Bæjarráð

2032. fundur 18. mars 1999

Bæjarráð 18. mars 1999.

2738. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 18. mars kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Þetta gerðist:
1. Stjórnarnefnd vegna umhverfisátaks. Fundargerðir dags. 7. desember 1998,
20. janúar og 9. mars 1999.
BR990248
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
2. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 9. mars 1999.
BR990250
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
3. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 1. mars 1999.
BR990246
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Hálandaleikarnir á Íslandi. Beiðni um styrk.
BR990234
Með ódags. bréfi, mótteknu 8. mars 1999 frá Hjalta Árnasyni og Andrési Guðmundssyni f.h. Hálandaleikanna á Íslandi er óskað eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna Hálandaleikanna sumarið 1999.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.
5. Slippstöðin h.f. Viðgerð á dráttarbraut.
BR990235
Erindi dags. 8. mars 1999 frá Slippstöðinni h.f. þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um viðgerð á s.k. stóru dráttarbraut, í framhaldi af viðræðum Slippstöðvarinnar h.f. og Hafnasamlagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Slippstöðina h.f. og stjórn Hafnasamlagsins.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefna um nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga.
BR990239
Með bréfi mótteknu 9. mars 1999 frá Samband íslenskra sveitarfélaga er tilkynnt um ráðstefnu um nýjar leiðir í stjórnun sveitarfélaga sem haldin verður að Grand Hótel í Reykjavík 18. mars 1999.
7. Félagsmálaráðherra. Skýrsla um framkvæmd verkefnis um reynslusveitarfélög 1997-1998.
BR990240
Lögð var fram til upplýsinga skýrsla félagsmálaráðherra um framkvæmd verkefnis um reynslusveitarfélög 1997-1998.
Bæjarráð vísar skýrslunni til reynsluverkefnanefndar.
8. Umhverfisráðuneytið. Úrskurður vegna kæru Krossaness h.f.
BR990241
Með bréfi umhverfisráðuneytisins dags. 05.03. 1999 fylgir úrskurður ráðuneytisins vegna kæru Lárusar L. Blöndal f.h. Krossaness h.f. vegna starfsleyfis Krossaness, sem útgefið var af Hollustuvernd ríkisins 22.12. 1998.
Lagt fram til kynningar.
9. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Beiðni um styrk v. umdæmisþings Kiwanisumdæmisins Ísland Færeyjar.
BR990249
Erindi dags. 5. mars 1999 frá Kiwanisklúbbnum Kaldbak með beiðni um styrk vegna umdæmisþings sem haldið verður á Akureyri dagana 20.- 22. ágúst n.k.
Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.
10. Landsvirkjun. Ársskýrsla 1998 og aðalfundarboð 23. apríl 1999.
BR990251
Með bréfi dags. 10. mars s.l. frá Landsvirkjun er boðað til aðalfundar 23. apríl 1999.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
11. Landsvirkjun
BR990263
Erindi dags. 17. mars 1999 frá Landsvirkjun þar sem tilkynnt er að 3. samráðsfundur fyrirtækisins verði haldinn föstudaginn 23. apríl n.k. í Háskólabíói.
Jafnframt er þess farið á leit að tilnefndir verði 4 fulltrúar Akureyrarbæjar, sem eins eigenda Landsvirkjunar, til að sitja fundinn og jafnmarga varamenn og er tilnefningin til eins árs í senn.
Bæjarstjóra falið að tilkynna um fulltrúa Akureyrarbæjar til Landsvirkjunar.
12. Aðalfundur Minjasafnsins. Kosning fulltrúa bæjarins.
BR990257
Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 10. mars 1999, þar sem tilkynnt er um aðalfund 30. mars n.k. og óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sinn á aðalfund og varamann.
Bæjarfulltrúum verði gefinn kostur á að sitja fundinn eða tilnefna mann í sinn stað.
Bæjarstjóri mun fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
13. Önnur mál.
BR990258
a) Næsti fundur í bæjarstjórn verður haldinn þriðjudaginn 30. mars n.k.
Fundi slitið kl. 10.10.

 

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-