Bæjarráð

2031. fundur 11. mars 1999

Bæjarráð 11. mars 1999.

2737. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum.
Þetta gerðist:
1. Aldamótanefnd. Fundargerð dags. 8. mars 1999.
BR990242
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Bæjarráð tilnefnir Sigurð J. Sigurðsson, Þröst Ásmundsson og Sigfríði Þorsteinsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í dómnefnd.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu.
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 8. mars 1999.
BR990243
Fundargerðin er í 9 liðum.
1. liður - fjárhagsáætlun vegna sumarvistunar 1999. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
2. liður - nýbygging við leikskólann Iðavöll. Bæjarráð fellst á tillögu nefndarinnar um grenndarkynningu.
3. Framkvæmdaþörf við skólana í ljósi nemendaspár.
SK990026
Á fundi bæjarstjórnar 2. mars s.l. var 4. lið í fundargerð skólanefndar frá 22. febrúar 1999 vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar til bókunar við lið 12. frá fundi þess 04.03. s.l. varðandi meðferð málsins.
4. Tillaga og greinargerð varðandi húsnæði Brekkuskóla.
SK990013
Tekinn fyrir að nýju 5. liður í fundargerð skólanefndar frá 1. febrúar s.l. sem frestað var á fundi bæjarráðs 25. febrúar s.l.
Bæjarráð vísar til bókunar við lið 12. frá fundi þess 04.03. s.l. varðandi meðferð málsins
5. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 1. mars 1999.
BR990229
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Bæjarráð bendir nefndinni á að unnið er að samræmingu á samþykktum fyrir nefndir bæjarins ásamt erindisbréfum starfsmanna og frestar afgreiðslu málsins.
6. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Afrit af bréfi þjónustuhóps aldraðra til félagsmálaráðs.
BR990222
Lagt fram afrit af bréfi þjónustuhóps aldraðra til félagsmálaráðs, þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna þróunar í vistunarmálum aldraðra á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar.
Bæjarráð beinir því til félagsmálaráðs að taka upp viðræður við FSA um vistunarmál aldraðra og óskar jafnframt eftir hugmyndum um úrræði.
7. Hafnarstræti 103. Leiktjald.
BN990047
Á fundi bæjarstjórnar 2. mars s.l. var 14. lið í fundargerð bygginganefndar frá 17. febrúar 1999 vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkfræðingi og byggingafulltrúa að endurskoða reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri og frestar afgreiðslu á 14. lið í fundargerð bygginganefndar frá 17.02. 1999, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs.
8. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
BR990151
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í framhaldi af fundi bæjarstjóra og forráðamanna sambandsins 26. febrúar s.l.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Kostnaði verði mætt af liðnum ýmis útgjöld og húsnæði verði tekið undir starfsemina að Glerárgötu 26.
9. Unglingavinna 1999.
BR990232
Rætt um sumarvinnu hjá 14, 15 og 16 ára unglingum.
Bæjarráð samþykkir að 16 ára unglingum fæddum 1983 verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, samtals 210 vinnustundir.
Vinna 14 og 15 ára verði 122,5 vinnustundir á 7 vikum.
Starfsmannastjóra er falið að auglýsa eftir umsóknum um þessi störf.
10. Magnús Már Þorvaldsson f.h. Ferðamálafélags Eyjafjarðar. Styrkumsókn vegna fjölskylduhátíðarinnar "Halló páskar".
BR990206
Lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar dags. 27. febrúar 1999, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna páskahátíðar á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 300.000 sem greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.
11. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 8. mars 1999.
BR990208
Fundargerðin er í 9 liðum.
4. liður: Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu.
12. Kappakstursklúbbur Akureyrar.
BR990244
Erindi dags. 9. mars 1999 frá Kappakstursklúbbi Akureyrar um aksturssvæði í bæjarlandinu.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og íþrótta- og tómstundaráðs til athugunar.
13. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 2. mars 1999.
BR990221
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.
14. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 26. febrúar 1999.
BR990226
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
15. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 24. febrúar 1999.
BR990228
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
Kostnaði Akureyrarbæjar sem leiðir af samþykkt héraðsnefndar á 5. lið fundargerðarinnar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
16. Samband íslenskra sveitarfélaga. Afrit af umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulags- og byggingalögum, skipulag miðhálendis.
BR990212
Lögð fram umsögn sambandsins við framangreint frumvarp.
17. Samband íslenskra sveitarfélaga. Afrit af umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra.
BR990213
Lögð fram umsögn sambandsins við framangreint frumvarp.
18. Byggingarfélagið Lind ehf. Hafnarstræti 97, 4. hæð.
BR981084
Lagður fram samningur vegna leigumála í Hafnarstræti 97.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins til málsins.
19. Önnur mál.
BR990104
a) Lagt var fram erindi frá Ako-plast þar sem óskað er eftir að fá húsnæði Rafveitu Akureyrar til kaups.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum og vinna að frekari athugun málsins.
Fundi slitið kl. 11.15.

 

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-