Bæjarráð

2340. fundur 16. nóvember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2817. fundur
16.11.2000 kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Skólanefnd - fundargerð dags. 13. nóvember 2000
2. liður: Gjaldskrá leikskóla og leikvalla.
3. liður: Gjaldskrá fyrir skólavistun.
4. liður: Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
5. liður: Greiðslur milli sveitarfélaga vegna tímabundinnar leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskárbreytingunum og reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 9. nóvember 2000
1. liður: Fjárhagsrammi 2001.
Lagt fram til kynningar.


3 Stjórn veitustofnana - fundargerð dags. 14. nóvember 2000
1. liður: Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.
2. liður: Drög að nýrri gjaldskrá fyrir heimæðagjöld, aukavatnsgjald og mælaleigu (kalt vatn).
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 og drögum að nýrri gjaldskrá fyrir heimæðagjöld til afgreiðslu bæjarstjórnar.


4 Bílastæðamál
2000110037
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. nóvember 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


5 Slökkvistöð
2000110038
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. nóvember 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.6 Gjaldtaka
2000110039
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. nóvember 2000.
Lagt fram til kynningar.


7 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 6. nóvember 2000
1999110059
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 9. nóvember 2000
1999110084
Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.9 Staðardagskrá 21
2000030023
5. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 26. október 2000. Náttúruverndarnefnd óskar eftir að bæjarráð heimili framhald vinnu að umhverfisstefnu á grundvelli markmiða sem eru í meðfylgjandi drögum.
Bæjarráð heimilar áframhaldandi vinnu við umhverfisstefnu Akureyrarbæjar á grundvelli framkominna markmiða og hvetur bæjarfulltrúa að koma ábendingum um umhverfisstefnuna til verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 .


10 Opnunarleyfi fyrir Venus
2000110016
Erindi dags. 29. október 2000 frá rekstraraðila Venus þar sem farið er fram á endurskoðun opnunarleyfis.
Bæjarráð telur ekki komin fram nein ný rök til breytinga á fyrri samþykktum bæjarstjórnar og hafnar því erindinu.


11 Keilusalur
2000010086
Erindi dags. 6. nóvember 2000 frá Jóhannesi Valgeirssyni og Þorsteini Þorsteinssyni þar sem þeir óska eftir aðstoð úr Framkvæmdasjóði til að koma á fót keilusal á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


12 Félag hjartasjúklinga og Félag eldri borgara á Akureyri mótmæla gjaldtöku
2000110033
Lagt fram ódagsett erindi frá Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri dags. 15. nóvember 2000, þar sem mótmælt er harðlega framkomnum hugmyndum íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar um að taka upp gjaldtöku fyrir eldri borgara í Sundlaug Akureyrar og í Hlíðarfjall.13 Skjaldarvík
2000080039
Afnot af landi í Skjaldarvík skv. leigusamningi.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni afgreiðslu erindisins.


14 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga
2000110036
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991, með síðari breytingum.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að sjónarmiðum Akureyrarbæjar varðandi breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og þá óvissu um framkvæmd þeirra verði komið á framfæri við félagsmálanefnd Alþingis.


15 Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga
2000110035
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að sjónarmiðum Akureyrarbæjar varðandi breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og þá óvissu um framkvæmd þeirra verði komið á framfæri við félagsmálanefnd Alþingis.


16 Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Lagt var fram erindi frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. varðandi forkaupsrétt Akureyrarbæjar vegna mb. Ásdísar ST 36 sknr. 1434.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.


17 Starfsáætlanir
2000110028
Lagðar fram starfsáætlanir sviða og nefnda bæjarins.
Afgreitt með 21. lið.


18 Álagning gjalda árið 2001
2000110047
a) Útsvar.
b) Fasteignagjöld.
a) Meiri hluti bæjarráðs leggur til að heimild sveitarfélaga til álagningar útsvars verði fullnýtt.
b) Bæjarráð leggur til að ákvörðun um álagningu fasteignagjalda verði tekin þegar Alþingi hefur afgreitt lög um tekjustofna sveitarfélaga.19 Reglur um fjárhagsáætlunarferli á árinu 2001
2000110048
Reglur um fjárhagsáætlunarferli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur að fjárhagsáætlunarferli á árinu 2001.


20 Gjaldskrárbreytingar
2000110049
Tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Tillögum að gjaldskrárbreytingum sem fram hafa komið er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu með fundargerðum viðkomandi nefnda.

