Bæjarráð

2020. fundur 07. janúar 1999

Bæjarráð 7. janúar 1999.

2728. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 7. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Samningur um endurbætur.
BR981343
Lagður fram samningur milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar, um endurbætur á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
 

2. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Styrkumsókn vegna rannsókna- og þróunarverkefnisins "Blöndun í skólastarfi".

BR981345
Erindi dags. 29. desember 1998 frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna rannsóknarverkefnisins "Blöndun í skólastarfi". Verkefnið hefur það markmið að setja saman endurmenntunarefni til hjálpar kennurum að takast á við blöndun fatlaðra í skólastarfi. Auk RHA standa að verkefninu hópur fagmanna frá Skólaþjónustu Eyþings, grunnskólum Akureyrar, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands og Skólaþjónustu Skagafjarðar.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í skólanefnd og óskar eftir tillögum í málinu.
 

3. Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsagnir stjórnar sambandsins um frumvarp til stjórnskipunarlaga og tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í byggðamálum fyrir árin 1998-2002.

BR981346
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 29. desember 1998 ásamt umsögnum stjórnar sambandsins um frumvarp til stjórnskipunarlaga og tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í byggðamálum fyrir árin 1998-2002.
 

4. Tillögur um stuðning Akureyrarbæjar við námskeið á sviði listgreina eins og dans, myndlist, tónlist, leiklist o.þ.h.

BR981161
Á fundi bæjarráðs 3. desember 1998 var samþykkt að setja niður starfshóp til að fara ofan í stuðning bæjarins við réttindanám í tónlist og myndlist og stuðning bæjarins við námskeiðahald (samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 1998).
Bæjarráð frestar tilnefningu til næsta fundar.
 

5. Málefni Foldu.

BR981108
Lögð fram greinargerð dags. 29. desember 1998 varðandi málefni Foldu, stíluð til atvinnumálanefndar Akureyrar, undirrituð af Benedikt Guðmundssyni.
Bæjarstjóri kynnti stöðu í málefnum þrotabús Foldu h.f. Þrátt fyrir vilyrði bæjarstjórnar til þess að koma að málinu með hlutafjárframlagi hefur ekki tekist að vekja nægjanlegan áhuga annarra til að koma að rekstri slíks fyrirtækis.
Engar forsendur eru til þess að bæjarfélagið eitt og sér taki að sér slíkan rekstur, en bæjarráð ítrekar að tilboð bæjarins um þátttöku stendur áfram.
 

6. CAFF. Um staðsetningu CAFF-skrifstofunnar.

BR981299
Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjórans á Akureyri, rektors Háskólans á Akureyri og formanns stjórnar Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar dags. 28. desember 1998 til umhverfisráðherra Guðmundar Bjarnasonar varðandi staðsetningu CAFF-skrifstofunnar.
 

7. Skuggi ehf. Umsókn um leiguhúsnæði.

BR990005
Erindi dags. 4. janúar 1999 frá Skugga ehf., þar sem sótt er um leigu á húsnæði við Kaupvangsstræti, sem áður hýsti Brauðgerð KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endurleigu húsnæðisins.
 

8. Sigling. Níels J. Erlingsson.

BR990006
Erindi dags. 3. janúar 1999 frá Níels J. Erlingssyni f.h. Siglingar, þar sem leitað er
eftir samstarfi og stuðningi vegna siglinga Kútter Jóhönnu á Eyjafirði, sem þátt í ferðamannaþjónustu á Akureyri og óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
 

9. Afskrift krafna.

BR990007
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að afskrift krafna vegna fasteignagjalda.
Samtals nema kröfurnar með áföllnum dráttarvöxtum kr. 9.763.489.
Bæjarráð samþykkir afskriftirnar.
Fundi slitið kl. 10.10.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-