Bæjarráð

2024. fundur 28. janúar 1999

Bæjarráð 28. janúar 1999.

2731. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 28. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Krossanes h.f.
BR990082
Til viðræðu við bæjarráð komu fulltrúar Hollustuverndar ríkisins þeir Ólafur Pétursson og Jóhann Guðmundsson og frá Krossanesi mættu Jóhann Pétur Andersen og Páll Sigurðsson.
Í framhaldi umræðna og með vísan til bókunar bæjarráðs frá fundi þess 21. janúar s.l. vegna bréfs umhverfisráðuneytisins frá 14. janúar s.l. þar sem óskað er umsagnar á kæru Krossaness h.f. vegna útgáfu á starfsleyfi fyrir verksmiðjuna, gerir bæjarráð svofellda bókun:
Kærð er sú ákvörðun Hollustuverndar ríkisins að takmarka starfsleyfið við eitt ár og að vinnslugetan sé takmörkuð við 550 tonn á sólarhring, en starfsleyfishafi sótti um leyfið til fjögurra ára og 800 tonna vinnslugetu á sólarhring.
Með vísan til framangreindrar kæru og 9. liðar í fundargerð bæjarráðs frá 31. desember s.l. komu fulltrúar Hollustuverndar ríkisins og Krossaness h.f. á fund ráðsins. Veittu þeir bæjarráði ýmsar upplýsingar um málið og svörðuðu fyrirspurnum bæjarráðsmanna.
Í tilefni af beiðni umhverfisráðuneytisins um umsögn um kæru starfsleyfishafa ítrekar bæjarráð fyrri bókanir sínar um málið. Jafnframt vill bæjarráð taka fram að aðalskipulag Akureyrar gerir ráð fyrir umræddri starfsemi á svæðinu. Því er mikilvægt að leitað verði leiða til þess að mæta sjónarmiðum bæði starfsleyfishafa og þeirra íbúa sem málið varðar.
Bæjarráð telur mikilvægt að hafa það í huga við útgáfu starfsleyfis til slíks atvinnureksturs, að starfsöryggi fyrirtækisins sé ekki takmarkað við svo skamman tíma. Því telur bæjarráð full rök fyrir ábendingu fyrirtækisins um fjögurra ára starfsleyfi.
Gagnvart aukinni afkastagetu verksmiðjunnar er bent á fyrri ábendingar bæjarráðs þar að lútandi.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.
Þórarinn B. Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslunni.
Bæjarlögmaður Baldur Dýrfjörð sat fundinn undir þessum lið.
2. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 25. janúar 1999.
BR990068
Fundargerðin er í 3 liðum.
3. liður: Bæjarverkfræðingi falið að svara erindinu.
3. Menntaskólinn á Akureyri. Umsókn um styrk til þátttöku í norrænu samstarfsverkefni menntaskóla.
BR990051
Erindi dags. 18. janúar 1999 frá Menntaskólanum á Akureyri, þar sem sótt er um styrk til Akureyrarbæjar vegna þátttöku í norrænu samstarfsverkefni menntaskóla í vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndunum.
Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrk til verkefnisins.
4. Félag byggingafulltrúa. Afrit af bréfi til Samtaka iðnaðarins.
BR990052
Lagt fram afrit af bréfi Félags byggingafulltrúa til Samtaka iðnaðarins og varðar meistarauppáskriftir.
5. Félagsíbúðakerfið.
BR990083
Til fundar við bæjarráð mættu Guðríður Friðriksdóttir forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri og Jóhann Sigurðsson formaður húsnæðisnefndar.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs sat fundinn undir þessum lið.
 

6. Jólahátíð á Akureyri.

BR990053
Lagt fram erindi dags. 18. janúar 1999 frá Garðari Björgvinssyni framkvæmdastjóra jólahátíðar á Akureyri.
7. Landsvirkjun. Skuldabréfaútgáfa.
BR990058
Erindi dags. 19. janúar 1999 frá Landsvirkjun, þar sem sótt er um samþykki Akureyrarbæjar fyrir útgáfu fyrirtækisins á skuldabréfum að fjárhæð allt að 4.000 m.kr. á markaði hérlendis á árinu.
Bæjarráð mælir með samþykkt erindisins.
8. Skólaþjónusta Eyþings. Sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla í umdæminu.
BR990059
Lagt fram erindi frá Skólaþjónustu Eyþings dags. 19. janúar 1999 varðandi sérfræði-þjónustu við leik- og grunnskóla í umdæminu og skipulagningu og undirbúning þess þjónustuforms sem taka á við, þannig að ekki verið rof á þjónustunni þegar Skólaþjónusta Eyþings hættir starfsemi 1. ágúst n.k.
Erindinu vísað til stýrihóps um stjórnsýslubreytingar.
9. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 15. janúar 1999.
BR990067
Fundargerðin er í 18 liðum og er lögð fram til kynningar.
10. Hvítasunnukirkjan. Lóðarstækkun fyrir leikvöll Hlíðabóls - ítrekun.
BR990069
Með bréfi dags. 20. janúar 1999 frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri er ítrekuð beiðni um lóðarstækkun fyrir leikvöll Hlíðabóls.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar/bygginganefndar með ósk um afgreiðslu.
11. Fasteignasalan ehf. Mat á íbúðum vegna viðbótarlána.
BR990070
Erindi dags. 21. janúar 1999 frá Fasteignasölunni ehf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri, þar sem spurt er hvernig Akureyrarbær hyggist standa að þeim þætti "laga um húsnæðismál nr. 44 frá 3. júní 1998" sem varða viðbótarlán, sbr. VII. kafla laganna.
Bæjarráð bendir bréfriturum á að í gangi er vinna á vegum bæjarstjórnar við breytingar á fyrirkomulagi húsnæðismála og fyrr en niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir verða ekki teknar ákvarðanir um fyrirkomulag þeirra verkefna sem fjallað er um í fyrirliggjandi erindi.
12. Kærunefnd jafnréttismála. Mál Ragnhildar Vigfúsdóttur.
BR990075
Lögð fram gögn í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að undirbúa vörn í málinu.
13. Önnur mál.
BR990066
a) Lögð fram skýrsla atvinnumálanefndar "Stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri".
Fundi slitið kl. 11.46.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-