21 Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 2001
2000090002
a) Starfsáætlanir.
Bæjarráð leggur til að nefndum verði falið að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru vegna samþykkts fjárhagsramma. Endurskoðun verði lokið fyrir lok janúar. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka starfsáætlanir til umræðu og samþykktar.

b) Kaup á vörum og þjónustu.
Ítrekuð er sú meginstefna að tilboða sé leitað í framkvæmdir og kaup á vörum og þjónustu á vegum Akureyrarbæjar.

c) Fyrirvari vegna breytinga á stjórnsýslu og starfsháttum.
Fjárhagsáætlun bæjarins er sett fram með þeim fyrirvara að unnið er að breytingum á stjórnsýslu og starfsháttum í bæjarkerfinu. Þetta á sérstaklega við um breytingar á skipulagi tækni- og umhverfissviðs. Niðurstaða þeirrar vinnu getur leitt til breytinga á fjárhagsáætluninni, uppsetningu hennar svo og tilfærslna milli liða.

d) Breytingar á frumvarpi frá fyrri umræðu.
Bæjarráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á frumvarpinu frá fyrri umræðu:
130005Millifærðar tekjurkr. 1.400 þús.
13812Styrkir til AFEkr. 1.400 þús.
15001Tekjurkr. 5.000 þús.
15211Námsleyfasjóðurkr. 5.000 þús.

e) Eignfærð fjárfesting.
02Félagsmál
Þús. kr.
Leikskóli við Iðavöll
45.000
Nýr leikskóli
5.000
04Fræðslumál
Síðuskóli
10.000
Oddeyrarskóli
150.000
Giljaskóli
175.000
Framhaldsskólar
25.000
05Menningarmál
Amtsbókasafn
60.000
Gilfélag, Ketilhús
20.000
06Íþrótta- og tómstundamál
Sundlaug Akureyrar
40.000
Framlag til VMÍ
20.000
Fjölnota íþróttahús
80.000
16Rekstur eigna
Ráðhús
25.000
19Vélasjóður
Vélamiðstöð
4.000
Umhverfisdeild, bifreiðar og vinnuvélar
4.000
22Strætisvagnar
10.000
673.000


f) Gjaldfærð fjárfesting.
01Yfirstjórn bæjarins
Þús. kr.
Óskipt, tölvu- og hugbúnaður
12.000
02Félagsmál
Öldrunarmál
15.000
Leikskólar
10.000
Leiguíbúðir
5.000
04Fræðslumál
Grunnskólar, óskipt
70.000
Heimavistir
15.000
Tónlistarskóli
1.000
05Menningarmál
Óskipt
3.000
06Íþrótta- og tómstundamál
Íþróttamannvirki og byggingasamningar
10.000
07Brunamál og almannavarnir
Búnaður
1.000
09Skipulags- og byggingamál
Eignakaup vegna skipulags
20.000
10Götur, holræsi og umferðarmál
Óskipt, nettó
150.000
11Umhverfismál
Græn svæði, nýframkvæmdir
15.000
13Atvinnumál
Tjaldsvæði
5.000
332.000
Samtals eign- og gjaldfært
1.005.000
Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa frá nefndum og utanaðkomandi aðilum og vísað hefir verið til gerðar fjárhagsáætlunar.22 Frumvörp að fjárhagsáætlunum Norðurorku, Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar, Leiguíbúða Akureyrarbæjar og Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar
Frumvörp að fjárhagsáætlunum.
Bæjarráð vísar frumvörpunum að fjárhagsáætlunum stofnana og sjóða Akureyrarbæjar með breytingum sem gerðar hafa verið á þeim til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


23 Samstæðureikningur fyrir árið 2001
Lagður var fram samstæðureikningur, sem endurspeglar þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpi til fjárhagsáætlunar frá fyrri umræðu. Á samstæðureikningi koma fram fyrir bæjarsjóð, bæjarfyrirtæki og stofnanir:
- Áætlaður rekstrarreikningur
- Áætlað rekstrar- og framkvæmdayfirlit
- Áætlað fjármagnsyfirlit
- Áætlaður efnahagsreikningur 31. desember24 Önnur mál
a) Lögð fram bókun yfirfasteignamatsnefndar frá fundi 15. nóvember 2000 varðandi framreikning fasteignamats 2000 og óskað athugasemda.
b) Einnig lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2001.


          Fundi slitið kl. 11.15