Bæjarráð

2021. fundur 14. janúar 1999

Bæjarráð 14. janúar 1999.

2729. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 14. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 11. janúar 1999.
BR990008
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Bæjarráð ítrekar bókun sína frá fundi sínum þann 25. nóvember 1998.
4. liður: Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá bæjarverkfræðingi um málið.
6. liður: Bæjarstjóra falið að koma erindinu á framfæri við skólanefnd VMA.
2., 3. og 5. liður þarfnast ekki afgreiðslu.
2. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 9. desember 1998, skýrsla oddvita Héraðsnefndar, fjárhagsáætlun 1999 fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. og fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 15. desember 1998.
BR990010
Fundargerðir og skýrsla lagðar fram til kynningar.
3. Stofnskrá fyrir Minjasafnið á Akureyri.
BR981278
Lögð fram stofnskrá fyrir Minjasafnið á Akureyri sem samþykkt var á fundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar 9. desember 1998 með fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta stofnskrána.
4. Fjármálaráðuneytið. Gjaldskrárbreytingar á þungaskatti.
BR990004
Lagt fram bréf frá Fjármálaráðuneytinu dags. 4. janúar 1999 ásamt skýrslu fjármálaráðherra um áhrif breytinga á lögum um gjöld af bifreiðum.
Bæjarstjóra falið að svara bréfi Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda frá 4. nóvember 1998 í samræmi við umræður á fundinum.
5. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerðir dags. 11. og 13. desember 1998.
BR990011
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð dags. 13. desember 1998.
BR990013
Fundargerðin er í lögð fram til kynningar.
7. Landsvirkjun.
BR990017
Með bréfi frá Landsvirkjun dags. 6. janúar 1999 er þess farið á leit við Akureyrarbæ að hann veiti heimild til skuldaskipta vegna eins eða fleiri lána Landsvirkjunar, sem nú eru útistandandi eða tekin verða til ársloka 2000. Heildarupphæð fari ekki fram úr 250 milljónum Bandaríkjadala eða jafnvirði þeirra.
Einföld ábyrgð Akureyrarbæjar sem eiganda að Landsvirkjun tekur til skuldbindinga samkvæmt skuldaskiptum þessum og má gildistími samninga nema allt að 15 árum.
Heimild þessi kemur í stað heimildar, sem veitt var í mars 1997 og rann út um s.l. áramót.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu.
 

8. Kaupmannafélag Akureyrar.

BR990018
Lagt fram bréf Kaupmannafélags Akureyrar dags. 7. janúar 1999 þar sem stjórn félagsins hvetur til þess að fram fari málefnaleg umræða meðal bæjarbúa og bæjaryfirvalda varðandi framkomna hugmynd um víkkun Miðbæjarins til norðurs, þ.e. við Smáragötu (Akureyrarvöllur).
9. Félagsmálaráðuneytið. Ný reglugerð um húsaleigubætur.
BR990020
Lagt fram umburðarbréf dags. 6. janúar 1999 frá Félagsmálaráðuneytinu ásamt nýrri reglugerð um húsaleigubætur sem gildi tók frá og með 1. janúar 1999.
Bæjarráð óskar eftir skýrslu Húsnæðisskrifstofunnar um framkvæmd og fyrirkomulag húsaleigubótakerfisins á liðnu ári. Ennfremur verði lagt mat á þann kostnað sem bæjarsjóður hefur af framkvæmd þess og metin væntanleg áhrif nýrrar reglugerðar til breytinga þar á.
10. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Óskar eftir styrk til leiksýningar.
BR990022
Erindi dags. 8. janúar 1999 frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá Akureyrarbæ vegna leiksýningar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi í samstarfi við Hvítasunnuhreyfinguna í Bretlandi og Kanada. Leikritið verður flutt á Akureyri dagana 14.- 16. mars n.k., alls þrjár sýningar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu menningarmálanefndar.
11. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fjárveitingar til stofnkostnaðar og viðhalds FSA árið 1998 og 1999.
BR990024
Erindi dags. 8. janúar 1999 frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem greint er frá að í desember s.l. ákvað Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að hækka fjárveitingu FSA til stofnkostnaðar á árinu 1998. Heildarfjárveiting ríkissjóðs til stofnkostnaðar á s.l. ári verður því 35 milljónir króna, þ.e. 85% hlutur ríkisins. Samkvæmt því verður 15% hlutdeild sveitarfélagsins 6.176 þúsund.
Við afgreiðslu fjárlaga vegna ársins 1999 var fjárveiting til stofnkostnaðar ákveðin 35 milljónir króna og hlutur sveitarfélagsins verður því 6.176 þúsund. Til meiri háttar viðhalds var fjárveitingin ákveðin 21 milljón og 15% hlutdeild sveitarfélagsins verður því 3.706 þúsund.
Þegar hér var komið vék Oddur H. Halldórsson af fundi.
12. Umhverfisráðuneytið. Heimsþing um sjóveðurfræði.
BR990026
Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisráðuneytisins dags. 28.12. 1998 til prófessors G.O.P. Obasi framkvæmdastjóra Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, þar sem íslensk stjórnvöld bjóða stofnuninni að halda 13. heimsþing um sjóveðurfræði á Akureyri árið 2001.
13. KA. Óskar eftir breytingu á greiðsluskilmálum og skuldabréfi á 6. veðrétti í eign KA við Dalsbraut v/Blakdeildar KA.
BR990009
Erindi dags. 8. desember 1998, móttekið 5. janúar 1999, þar sem aðalstjórn KA f.h. Blakdeildar KA óskar eftir heimild til breytinga á greiðsluskilmálum og láni Blak-deildar KA (á 6. veðrétti í eign KA við Dalsbraut) hjá Búnaðarbanka Íslands.
Bæjarráð mælir með samþykkt erindisins.
14. Húseignin Ás 2 boðin til kaups.
BR980213
Lagðar fram upplýsingar varðandi húseignina Ás 2 við Hörgárbraut.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til samningu um kaup á fasteigninni.
15. Önnur mál.
BR990003
a) Menningarhús.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum ríkisstjórarinnar um byggingu menningarhúss á Akureyri og lýsir sig reiðubúið til samvinnu við ríkisvaldið um framkvæmdina.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þegar á næsta fundi bæjarstjórnar verði skipaður fimm manna starfshópur sem fái það verkefni að undirbúa framkvæmdir við byggingu menningarhússins af hálfu Akureyrarbæjar.
Nefndin kanni til hlítar alla möguleika sem í tillögum ríkisstjórnarinnar felast og skili áliti sínu til bæjarstjórnar. Þá kanni nefndin einnig áhuga hugsanlegra samstarfsaðila á þessu máli.
b) Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum húsnæðisnefndar um framkvæmd nýrrar húsnæðislöggjafar og stöðu þeirra mála hér á Akureyri.
Fundi slitið kl. 11.11.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-