Bæjarráð

2454. fundur 21. desember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2821. fundur
21.12.2000 kl. 09:00 - 11:11
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Oddeyrargata 5 - boðin til kaups
2000120058
Erindi dags. 12. desember 2000 frá Árna Gunnari Kristjánssyni, kt. 231161-3849 þar sem hann býður Akureyrarbæ hluta lóðar Oddeyrargötu 5 til kaups. Eigendur eru Leó Sigurðsson og Db. Kristínar Sigurðardóttur.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga um kaup.
Bæjarstjórn 16.01.2001


2 Veitingaleyfi fyrir Sjallann ehf.
2000120067
Erindi dags. 11. desember 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ottós Sverrissonar, kt. 020665-4409 f.h. Sjallans ehf. um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað að Geislagötu 14.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


3 Hafnarstræti 98
2000120090
Lagt fram erindi dags. 14. desember 2000 frá Ísbyggð ehf. varðandi hugsanlegt framsal á boði Ísbyggðar ehf. til Akureyrarbæjar vegna Hafnarstrætis 98.
Bæjarráð hafnar boðinu.
Bæjarstjórn 16.01.2001


4 Hafnasamlag Norðurlands - fjárhagsáætlun 2001
2000120092
Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2001.
Bæjarráð bendir á að að ekki er samræmi í fjárhagsáætlun Hafnasamlagsins og Bæjarsjóðs Akureyrar og leggur áherslu á að kostnaðarhlutdeild Hafnasamlags Norðurlands í sameiginlegum kostnaði verði óbreytt frá fyrra ári.
Bæjarstjórn 16.01.2001


5 Fjárhagsstaða íþróttafélaga
2000110061
Rætt um fjárhagsstöðu íþróttafélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps.6 Skinnaiðnaður
2000110097
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og viðræðum við stærstu hluthafa og lánastofnana.
Bæjarráð samþykkir lán til Skinnaiðnaðar hf. að upphæð kr. 25.000.000 úr Framkvæmdasjóði gegn tryggu veði í fasteignum félagsins.
Fjármálastjóra er falið að ganga frá útgáfu veðskuldabréfs.
Bæjarstjórn 16.01.2001


7 Önnur mál
Varaformaður bæjarráðs óskaði bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fundi slitið kl. 11.11.