við kennaradeild H.A.
2000110012
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. nóvember 2000 - endurskoðun á reglum v/ styrkveitinga til nemenda við kennaradeild H.A.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.


5 Staðardagskrá 21
2000030023
5. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 26. október 2000. Náttúruverndarnefnd óskar eftir að bæjarráð heimili framhald vinnu að umhverfisstefnu á grundvelli markmiða sem eru í meðfylgjandi drögum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


6 Eyþing - fundargerð
2000060072
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var 8. og 9. september sl. í Stórutjarnaskóla.7 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 2. nóvember 2000
1999120015
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Lundarskóli - leiksvæði við skólann
2000100102
Fram var lagt óundirritað erindi dags. 16. október 2000 (móttekið 31. október sl.) frá kennurum og starfsmönnum Lundarskóla varðandi leiksvæði við skólann.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


9 Námskeið fyrir stjórnmálakonur
2000020086
Fram var lagt erindi dags. 30. október 2000 frá nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Námskeið fyrir stjórnmálakonur verður haldið á Akureyri dagana 9. og 10. nóvember 2000 og er þess óskað að bæjaryfirvöld styrki þær konur sem sækja námskeiðið.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að annast um framkvæmd málsins.


10 Flugsafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2000110014
Lagt fram erindi dags. 2. nóvember 2000 frá stjórnarformanni Flugsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki safnið í rekstri og stofnkostnaði.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


11 Jólaþættir á Aksjón
2000100103
Erindi dags. 30. október 2000 frá Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttur, kt. 040376-4889 og Friðriki Ómari Hjörleifssyni, kt. 041081-4739, þar sem þau óska eftir styrk frá Akureyrarbæ til þáttagerðar á Aksjón fyrir jólin.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


12 Auglýsingar við vegi
2000110011
Erindi dags. 1. nóvember 2000 frá Vegagerðinni varðandi auglýsingaskilti við vegi. Uppsetning skilta er háð byggingaleyfi, en nokkuð hefur borið á því að skilti eru sett upp án leyfis. Óskað er samstarfs við sveitarfélög til að snúa þróun á þessu sviði til betri vegar.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.

13 Áfengisveitingaleyfi fyrir Venus
2000100084
Með bréfi dags. 26. október 2000 sækir Einar Þór Gunnlaugsson, kt. 260165-2919, um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir skemmtistaðinn Venus, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


14 Samruni lífeyrissjóða
2000110015
Erindi dags. 1. nóvember 2000 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem auglýstur er aukafundur vegna samruna lífeyrissjóða. Fundurinn verður haldinn að Hótel Varmahlíð í Skagafirði þann
1. desember nk. og hefst kl. 16.30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


15 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2001.16 Reikningsyfirlit janúar - september
Lagt fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir janúar - september 2000.
          Fundi slitið kl. 10.43.