Bæjarráð

2025. fundur 04. febrúar 1999

Bæjarráð 4. febrúar 1999.

2732. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 29. janúar 1999.
BR990106
Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.
6. liður: Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar þarfnast ekki afgreiðslu bæjarráðs.
2. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 20. janúar 1999.
BR990093
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
3. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 11. janúar 1999.
BR990099
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Skíðasamband Íslands.
BR990077
Lagt fram bréf frá Skíðasambandi Íslands dags. 14. janúar 1999, þar sem Akureyrarbæ og Skíðaráði Akureyrar er óskað til hamingju með upplýsta skíðabraut í Hlíðarfjalli og ljóst að með tilkomu hennar hafi Akureyrarbær tekið forystu hvað varðar aðstöðu til skíðaiðkunar hérlendis.
5. Slysavarnafélag Íslands. Beiðni um styrk vegna ráðstefnu um öryggi í umhverfinu.
BR990078
Erindi dags. 22. janúar 1999 frá Slysavarnafélagi Íslands, þar sem sótt er um styrk til Akureyrarbæjar vegna norrænnar ráðstefnu um öryggi í umhverfinu, sem halda á í Reykjavík 25.- 28. ágúst n.k.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Lífeyrissjóðsmál.
BR990079
Í bréfi dags. 22. janúar 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er bókun frá fundi Launanefndar sveitarfélaga 15. janúar s.l. um Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og einnig til upplýsinga, svar fjármálaráðuneytisins til Hafnarfjarðarbæjar varðandi lífeyrissjóðsgjald af nefndarlaunum.
Erindinu vísað til stjórnar LÍSA.
7. Expo Islandia ehf. Tilboð um þátttöku í sýningunni "Þjóðfundur um framtíðarsýn".
BR990085
Erindi frá Expo Islandia ehf. dags. 18. janúar 1999, þar sem vakin er athygli á sýningunni "Þjóðfundur um framtíðarsýn" sem haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík í lok maí n.k. og Akureyrarbæ boðin þátttaka.
Bæjarráð hafnar þátttöku í sýningunni.
8. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Heimavist framhaldsskólanna á Akureyri.
BR990088
Lögð fram bókun frá fundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar 20. janúar s.l. varðandi heimavistarmál framhaldsskólanna á Akureyri.
Bæjarráð beinir því til héraðsráðs að heimila án frekari tafa framkvæmdir við viðbyggingu og breytingar á heimavist MA. Framkvæmdir og fjármögnun verði á grundvelli þeirra hugmynda um sjálfseignarstofnun sem stjórn MA hefur lagt fram. Jafnframt verði hraðað vinnu við undirbúning að frekari heimavistarbyggingum vegna nemenda VMA.
Þá leggur bæjarráð til að tekinn verði til skoðunar sá kostur að fella stjórn framhaldsskólanna undir eina stjórn.
9. Randers. Kontaktmannafundur 24.- 26. júní 1999.
BR990090
Lagt fram bréf frá Randers dags. 26. janúar s.l. þar sem tilkynnt er um kontaktmanna-fund í Randers 24.- 26. júní n.k. og óskað eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa.
10. Hússtjórnarkennarafélag Íslands.
BR990101
Erindi dags. 29. janúar 1999 frá Hússtjórnarkennarafélagi Íslands með ósk um að bæjarstjórn Akureyrar efni til móttöku laugardaginn 25. júní n.k. vegna námskeiðs Hússtjórnarkennarafélags Íslands "Hafið, lífríkið, matvælabúr og miðlun þekkingar" dagana 24.- 28. júní 1999 ásamt aðalfundi og 90 ára afmælisfundi NSH.
Bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.
11. Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands. Þakkar stuðning vegna Matvæladags 1998.
BR990087
Með bréfi dags. 25. janúar 1999 þakkar Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands stuðning vegna Matvæladags 1998.
12. Securitas h.f. Tengingar til slökkviliðsins á Akureyri.
BR990107
Erindi dags. 1. febrúar 1999 frá Securitas h.f. þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um breytt fyrirkomulag á tengingum brunaviðvörunarkerfa til slökkviliðsins.
Bæjarráð óskar umfjöllunar framkvæmdanefndar um erindið .
13. Sjóklæðagerðin h.f.
BR981259
Með hliðsjón af þeim viðræðum sem forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa átt við Sjóklæðagerðina h.f. samþykkir bæjarráð að veita fyrirtækinu 5.5 milljón króna stofnstyrk úr Framkvæmdasjóði Akureyrar vegna flutnings á starfsemi þeirra til Akureyrar.
Bæjarstjóra er heimilað að ganga frá samkomulagi við Sjóklæðagerðina h.f. þar að lútandi. Þar sem Sjóklæðagerðin hefur tekið á leigu húsnæði Landsbankans h.f. þar sem "Punkturinn" hefur verið til húsa er bæjarstjóra falið að finna "Punktinum" annað húsnæði.
Bæjarráð 4. febrúar 1999, framhald 2.
14. Skotfélag Akureyrar.
BR990061
Erindi Skotfélags Akureyrar varðandi félagssvæði Skotfélagsins, sem íþrótta- og tómstundaráð (18.02. 1998) vísaði til bæjarráðs (26.02. 1998). Bæjarráð afgreiddi erindið til gerðar fjárhagsáætlunar 1999.
Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
Fundi slitið kl. 11.16.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-