Bæjarráð

2030. fundur 04. mars 1999

Bæjarráð 4. mars 1999.

2736. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 4. mars kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum.
Þetta gerðist:
1. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 1. mars 1999.
BR990204
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 3.6: Afgreiðslu frestað.
Liður 3.7: Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna niðurstöður stýrihóps og skýrslu vinnuhóps um tæknisvið áður en þær verða teknar til afgreiðslu.
Liður 3.10: Bæjarráð felur framkvæmdanefnd að gangast fyrir þeirri athugun sem hér um ræðir.
Liður 3.11: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.
Aðrir liðir fundargerðarinnar þarfnast ekki afgreiðslu.
2. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Styrkumsókn vegna rannsókna- og þróunarverkefnisins "Blöndun í skólastarfi".
BR981345
Bæjarráð 7. janúar s.l. vísaði erindinu til umsagnar í skólanefnd. Í bókun skólanefndar 22. febrúar s.l., lið 3. c er mælt með að Akureyrarbær styrki Evrópuverkefnið um rannsóknir og kynningu á reynslu af kennslu fjölfatlaðra nemenda í almennum bekkjardeildum, en vísar erindinu áfram til bæjarráðs, þar sem skólanefnd hafi ekki fjármagn til að styrkja verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk í ár til verkefnisins. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.
3. Menntamálaráðuneytið. Málefni Leikfélags Akureyrar.
BR990182
Með bréfi dags. 18. febrúar 1999 er tilkynnt um fulltrúa ríkisins í viðræðuhóp um fyrirkomulag og rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri, þau Karitas H. Gunnarsdóttur og Auði B. Árnadóttur frá menntamálaráðuneytinu og Leif Eysteinsson frá fjármálaráðu-neytinu.
Bæjarráð skipar bæjarstjóra Kristján Þór Júlíusson, Þröst Ásmundsson og Sigurð Hróarsson til viðræðna við ríkið um málið.
4. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Tilnefning í stjórn.
BR990193
Með bréfi dags. 25. febrúar s.l. óskar Félagsstofnun stúdenta á Akureyri eftir tilnefningu á fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn til næstu tveggja ára.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Dan Brynjarsson sem aðalmann og Braga Ingimarsson sem varamann í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
5. Greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál.
BR990156
Á fundi bæjarráðs 25. febrúar s.l. var samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til þess að vinna að útfærslu tillagna vinnuhóps um húsnæðismál.
Bæjarráð skipar þá Sigurður J. Sigurðsson, Jóhann G. Sigurðsson og Odd Helga Halldórsson í vinnuhópinn. Sigurði J. Sigurðssyni er falið að kalla hópinn saman.
6. Lúðrasveit Akureyrar. Styrkumsókn.
BR990190
Með ódags. bréfi, mótteknu 24. febrúar s.l. leitar Lúðrasveit Akureyrar eftir fjárstuðningi Akureyrarbæjar vegna búningakaupa hljómsveitarinnar.
Bæjarráð samþykkir að veita hljómsveitinni styrk að upphæð kr. 800.000 sem greiðast út á tveimur árum, þar af greiðast 300.000 krónur á þessu ári. Styrkurinn verði háður þeim skilmálum sem fram koma í erindi sveitarinnar.
7. Sameining sveitarfélaga.
BR990163
Lögð fram bókun bæjarráðs Siglufjarðar frá 23. febrúar s.l. þar sem fagnað er framkominni tillögu bæjarráðs Akureyrar um viðræður sveitarfélaga í Eyjafirði ásamt Ólafsfirði og Siglufirði um hugsanlega sameiningu þeirra í eitt stórt öflugt sveitarfélag. Verði af viðræðum lýsir ráðið yfir vilja bæjaryfirvalda á Siglufirði til þátttöku í þeim frá upphafi.
Bæjarráð fagnar þeirri afstöðu til málsins sem fram kemur í bókun bæjarráðs Siglufjarðar.
8. Knattspyrnusamband Íslands. Ályktun 53. ársþings KSÍ.
BR990199
Lögð fram ályktun 53. ársþings KSÍ frá 19.- 21. febrúar s.l. þar sem þing KSÍ skorar á stjórn Akureyrarbæjar að ekki verði tekin ákvörðun um að leggja Akureyrarvöll niður án þess að jafngóð eða betri aðstaða verði fyrir hendi.
9. Fóðurverksmiðjan Laxá h.f. Fundargerð aðalfundar dags. 23. febrúar 1999.
BR990200
Lögð var fram til kynningar fundargerð í 9 liðum frá aðalfundi Fóðurverksmiðjunnar Laxár h.f. 23. febrúar 1999.
10. Ráðning stjórnanda á þjónustusviði.
BR990144
Lagður var fram listi yfir umsækjendur: Anna Ólafsdóttir, Arnar Már Sigurðsson, Elín Antonsdóttir, Jón A. Tynes og Óli Jón Jónsson. Jón A. Tynes hefur dregið umsókn sína til baka.
Bæjarráð samþykkir að ráða Elínu Antonsdóttur í starfið.
Oddur Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.
Jafnframt er lagt til að gerður verði ráðningarsamningur við Elínu Antonsdóttur. Einnig verði gerður nýr ráðningarsamningur við Gunnar Frímannsson, sem starfað hefur á sviðinu. Báðir samningarnir verði gerðir í samráði við kjarasamninganefnd.
11. Sumarvinna.
BR990203
Rætt um reglur vegna sumarstarfa 1999.
Sviðsstjóra þjónustusviðs falið að ganga frá reglunum í samræmi við umræður á fundinum.
12. Stefnumótun í málefnum grunnskóla Akureyrar og nemendaspá fyrir leikskóla og grunnskóla.
BR990110
Fram haldið umræðum um greinargerð vegna stefnumótunar í málefnum grunnskóla Akureyrar og nemendaspá, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 25. febrúar s.l.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að skólanefnd vinni áfram úr tillögum stýrihópsins, forgangsraði verkefnum og leggi fyrir fund bæjarráðs, ásamt kostnaðarmati helstu útgjaldaþátta í stofn- og rekstrarkostnaði.
Fundi slitið kl. 11.30.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-