- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Bæjarráð 11. mars 1999. |
2737. fundur.
|
![]() |
Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð. |
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum. |
![]() |
Þetta gerðist: |
![]() |
1. Aldamótanefnd. Fundargerð dags. 8. mars 1999. |
BR990242 |
Fundargerðin er í 4 liðum. |
1. liður: Bæjarráð tilnefnir Sigurð J. Sigurðsson, Þröst Ásmundsson og Sigfríði Þorsteinsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í dómnefnd. |
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu. |
![]() |
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 8. mars 1999. |
BR990243 |
Fundargerðin er í 9 liðum. |
1. liður - fjárhagsáætlun vegna sumarvistunar 1999. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar. |
2. liður - nýbygging við leikskólann Iðavöll. Bæjarráð fellst á tillögu nefndarinnar um grenndarkynningu. |
![]() |
3. Framkvæmdaþörf við skólana í ljósi nemendaspár. |
SK990026 |
Á fundi bæjarstjórnar 2. mars s.l. var 4. lið í fundargerð skólanefndar frá 22. febrúar 1999 vísað til bæjarráðs. |
Bæjarráð vísar til bókunar við lið 12. frá fundi þess 04.03. s.l. varðandi meðferð málsins. |
![]() |
4. Tillaga og greinargerð varðandi húsnæði Brekkuskóla. |
SK990013 |
Tekinn fyrir að nýju 5. liður í fundargerð skólanefndar frá 1. febrúar s.l. sem frestað var á fundi bæjarráðs 25. febrúar s.l. |
Bæjarráð vísar til bókunar við lið 12. frá fundi þess 04.03. s.l. varðandi meðferð málsins |
![]() |
5. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 1. mars 1999. |
BR990229 |
Fundargerðin er í 5 liðum. |
3. liður: Bæjarráð bendir nefndinni á að unnið er að samræmingu á samþykktum fyrir nefndir bæjarins ásamt erindisbréfum starfsmanna og frestar afgreiðslu málsins. |
![]() |
6. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Afrit af bréfi þjónustuhóps aldraðra til félagsmálaráðs. |
BR990222 |
Lagt fram afrit af bréfi þjónustuhóps aldraðra til félagsmálaráðs, þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna þróunar í vistunarmálum aldraðra á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar. |
Bæjarráð beinir því til félagsmálaráðs að taka upp viðræður við FSA um vistunarmál aldraðra og óskar jafnframt eftir hugmyndum um úrræði. |
![]() |
7. Hafnarstræti 103. Leiktjald. |
BN990047 |
Á fundi bæjarstjórnar 2. mars s.l. var 14. lið í fundargerð bygginganefndar frá 17. febrúar 1999 vísað til bæjarráðs. |
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkfræðingi og byggingafulltrúa að endurskoða reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri og frestar afgreiðslu á 14. lið í fundargerð bygginganefndar frá 17.02. 1999, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. |
![]() |
8. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. |
BR990151 |
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, í framhaldi af fundi bæjarstjóra og forráðamanna sambandsins 26. febrúar s.l. |
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Kostnaði verði mætt af liðnum ýmis útgjöld og húsnæði verði tekið undir starfsemina að Glerárgötu 26. |
![]() |
9. Unglingavinna 1999. |
BR990232 |
Rætt um sumarvinnu hjá 14, 15 og 16 ára unglingum. |
Bæjarráð samþykkir að 16 ára unglingum fæddum 1983 verði gefinn kostur á 6 vikna vinnu í sumar, 7 tíma á dag, samtals 210 vinnustundir. |
Vinna 14 og 15 ára verði 122,5 vinnustundir á 7 vikum. |
Starfsmannastjóra er falið að auglýsa eftir umsóknum um þessi störf. |
![]() |
10. Magnús Már Þorvaldsson f.h. Ferðamálafélags Eyjafjarðar. Styrkumsókn vegna fjölskylduhátíðarinnar "Halló páskar". |
BR990206 |
Lagt fram erindi frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar dags. 27. febrúar 1999, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna páskahátíðar á Akureyri. |
Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 300.000 sem greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs. |
![]() |
11. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 8. mars 1999. |
BR990208 |
Fundargerðin er í 9 liðum. |
4. liður: Bæjarstjóra falið að svara erindinu. |
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu. |
![]() |
12. Kappakstursklúbbur Akureyrar. |
BR990244 |
Erindi dags. 9. mars 1999 frá Kappakstursklúbbi Akureyrar um aksturssvæði í bæjarlandinu. |
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og íþrótta- og tómstundaráðs til athugunar. |
![]() |
13. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 2. mars 1999. |
BR990221 |
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar. |
![]() |
14. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 26. febrúar 1999. |
BR990226 |
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar. |
![]() |
15. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 24. febrúar 1999. |
BR990228 |
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar. |
Kostnaði Akureyrarbæjar sem leiðir af samþykkt héraðsnefndar á 5. lið fundargerðarinnar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. |
![]() |
16. Samband íslenskra sveitarfélaga. Afrit af umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulags- og byggingalögum, skipulag miðhálendis. |
BR990212 |
Lögð fram umsögn sambandsins við framangreint frumvarp. |
![]() |
17. Samband íslenskra sveitarfélaga. Afrit af umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra. |
BR990213 |
Lögð fram umsögn sambandsins við framangreint frumvarp. |
![]() |
18. Byggingarfélagið Lind ehf. Hafnarstræti 97, 4. hæð. |
BR981084 |
Lagður fram samningur vegna leigumála í Hafnarstræti 97. |
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins til málsins. |
![]() |
19. Önnur mál. |
BR990104 |
a) Lagt var fram erindi frá Ako-plast þar sem óskað er eftir að fá húsnæði Rafveitu Akureyrar til kaups. |
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum og vinna að frekari athugun málsins. |
![]() |
Fundi slitið kl. 11.15.
|
Ásgeir Magnússon
|
|
Sigurður J. Sigurðsson
|
Jakob Björnsson
|
Valgerður Hrólfsdóttir
|
Oddur H. Halldórsson
|
Kristján Þór Júlíusson
|
|
![]() |
|
Heiða Karlsdóttir
|
|
-fundarritari-
|