Bæjarráð

2022. fundur 21. janúar 1999

Bæjarráð 21. janúar 1999.

2730. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 21. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 14. janúar 1999.
BR990044
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður: Lagðar fram hugmyndir að verkefnum á sviði menningarmála, sem bæjarráð (05.11. 1998) fól menningarmálanefnd að taka saman í tengslum við væntanlegar viðræður við ríkisvaldið um hlutverk menningarstofnana á Akureyri með tilliti til eflingar byggðar í landinu og framlög til verkefna á þeirra vegum á árunum 2000 til 2002.
2. Tónlistarskólinn á Akureyri.
BR990040
Lagt fram ódags. erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, móttekið 14. janúar 1999, varðandi starfsmannamál.
3. Skuggi ehf. Umsókn um leiguhúsnæði.
BR990005
Vegna umsóknar Skugga ehf. um húsnæði til leigu í Kaupvangsstræti fyrir starfsemi lakkrísgerðar, hefur verið lagt fram og rætt erindi frá aðilum, sem hafa starfsvettvang í Listagilinu og/eða eru eigendur að byggingum þar, þar sem þeir koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi starfsemi í Grófargili. Benda þeir á að framkvæmda-stefna bæjaryfirvalda, sem kynnt hafi verið kaupendum og notendum bygginganna í Lista-gilinu, hafi grundvallast á því að öll iðnaðarstarfsemi yrði horfin úr Gilinu árið 2001.
 

4. Skáksamband Íslands. Óskar eftir styrk vegna Norðurlandamóts í skólaskák.

BR990029
Erindi dags. 8. janúar 1999 frá Skáksambandi Íslands, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Helga Egilssonar frá Akureyri á Norðurlandamóti í skólaskák sem haldið var í Noregi dagana 6.- 10. janúar s.l.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir tillögum frá íþrótta- og tómstundaráði um framtíðarskipulag varðandi styrkveitingar af þessu tagi.
5. Íþróttafélagið Þór. Hugmyndir um breytingar á íþróttasvæðinu við Glerárgötu.
BR990036
Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Þór dags. 12. janúar 1999, þar sem stjórn félagsins óskar eftir viðræðum vegna hugmynda um breytta nýtingu á íþróttasvæðinu við Glerárgötu.
 

6. Ferðamálafélag Akureyrar.

BR990041
Lögð var fram ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Ferðamálafélags Eyjafjarðar 12. janúar s.l., um mikilvægi þess að leita allra leiða til að styrkja atvinnulíf á Akureyri og mæta með því hinni miklu samkeppni við Reykjavíkursvæðið.
7. Hagstofa Íslands. Fréttatilkynning. Búferlaflutningar árið 1998.
BR990042
Lögð fram fréttatilkynning nr. 7/1999 dags. 15. janúar 1999 frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga árið 1998.
8. Umhverfisráðuneytið. Óskar umsagnar vegna kæru Krossaness h.f.
BR990043
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 14. janúar s.l., þar sem óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar varðandi kæru Krossaness h.f. vegna starfsleyfis.
Ráðuneytið óskar að umbeðin umsögn berist eigi síðar en 28. janúar n.k.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarstjóra að leggja fram tillögu að umsögn um málið fyrir næsta fund.
 

9. Icegold ehf. Húsnæðismál.

BR990048
Samantekt dags. 17. janúar 1999 frá Hólmari Svanssyni, framkvæmda-stjóra AFE, frá fundi fulltrúa Akureyrarbæjar, AFE og fulltrúum Icegold ehf., fimmtudaginn 14. janúar s.l. um húsnæðismál Icegold ehf., en fyrirtækið sem sérhæfir sig í viðskiptum á alnetinu, leitar að hentugu húsnæði hér á Eyjafjarðarsvæðinu.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga til áframhaldandi viðræðna við fyrirtækið um afnot húseigna í Skjaldarvík.
10. Nýsköpunarsjóður námsmanna. Beiðni um 1,5 millj. kr. styrk fyrir árið 1999.
BR981252
Tekið fyrir að nýju erindi frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dags. 24. nóvember 1998 og vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs 3. desember s.l.
Bæjarráð samþykkir að veita Nýsköpunarsjóði námsmanna 1.000.000 kr. styrk.
11. Nemendur Rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. Styrkbeiðni.
BR990049
Erindi (ódags.) frá nemendum Rekstrardeildar Háskólans á Akureyri, sem fengið hafa boð frá virtum Háskóla í Bandaríkjunum, Northern Illinois University, um að koma og sitja vikunámskeið í NIU um miðjan mars n.k. Rekstrardeildin óskar eftir styrk og samstarfi við Akureyrarbæ varðandi kynningarmál.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000.
12. Tillögur um stuðning Akureyrarbæjar við námskeið á sviði listgreina eins og dans, myndlist, tónlist, leiklist o.þ.h.
BR981161
Á fundi bæjarráðs 3. desember 1998 var samþykkt að setja niður starfshóp til að fara ofan í stuðning bæjarins við réttindanám í tónlist og myndlist og stuðning bæjarins við námskeiðahald (samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 1998).
Bæjarráð skipar eftirtalda fulltrúa í starfshópinn: Finn Birgisson, Þóru Ákadóttur og Ásgeir Hjálmarsson. Finnur Birgisson veiti starfshópnum formennsku, en bæjarstjóri mun kalla hópinn saman til fyrsta fundar.
13. Bæjarsjóður Akureyrar. Yfirlit um rekstur janúar - nóvember 1998.
BR990032
Lagt fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - nóvember 1998.
14. Önnur mál.
BR990047
a) Niðurstaða Matsnefndar eignarnámsbóta í málinu nr. 17/1998, Akureyrarbær gegn Ellen Sverrisdóttur og Rögnu Ragnars. (BR990046)
Lagður fram úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í framangreindu matsmáli, er varðar lóðir á Oddeyrartanga. Ekki var ágreiningur um eignarnámið sem slíkt, heldur tekist á um mat á verðmæti lóða eignarnámsþola.
Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra og bæjarlögmanns um að mati nefndarinnar verði unað.
Bæjarráð felst á tillöguna og felur bæjarlögmanni frágang málsins.
b) Tilnefning í starfshóp um menningarhús. (BR990039)
Skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 19. janúar s.l. skipar bæjarráð eftirtalda í nefnd um byggingu menningarhúss á Akureyri: Kristján Þór Júlíusson, Sigurð J. Sigurðsson, Þröst Ásmundsson, Jakob Björnsson og Ágúst Hilmarsson. Sigurður J. Sigurðsson veiti nefndinni formennsku og kalli hana saman til fyrsta fundar.
c) Formaður bæjarráðs upplýsti um viðræður sem staðið hafa yfir við Sjóklæðagerðina um starfsemi fyrirtækisins hér á Akureyri. (BR981259)
d) Teknar til umræðu breytingar sem orðið hafa á áfengislögum. (BR980685)
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að semja tillögu um formlega meðferð leyfisveitinga til bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 11.42.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-