Bæjarráð

2029. fundur 25. febrúar 1999

Bæjarráð 25. febrúar 1999.

2735. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 18. febrúar 1999.
BR990183
Fundargerðin er í 10. liðum.
8. liður: Húsnæðisnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úthlutun leiguíbúða verði sett á einn stað og setur fram hugmyndir að úthlutunarreglum. Ennfremur leggur nefndin til að húsaleigubætur verði teknar upp á allar leiguíbúðir bæjarins.
Bæjarráð óskar eftir frekari útfærslu nefndarinnar á þeim hugmyndum sem settar eru fram.
2. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 22. febrúar 1999.
BR990172
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Vísað til kjarasamninganefndar.
4. liður: Vísað til félagsmálaráðs.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
3. Aldamótanefnd. Fundargerð dags. 19. febrúar 1999.
BR990181
Fundargerðin er í 8 liðum.
8. liður: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4. Hátíðahöld árið 2000.
BR981074
Með bréfi dags. 19. febrúar 1999 frá aldamótanefnd er rakin staða mála v/verkefna á árinu 2000 og óskað eftir úrlausn í fjármálum þessa árs, þannig að unnt sé að halda undirbúningi áfram.
Bæjarráð samþykkir að veita 1.000.000 króna fjárveitingu til undirbúnings hátíðahalda árið 2000. Fjárveiting til verkefnisins verður tekin upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Bæjarráð heimilar þar með að samkeppni verði haldin um gerð útilistaverks. Óskað er nánari upplýsinga um kostnað og útgáfu Eyfirðingabókar áður en ákvörðun um fjárveitingu til þess verkefnis verður tekin. Ákvörðun um fjárveitingu vegna þátttöku í hátíðadagskrá á aldamótaári verður tekin við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Ekki er ásættanlegt að veita fjárveitingu til ófyrirséðs kostnaðar á þessu stigi máls.
5. Eyþing. Fundargerðir stjórnar dags. 5. og 11. janúar 1999.
BR990167
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
6. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 18. febrúar 1999.
BR990176
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.
7. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 5. febrúar 1999.
BR990169
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.
8. Greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál.
BR990156
Lögð var fram greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál.
Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til þess að vinna að útfærslu tillögu vinnuhópsins. Vinna nefndarinnar miðist við það að greina kosti og galla tillögunnar og ennfremur að leggja mat á fjárhagslega þætti þess fyrir bæjarsjóð sem fylgdu því að færa allar fasteignir bæjarins í breytt rekstrarform.
Bæjarráð frestar tilnefningu í nefndina til næsta fundar.
9. Starfsmannafélag Akureyrar. Lífeyrissjóðsmál.
BR990166
Lagt fram bréf dags. 15. febrúar 1999 þar sem stjórn Starfsmannafélags Akureyrarbæjar áréttar afstöðu sína vegna aðildar félagsmanna STAK að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga (LSS) eða Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og að knýjandi sé að bæjarstjórn Akureyrar taki ákvörðun um aðild að nýjum lífeyrissjóði fyrir þá starfsmenn sem koma til starfa hjá Akureyrarbæ eftir 1. janúar 1999.
10. Landvari, félag íslenskra vöruflytjenda.
BR981155
Með bréfi dags. 4. febrúar s.l. þakkar Landvari, félag íslenskra vöruflytjenda Akureyrarbæ stuðning og jákvæða afstöðu í baráttu félagsins gegn gífurlegri hækkun á þungaskatti, sem vöruflytjendur á lengri flutningaleiðum stóðu frammi fyrir eftir lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi vorið 1998. Einnig fylgja upplýsingar um gang málsins.
11. Byggðastofnun. Skipting útgjalda og stöðugilda hjá ríkissjóði og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins 1994 til 1997.
BR990170
Lögð var fram skýrsla Byggðastofnunar um skiptingu útgjalda og stöðugilda hjá ríkissjóði og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins 1994 til 1997, unnin hjá fyrirtækinu Nýsi h.f.
12. Vegagerðin. Veghald þjóðvega á Akureyri.
BR990174
Erindi dags. 11. febrúar 1999 þar sem Vegagerðin leitar eftir endurnýjun á samningi um viðhald þjóðvega á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
13. Félagsmálaráðuneytið. Eftirlitsnefnd til að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga.
BR990180
Með bréfi dags. 12. febrúar 1999 frá Félagsmálaráðuneytinu er tilkynnt um skipun 3ja manna eftirlitsnefndar sem hafi það hlutverk að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga.
14. Punkturinn.
BR990184
Erindi dags. 22. febrúar 1999 frá Eiríki Bj. Björgvinssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi flutning Punktsins frá Gleráreyrum. Einnig fylgir kostnaðaráætlun vegna flutnings á starfseminni frá Kristbjörgu Magnadóttur forstöðumanni Punktsins, greinargerð frá Ágústi Berg og bréf frá formanni menningarmálanefndar Þresti Ásmundssyni.
Bæjarráð samþykkir að Punkturinn flytjist á fjórðu hæð í húsnæði Listasafnsins í Listagili og vísar kostnaði sem af því leiðir til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð leggur áherslu á að kostnaði við framkvæmdina verði haldið í algjöru lágmarki.
15. Samningur um barnadeild FSA.
BR990186
Lagður var fram viðaukasamningur um verklok barnadeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki samninginn fyrir sitt leyti og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
16. Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Sorpurðunarmál.
BR990187
Sigurður J. Sigurðsson, fulltrúi Akureyrarbæjar í nefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar gerði bæjarráði grein fyrir þeim hugmyndum sem uppi eru í þeirri vinnu varðandi framtíðarfyrirkomulag sorpmála á Eyjafjarðarsvæðinu.
17. Skrá yfir bæjarábyrgðir 31. desember 1998.
BR990188
Lögð var fram skrá yfir bæjarábyrgðir 31. desember 1998 frá bæjarlögmanni.
18. Stefnumótun í málefnum grunnskóla Akureyrar og nemendaspá fyrir leikskóla og grunnskóla.
BR990171 og SK990011
Á fundi bæjarstjórnar 16. febrúar s.l. var 1. lið í fundargerð skólanefndar frá 1. febrúar 1999 um stefnumótun í málefnum grunnskóla Akureyrar vísað til bæjarráðs.
Einnig var lögð fram skýrsla um "Nemendaspá fyrir leikskóla og grunnskóla" unnin af Ingólfi Ármannssyni og Hjalta Jóhannessyni.
Til fundarins mættu undir þessum dagskrárlið bæjarfulltrúarnir, Elsa Friðfinnsdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Valgerður Hrólfsdóttir og Þórarinn B. Jónsson og formaður skólanefndar Jón Kr. Sólnes. Einnig mættu til fundarins Dan Brynjarsson fjármálastjóri, Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur, Guðmundur Þór Ásmundsson skólafulltrúi og Ingólfur Ármannsson fræðslumálastjóri.
Bæjarráð mun gera ákveðnar tillögur um meðferð málsins til bæjarstjórnar.
19. Tillaga og greinargerð varðandi húsnæði Brekkuskóla.
SK990013
Á fundi bæjarstjórnar 16. febrúar s.l. var 5. lið í fundargerð skólanefndar frá 1. febrúar 1999 vísað til bæjarráðs.
Lögð fram tillaga og greinargerð varðandi húsnæði Brekkuskóla frá Birni Þórleifssyni og Guðmundi Þór Ásmundssyni.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Fundi slitið kl. 12.15.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-