Bæjarráð

2440. fundur 14. desember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2820. fundur
14.12.2000 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Punkturinn
2000120047
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. desember 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til íþrótta- og tómstundaráðs.

2 Starfsdeild Brekkuskóla
2000120045
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. desember 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til skólanefndar.


3 Umferðarmál
2000040027
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. desember 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til framkvæmdaráðs.


4 Stefnumótun í menningarmálum
2000100085
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. desember 2000.
Lögð voru fram svör menningarmálanefndar vegna fyrirspurna frá fundi bæjarstjórnar 21. nóvember s.l.
Bæjarráð vísar liðnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.


5 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 7. desember 2000
1999120015
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 4. desember 2000
1999110059
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 29. nóvember 2000
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður - Samningur við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.
Afgreiðsla bæjarstjórnar


8 Veitingaleyfi fyrir Stjörnuna ehf. - Subway
2000120032
Erindi dags. 5. desember 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jennýjar Ásgeirsdóttur f.h. Stjörnunnar ehf. (Subway) þar sem hún sækir um endurnýjun veitingaleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkbeiðni
2000120025
Erindi dags. 29. nóvember 2000 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem óskað er áframhaldandi styrkveitingar frá Akureyrarbæ. Meðfylgjandi er ársreikningur fyrir starfsárið 1999-2000.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna að upphæð kr. 500.000.


10 Alþjóðlegt sjóveðurþing - ósk um aukið fjárframlag
2000010026
Erindi dags. 11. desember 2000 frá Þórleifi Stefáni Björnssyni, deildarstjóra alþjóða- og rannsóknarsviðs Háskólans á Akureyri, varðandi aukið fjárframlag til alþjóðaþings WMO.
Bæjarráð hefur þegar samþykkt 3.000.000 kr. framlag til verkefnisins og hafnar ósk um viðbótarfjárveitingu.


11 Umsókn um veðheimild
2000120051
Fram var lagt ódagsett erindi frá Golfklúbbi Akureyrar (móttekið 12. desember 2000), þar sem sótt er um veðheimild vegna lántöku.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til umfjöllunar í nefnd sem á að eiga viðræður við ÍBA um fjárhagsstöðu og framtíðarrekstur íþróttafélaganna í bænum.


12 Opnunartími um jól og áramót
2000120040
Erindi dags. 11. desember 2000 frá framkvæmdastjórum Kaffi Akureyri ehf. og Sjallans ehf. þar sem óskað er heimildar til lengri opnunartíma á annan í jólum og gamlárskvöld.
Bæjarráð leggur til að 8. gr. reglna um leyfi til vínveitinga verði breytt á þá leið, að heimilt sé að hafa veitingastaði opna til kl. 04.00 aðfararnótt 27. desember ár hvert og til kl. 06.00 aðfararnótt
1. janúar ár hvert.
13 Kontaktmannamöte í Västerås árið 2000
2000010037
Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá tenglamóti (kontaktmannamöte) í Västerås þann
29. júní sl.14 Drög að nýrri Samþykkt um námsstyrki til stjórnenda og sérhæfðra starfsmanna Akureyrarbæjar
1999030018
Sviðsstjóri þjónustusviðs fór yfir tillögur að breytingum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


15 Hluthafafundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
2000120066
Hluthafafundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn mánudaginn 18. desember n.k. kl. 17.00 að Fosshótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


16 Önnur mál
a) Skíðastaðir - snjótroðarakaup.
Lögð voru fram tilboð frá 2 aðilum - annars vegar frá Doppelmayr v/Kässbohrer í nýjan snjótroðara og hins vegar frá Ístraktor v/Leitner í notaðan snjótroðara.
b) Fyrirspurn varðandi stofnun fasteignafélags.
c) Innheimtusamningur.

a) Bæjarráð hafnar báðum tilboðunum.
b) Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
c) Bæjarráð heimilar bæjarlögmanni og fjármálastjóra að ganga frá samningi við Intrum á Íslandi.
Fundi slitið kl. 11.55.