Bæjarráð

2397. fundur 07. desember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2819. fundur
07.12.2000 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Starfsnefnd um málefni Menntasmiðjunnar og Punktsins
2000090074
Lagðar fram tillögur starfsnefndar um málefni Menntasmiðjunnar og Punktsins.
Til fundarins mætti starfsnefndin en í henni áttu sæti Oktavía Jóhannesdóttir, Þóra Ákadóttir og Ásta Sigurðardóttir og fóru yfir tillögur nefndarinnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


2 Eyþing - fundargerðir
1999110066
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 113., 114., 115. og 116. fundar.3 Launanefnd sveitarfélaga - fundargerð dags. 15. nóvember 2000
2000110099
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.4 Drög að nýrri Samþykkt um námsstyrki til stjórnenda og sérhæfðra starfsmanna Akureyrarbæjar
1999030018
Lögð fram fundargerð fræðslunefndar dags. 30. nóvember 2000 ásamt tillögum að breytingum á reglum um styrki til námsleyfa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar en afgreiðslu samþykktarinnar frestað.
Bæjarfulltrúar komi athugasemdum sínum við samþykktina til bæjarstjóra.5 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerðir
2000020050
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 25., 26., 27. og 28. fundar stjórnar VMÍ.6 Lóðir í Teigahverfi
15. - 19. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 22. nóvember 2000, sem bæjarstjórn vísaði til afgreiðslu bæjarráðs á síðasta fundi.
Með vísan til framkominna upplýsinga í bæjarráði, samþykkir bæjarráð að endurveita umsækjanda umræddar lóðir ásamt byggingarfresti til 1. júní 2001.


7 Fjárhagsáætlun ÍTA
Á fundi bæjarstjórnar 21. nóvember 2000 var lið 2.2 úr gerðabók íþrótta- og tómstundaráðs dags. 7. nóvember 2000 varðandi gjaldtöku af eldri borgurum vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði tekið gjald af ellilífeyrisþegum (67 ára og eldri) skv. fyrirliggjandi tillögu íþrótta- og tómstundaráðs. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um einstaklingsbundin þjónustugjöld Akureyrarbæjar og skila til bæjarráðs greinargerð um stöðu þessara mála þar sem fram komi samanburður á þjónustugjöldum við önnur sveitarfélög og úttekt á því hvernig afsláttur á þjónustugjöldum nýtist þeim hópum sem afsláttarins njóta.
Vilborg Gunnarsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.8 Rekstur sjúkra- og áætlunarflugs á Íslandi
2000070079
Lögð var fram tilkynning dags. 28. nóvember 2000 frá Samgönguráðuneytinu varðandi niðurstöður útboðs á sjúkra- og áætlunarflugi.9 Reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga
2000120011
Erindi dags. 30. nóvember 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélögum eru send drög að reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga ásamt greinargerð og minnisblaði varðandi málið. Lagt fram til kynningar.10 Nýsamþykkt lög
Sent sveitarstjórnum til upplýsinga:
Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.
Lög um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991, með síðari breytingum.11 Veitingaleyfi fyrir veitingastofu í Strandgötu 3
2000120013
Með bréfi dags. 4. desember 2000 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Jóns H. Bjarnasonar, kt. 260958-4829 f.h. H. Bjarnason ehf., kt. 641000-3450 um leyfi til að reka veitingastofu í Strandgötu 3, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


12 Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa
2000090036
Fram var lagt svar umhverfisdeildar dags. 4. desember s.l. vegna fyrirspurnar frá bæjarfulltrúa Oktavíu Jóhannesdóttur í bæjarráði 2. nóvember 2000 varðandi lóð við VMA.13 Fjármálasvið. Ráðning deildarstjóra
2000120023
Fjármálastjóri gerði grein fyrir umsóknum sem borist hafa í auglýsta stöðu deildarstjóra á fjárreiðudeild.
Umsóknir bárust frá eftirtöldum:
Halldóru G. Sævarsdóttur, kt. 170453-5819, Akureyri
Sigrúnu Ingu Hansen, kt. 030473-3889, Akureyri
Dagnýju M. Harðardóttur, kt. 080661-2829, Akureyri
Dagmar Guðmundsdóttur, kt. 040473-5809, Akureyri
Jóni Braga Gunnarssyni, kt. 180560-3359, Akureyri
Guðmundi Björnssyni, kt. 030868-5959, Grundarfirði
Helga Þorsteinssyni, kt. 130936-3269, Akureyri
Hjálmari Kjartanssyni, kt. 010358-4269, Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að ráða Dagnýju M. Harðardóttur í starf deildarstjóra á fjárreiðudeild.


14 Reikningsyfirlit janúar - október
Lagt fram reikningsyfirlit bæjarsjóðs fyrir mánuðina janúar - október 2000.
Fundi slitið kl. 11.00.