Bæjarráð

2028. fundur 18. febrúar 1999

Bæjarráð 18. febrúar 1999.

2734. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 18. febrúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 17. desember 1998.
BR990130
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
2. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 3. febrúar 1999.
BR990140
Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.
3. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fjárhagsvandi Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar.
BR990150
Erindi dags. 15. febrúar 1999 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir 2ja millj. króna fyrirframgreiðslu frá Akureyrarbæ vegna væntanlegs uppgjörs Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar.
Bæjarráð samþykkir erindið og mun taka málið upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
4. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990155
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 8. febrúar 1999.
BR990154
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar. Jafnframt eru lagðar fram tillögur að starfslýsingum og skipuriti og farið fram á samþykki sveitarfélagsins fyrir lok febrúar 1999.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar starfslýsingar.
6. Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar. Varðar ársreikning Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.
BR990153
Lagt fram erindi dags. 11. febrúar s.l. frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar vegna ársreiknings 1998.
7. Siglufjarðarkaupstaður. Kynningarátak vegna jarðgangamála.
BR990135
Með bréfi dags. 5. febrúar 1999 óskar Siglufjarðarkaupstaður eftir þátttöku nágrannabyggðarlaga Siglufjarðar í kynningarátaki og kostnaði vegna jarðgangamála. Vinna við gerð bæklings er á lokastigi hjá GSP Almannatengslum ehf.
Bæjarráð samþykkir að koma að þátttöku í kynningarfundi sem haldinn verður á Akureyri.
8. Siglingaklúbburinn Nökkvi. Siglingaaðstaða á Glerá fyrir kajakmenn.
BR990136
Erindi dags. 2. febrúar 1999 frá Siglingaklúbbnum Nökkva, þar sem spurst er fyrir um möguleika á að koma upp siglingaaðstöðu á Glerá fyrir kajakmenn.
Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
9. Kjartan Smári Höskuldsson og Marinó Örn Tryggvason. Sækja um styrk til að sækja námstefnu til að skipuleggja forvarnir gegn fíkniefnum.
BR990138
Með bréfi dags. 8. febrúar s.l. fara Kjartan Smári Höskuldsson og Marinó Örn Tryggvason fram á styrk vegna þátttöku í námstefnu á vegum Evrópusambandsins um forvarnir gegn fíkniefnum, sem fram fer í Moskvu.
Erindinu vísað til áfengis- og vímuvarnanefndar.
10. Þorsteinn Hjaltason. Krossanesverksmiðjan.
BR990139
Lagt fram bréf frá Þorsteini Hjaltasyni dags. 5. febrúar 1999 og varðar mengun frá Krossanesverksmiðjunni.
Bæjarstjóri mun svara bréfritara.
11. Umsóknir um starf stjórnanda á þjónustusviði.
BR990144
Sviðsstjóri þjónustusviðs mætti á fundinn og kynnti umsóknir sem borist hafa um starf stjórnanda á þjónustusviði.
12. Húsaleigustyrkur Íþróttabandalags Akureyrar.
IT990003
Á fundi bæjarstjórnar 2. febrúar s.l. var 2. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. janúar s.l. um húsaleigustyrk Íþróttabandalags Akureyrar vísað til bæjarráðs.
Bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.
13. Félag íslenskra náttúrufræðinga. Beiðni um gerð kjarasamnings vegna félagsmanna Fín sem starfa hjá Akureyrarbæ.
BR990145
Erindi dags. 9. febrúar 1999 frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga (Fín) með beiðni um gerð kjarasamnings vegna félagsmanna Fín sem starfa hjá Akureyrarbæ.
Erindinu vísað til kjarasamninganefndar.
14. Foreldrafélag Pálmholts.
BR990129
Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Pálmholts dags. 3. febrúar s.l., þar sem foreldrafélagið lýsir áhyggjum sínum með stöðu mála og sparnaðaráform er varða rekstur leikskóla á Akureyri og þá sérstaklega hvað varðar viðhald leikskólans Pálmholts.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.
15. Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 44/1999.
BR990146
Lagðar fram breytingar á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 105/1996 og breytingar á reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 653/1997.
Bæjarráð ítrekar fyrri umsagnir og athugasemdir bæjarstjórnar Akureyrar um þær reglur sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar eftir.
16. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
BR990151
Erindi dags. 11. febrúar 1999 frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þar sem segir að sambandið hafi áhuga á að gera tilraun með að halda úti "skrifstofu" á Akureyri til að efla tengsl við landsbyggðina og félögin úti á landi. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málið.
Bæjarráð fagnar áhuga bréfritara á því að starfa hér á Akureyri og felur bæjarstjóra að eiga viðræður um málið.
17. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Aðalfundarboð 23. febrúar 1999.
BR990161
Auglýstur hefur verið aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. 1999, í matsal félagsins, þriðjudaginn 23. febrúar n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
18. Fóðurverksmiðjan Laxá h.f. Aðalfundarboð 23. febrúar 1999.
BR990160
Með bréfi mótteknu 16. febrúar 1999 er boðað til aðalfundar Fóðurverksmiðjunnar Laxár h.f. 1999, á Hótel KEA, þriðjudaginn 23. febrúar n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
19. Sameining sveitarfélaga.
BR990163
Lögð var fram tillaga frá bæjarstjóra til bæjarráðs varðandi sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Í framhaldi umræðna samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun:
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn Akureyrar samþykki eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akureyrar óskar eftir viðræðum við sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu um sameiningu í eitt sveitarfélag.
Bæjarstjórn Akureyrar fer þess á leit við aðrar sveitarstjórnir á svæðinu að þær skipi fulltrúa sína til viðræðna svo hægt sé að ganga úr skugga um vilja sveitarfélaganna til sameiningar.
Fundi slitið kl. 11.35.

Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-