Bæjarráð

2250. fundur 06. apríl 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2790. fundur
06.04.2000 kl. 09:00 - 09:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Samningur milli HA og Eyþings um bókasafnsþjónustu
2000030046
Lagður fram samningur um bókasafnsþjónustu. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki aðalfundar Eyþings árið 2000.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.


2 Kiwanis - styrkbeiðni v/reiðhjólahjálma
2000030095
Erindi dags. 27. mars 2000 frá Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbak. Klúbbarnir munu gefa 7 ára börnum reiðhjólahjálma og leita af því tilefni til Akureyrarbæjar eftir styrk.
Bæjarráð samþykkir að veita Kiwanisklúbbunum styrk að upphæð kr. 150.000 til þessa verkefnis.


3 Náttúrugripasafnið
1999110023
Erindi dags. 21. mars 2000 frá Umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er skýringa á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar varðandi uppsögn á samningi vegna leigu á 4. hæð að Hafnarstræti 97.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi ráðuneytisins.


4 Rafmagnsveitur ríkisins
2000010041
Lögð var fram bókun byggðarráðs Skagafjarðar dags. 29. mars 2000 varðandi hugmyndir um flutning höfuðstöðva RARIK til Akureyrar.
Bæjarráð fagnar stuðningi byggðarráðs Skagafjarðar við þær hugmyndir að flytja höfuðstöðvar RARIK til Akureyrar.


5 Fræðslusjóður STAK - ársreikningur árið 1999
2000040002
Lagður fram til kynningar.6 Minjasafnið á Akureyri - staða minjavarðar
2000040004
Lagt fram til kynningar erindi dags. 28. mars 2000 frá Þresti Ásmundssyni, formanni stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, varðandi stöðu minjavarðar á Norðurlandi eystra.7 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur sjóðsins árið 2000
2000040005
Með bréfi dags. 31. mars 2000 er boðað til ársfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands 19. apríl n.k. Tilnefna skal fulltrúa í fulltrúaráð.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


8 Laun í unglingavinnu sumarið 2000
2000040010
Unglingavinna sumarið 2000.
Bæjarráð samþykkir að laun í unglingavinnu sumarið 2000 verði sem hér segir:
15 ára fæddir 1985 kr. 292.81
14 ára fæddir 1986 kr. 256.21
Orlof er innifalið í ofangreindum kauptöxtum.9 Starfsáætlanir
2000010023
Rætt um starfsáætlanir og gerð þeirra.10 Auglýsing lóða
2000030047
22. liður í fundargerð bygginganefndar frá 9. mars s.l. tekinn fyrir að nýju, en bæjarráð
(16.03. 2000) frestaði afgreiðslu varðandi auglýsingu einbýlishúsalóðar við Skógarlund/Mýrarveg.
Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst laus til umsóknar.


11 Önnur mál
a) Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 6. apríl 2000.
b) Heimboð.
a) Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
b) Með vísan til áhuga sem fram hefur komið bæði hjá sveitarstjórn Skagafjarðar og í bæjarstjórn Akureyrar á frekara samstarfi sveitarfélaganna samþykkir bæjarráð að bjóða byggðarráði Skagafjarðar í heimsókn til Akureyrar í vor og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirbúa heimsóknina.
          Fundi slitið kl. 09.50.