Bæjarráð

2249. fundur 03. ágúst 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2804. fundur
03.08.2000 kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Karl Guðmundsson
Guðmundur Guðlaugsson
Ármann Jóhannesson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


          Í upphafi fundar bauð Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, Ármann Jóhannesson, nýráðinn sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs velkominn á fundinn, en hann tekur formlega til starfa síðar í mánuðinum.
1 Umhverfisráð - fundargerð dags. 21. júlí 2000
Fundargerðin er í 48 liðum.
Bæjarráð samþykkir 6. lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin síðan borin upp í einu lagi og samþykkt að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar í bæjarráði.2 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 24. júlí 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð samþykkir 1. og 2. lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.3 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 25. júlí 2000
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


4 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 17. júlí 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


5 Stjórn veitustofnana - fundargerð dags. 17. júlí 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


6 Jafnréttisnefnd - fundargerð dags. 31. júlí 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


7 Forvarnarstarf á sviði vímuvarna
2000070071
Fyrir hönd áfengis- og vímuvarnaráðs lýsir Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri ráðsins, yfir ánægju með stefnu og aðgerðir bæjaryfirvalda og sýslumannsins á Akureyri í vímuvörnum.8 Heimsókn forseta Íslands og forseta Finnlands
2000070075
Lagt fram bréf frá bæjarstjóra dags. 27. júlí 2000 varðandi fyrirhugaða heimsókn forseta Íslands og forseta Finnlands í september nk.
Bæjarráð lýsir sérstakri ánægju sinni með fyrirhugaða heimsókn.


9 Menntasmiðjan á Akureyri
2000070077
Fram var lagt bréf dags. 25. júlí 2000, þar sem Valgerður H. Bjarnadóttir segir starfi sínu sem forstöðufreyja við Menntasmiðjuna á Akureyri upp frá og með 1. september nk.
Bæjarráð þakkar Valgerði vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Þá samþykkir bæjarráð að auglýsa starfið laust til umsóknar.10 Rekstur sjúkra- og áætlunarflugs á Íslandi
2000070079
Erindi dags. 25. júlí 2000 frá samgönguráðuneytinu. Fram voru lögð drög að útboðslýsingu á sameiginlegu útboði á áætlunarflugi og sjúkraflugi sem unnin hafa verið af samgönguráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Flugmálastjórn og TR.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útboð á áætlunarflugi en felur formanni að afla upplýsinga um hvort útboð á sjúkraflugi sé í samræmi við fyrri ákvörðun stjórnvalda um að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri.


11 Hafnarstræti 97 - stöðuúttekt
2000070047
10. liður í 2. hluta fundargerðar umhverfisráðs dags. 30. júní s.l., þar sem bæjarráð dags. 6. júlí óskaði eftir frekari upplýsingum.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun umhverfisráðs frá 30. júní s.l. að því breyttu að dagsektir sem leggjast áttu á 15. júlí s.l. komi ekki til framkvæmda fyrr en 15. september n.k. og að lokun sem fyrirhuguð var 1. ágúst s.l. frestist.


12 Hugfang
2000080001
Erindi dags. 19. júlí 2000 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, þar sem kynnt er mögulegt samstarf Akureyrarbæjar og Hugfangs ehf.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í skólanefnd.


13 Sumarstörf - 16 ára og átaksverkefni
2000080002
Sumarstörf 16 ára og átaksverkefni.
Bæjarráð samþykkir að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001 verði gerð grein fyrir allri þörf fyrir vinnuafl. Þetta á einnig við störf 16 ára unglinga og störf sem skilgreind hafa verið sem átaksverkefni.
Því er beint til stofnana og deilda Akureyrarbæjar og einnig til félagasamtaka sem notið hafa þessa vinnuframlags að gera grein fyrir þörf og kostnaði vegna þessara starfa.
Sviðsstjórum er falið að koma þessari samþykkt á framfæri.
          Fundi slitið kl. 10.20.