Bæjarráð

2027. fundur 11. febrúar 1999

Bæjarráð 11. febrúar 1999.

2733. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Einnig sat Dan Brynjarsson fjármálastjóri fundinn að hluta.
Þetta gerðist:
1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 28. janúar 1999.
BR990105
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Lögð fram greinargerð menningarmálanefndar varðandi vinnureglur fyrir styrkveitingar 1999. Samkvæmt bókun menningarmálanefndar er gert ráð fyrir því að allar styrkveitingar á vegum nefndarinnar, aðrar en úr Húsfriðunarsjóði, verði í gegnum Menningarsjóð og innan ramma þeirrar reglugerðar sem um hann gildir.
2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990123
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður: Lundarskóli - tilboð í uppsteypu 3. áfanga. Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf. á grundvelli tilboðs sem gerir ráð fyrir verklokum 28. maí. Tilboðið er að upphæð kr. 19.320.333.
Bæjarráð fellst á tillögu framkvæmdanefndar með tilliti til þess að verkinu verði hraðað.
3. liður: Skautahús á Akureyri - Framkvæmdanefnd ítrekar fyrri bókanir bæjarstjórnar um að heildarkostnaður byggingarinnar fari ekki yfir 150 milljónir króna. Þá staðfestir framkvæmdanefnd tillögu verkefnisliðsins um að samið verði við lægstbjóðanda Ópus teikni- og verkfræðistofu, um verkefnisstjórn.
Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnisliðs um að þeir bjóðendur sem senda inn tilboð fái samtals kr. 1.000.000 að viðbættum virðisaukaskatti. Upphæðinni verði skipt jafnt milli þeirra aðila sem ekki fá verkið.
3. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990124
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Starf framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar. Félagsmálaráð samþykkir að veita Guðmundi Sigvaldasyni framkvæmdastjóra HAK 2ja ára launalaust leyfi með fyrirvara um samþykki fjármálaráðuneytisins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu félagsmálaráðs.
Oddur H. Halldórsson óskar bókað að hann er mótfallinn þessari afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að endurskoða reglur um veitingu launalausra leyfa starfsmanna og verða þær lagðar fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
3. liður: Erindi Blindrafélagsins dags. 9. nóvember 1998 um möguleika á að sett verði á fót ferðaþjónusta við blinda, sem bæjarráð vísaði til félagsmálaráðs til umsagnar.
Félagsmálaráð leggur til að ferliþjónusta SVA annist akstur fyrir blinda og kynni þeim þá þjónustu sem í boði er.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs og felur bæjarstjóra að svara erindinu.
4. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990118
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður: Lagðar voru fram starfsreglur húsnæðisnefndar Akureyrar fyrir veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð staðfestir starfsreglurnar.
5. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990109
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Bæjarráð vísar liðnum til skólanefndar.
2. liður: Bæjarstjóra falið að ræða við aðila.
3., 4. og 5. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Átaksverkefni. Umsóknir.
BR990119
Erindi félagsmálastjóra dags. 8. febrúar 1999 varðandi umsóknir um styrki til Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna átaksverkefna. Alls bárust 7 umsóknir sem nema 81 mannmánuði og eru 6 frá félagasamtökum og stofnunum bæjarins og fela í sér umsókn um mótframlag Akureyrarbæjar í alls 78 mannmánuði, áætlaður kostnaður er um 2,6 milljónir króna.
Bæjarráð mælir með því að verkefnin fái styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði, en ákvörðun um mótframlag er frestað þar til ákvörðun Atvinnuleysistryggingasjóðs um styrkveitingarnar liggur fyrir.
7. Randers. Mót eldri borgara í maí árið 2000.
BR990116
Með bréfi frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, er tilkynnt um mót eldri borgara í Randers dagana 9.- 12. maí árið 2000.
Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni tengilið.
Bæjarráð tilnefnir Ingólf Ármannsson sem tengilið.
8. Reikningsyfirlit janúar - desember 1998.
BR990126
Fjármálastjóri mætti til fundarins undir þessum lið. Lagði hann fram og skýrði reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - desember 1998.
9. Skuldabréfaútboð.
BR990125
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tilboðum í sölu á skuldabréfum fyrir Bæjarsjóð Akureyrar að upphæð 700 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að taka frávikstilboði II frá Kaupþingi Norðurlands og Kaupþingi.
10. Verkalýðsfélagið Eining. Fyrirspurn um kjarasamninga er varða starfsfólk á sambýlum fatlaðra.
BR981129
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 25. nóvember 1998.
Lagðir fram minnispunktar félagsmálastjóra frá fundi með félagsmálaráðherra þar sem fram kemur að lagabreytinga er að vænta fyrir vorið til að leysa þetta atriði.
Bæjarráð tekur málið til afgreiðslu þegar ný lög liggja fyrir.
Fundi slitið kl. 11.36.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-