Bæjarráð

2382. fundur 30. nóvember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2818. fundur
30.11.2000 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Teigahverfi
2000110093
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. nóvember 2000.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfisráðs og framkvæmdaráðs.


2 Umferðarmál og fleira
2000110091
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. nóvember 2000.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu framkvæmdaráðs.


3 Hljómflutningsbúnaður
2000110092
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. nóvember 2000. Lagt fram til kynningar.4 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 20. nóvember 2000
5. liður: Heimaþjónusta - gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrárbreytingunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 21. nóvember 2000
2. liður: Gjaldskrárbreytingar.
Bæjarráð samþykkir að vísa öðrum tillögum að gjaldskrárbreytingum en þeim sem varða eldri borgara til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6 Slökkvilið Akureyrar. Vinnuhópur um sameiningu slökkviliða
2000110096
3. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. nóvember 2000. Skýrsla Útrásar ehf. um sameininlega slökkvistöð við Akureyrarflugvöll lögð fram til kynningar.7 Giljahverfi 4. áfangi - Auglýsing lóða
13. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. nóvember 2000.
Bæjarráð heimilar að auglýsa lóðirnar lausar til úthlutunar.


8 Oddeyrarskóli - sundurliðað kostnaðaryfirlit um framkvæmdir
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 27. nóvember 2000.
Bæjarráð samþykkir að fé til búnaðarkaupa vegna Oddeyrarskóla skuli tekið af lið 04 Grunnskólar óskipt gjaldfærð fjárfesting til skóla á árinu 2001.


9 Skíðastaðir - snjótroðarakaup og brunavarnir
6. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 27. nóvember 2000.
Bæjarráð heimilar að leitað verði tilboða í snjótroðara á grundvelli tillagna forstöðumanns Skíðastaða og forstöðumanns íþrótta- og tómstundaráðs, en tekur afstöðu til málsins þegar tilboð liggja fyrir. Þá mælir bæjarráð með að ráðist verði í nauðsynlegar framkvæmdir við brunavarnir á Skíðastöðum og verði kostnaði mætt af fjárveitingum ÍTA á árinu 2001.


10 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerðir
2000110066
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 15. nóvember 2000, stjórnar Minjasafnsins dags. 8. nóvember 2000 og Sorpeyðingar Eyjafjarðar dags. 9. nóvember 2000.11 Samningur milli Akureyrarbæjar og Brunavarna Eyjafjarðar
2000060036
Erindi dags. 23. nóvember 2000 frá Brunavörnum Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um hugsanlegt samstarf um brunavarnir.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og bæjarlögmanni að ganga til viðræðna við Brunavarnir Eyjafjarðar um gerð samstarfs- og verktakasamnings sem feli í sér að Slökkvilið Akureyrar annist brunavarnir og eldvarnareftirlit á starfssvæði Brunavarna Eyjafjarðar.


12 Ritþjálfi
2000110081
Erindi dags. 22. nóvember 2000 frá deildarstjóra skóladeildar þar sem hann leggur til við bæjarráð að keypt verði 530 tæki af Ritþjálfanum til notkunar í grunnskólum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar fjármagni kaup 530 Ritþjálfa í grunnskóla Akureyrar og felur sviðsstjóra félagssviðs og deildarstjóra skóladeildar að ganga til samninga við Hugfang um kaupin.
Jakob Björnsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni.
Bæjarstjórn 5. 12. 2000


13 Frumvarp til laga um loftferðir
2000110056
Erindi dags 16. nóvember 2000 frá Alþingi þar sem samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um loftferðir.
Bæjarráð mælir með samþykkt frumvarpsins.


14 Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt
2000110060
Erindi dags. 14. nóvember 2000 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 196. mál, skatthlutfall.
Sjónarmiðum Akureyrarbæjar hefur þegar verið komið á framfæri.
Bæjarstjórn 5. 12. 2000


15 Rekstrarstyrkur vegna knattspyrnuliðs kvenna Þórs/KA
2000110061
Ódagsett erindi (móttekið 20. nóvember 2000) frá formanni knattspyrnudeildar Þórs, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna knattspyrnu kvenna Þórs/KA.
Íþrótta- og tómstundaráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 21. nóvember sl. (liður 3c) og mælir með að bæjarráð taki sérstakt tillit til þessarar óskar á sömu forsendum og bókun á styrkveitingu til sameiginlegs liðs KA/Þórs í kvennahandknattleik.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa erindis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði 3ja manna starfshópur og felur bæjarstjóra að hafa forgöngu um að hópurinn taki upp viðræður v/ÍBA um fjárhagsstöðu og framtíðarrekstur íþróttafélaganna í bæjarfélaginu.
Bæjarstjórn 5. 12. 2000


16 Framlög til atvinnuþróunarfélaga
2000110094
Erindi frá Benedikt Guðmundssyni hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir stuðningi bæjarstjórnar við erindi til fjárlaganefndar Alþingis.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið Atvinnuþróunarfélaganna og hvetur fjárlaganefnd að verða við erindinu.


17 Gjaldtaka fyrir eldri borgara
2000110068
Lagt fram erindi dags. 20. nóvember 2000 frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem Norðurlandsdeild félagsins mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum íþrótta- og tómstundaráðs um að taka upp gjaldtöku fyrir eldri borgara að sundlaugar- og skíðamannvirkjum. Einnig erindi dags. 22. nóvember frá læknaráði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sama efnis.18 Starfsnefnd um málefni Menntasmiðjunnar og Punktsins
2000090074
Lagðar fram tillögur starfsnefndar um málefni Menntasmiðjunnar og Punktsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.