Bæjarráð

2033. fundur 25. mars 1999

Bæjarráð 25. mars 1999.

2739. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 25. mars kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum.
Þetta gerðist:
1. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 16. mars 1999.
BR990284
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Lögð voru fram drög að byggingarsamningum við íþróttafélög.
5. liður: Lögð voru fram drög að reglum og verkaskiptingu vegna skipulags 17. júní hátíðarhalda á Akureyri 1999.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á 3. lið.
5. liður: Að loknum umræðum og gerðum athugasemdum staðfestir bæjarráð reglurnar og felur fræðslumálastjóra frágang málsins í samræmi við umræður á fundinum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 22. mars 1999.
BR990285
Fundargerðin er í 8 liðum.
3. liður: Stefnumótun í málefnum grunnskóla Akureyrar, byggingarmál Oddeyrarskóla og húsnæðismál Brekkuskóla.
Bæjarráð vísar liðnum til gerðar þriggja ára áætlunar, en þeim atriðum sem snúa að undirbúningi og hönnun við Oddeyrarskóla er vísað til framkvæmdanefndar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 18. mars 1999.
BR990278
Fundargerðin er í 7 liðum.
7. liður: Lögð fram útfærsla húsnæðisnefndar á úthlutun leiguíbúða og upptöku húsaleigubóta.
Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálaráðs um fyrirliggjandi tillögur.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 22. mars 1999.
BR990280
Fundargerðin er í 10 liðum.
Bæjarráð vísar 2., 3. og 6. lið til skólanefndar.
5. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fundargerð dags. 10. mars 1999.
BR990262
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.
6. Bílaklúbbur Akureyrar. Ósk um landsvæði og samstarf við Akureyrarbæ.
BR990268
Með ódags. bréfi frá Bílaklúbbi Akureyrar er óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um landsvæði þar sem möguleikar yrðu fyrir mótorsportkeppnir og æfingasvæði, t.d. hálkubrautir fyrir ökukennslu.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs og skipulagsnefndar.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga. Dagur umhverfisins 25. apríl 1999.
BR990269
Með bréfi dags. 17. mars s.l. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgir fréttatilkynning umhverfisráðuneytisins varðandi Dag umhverfisins 25. apríl. Lagt fram til kynningar.
8. Menntaþing frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila sem starfa á vettvangi tómstunda-, íþrótta- og félagslífs. Boð um styrktaraðild.
BR990271
Lögð var fram dagskrá þingsins sem haldið verður á Hótel Loftleiðum 10. apríl 1999. Óskað er eftir fjárstyrk til þinghaldsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9. Slökkvilið Akureyrar, ráðning slökkviliðsmanna.
FR990018
Með bréfi dags. 18. mars s.l. óskar Bragi Halldórsson f.h. Halldórs Bragasonar, með tilvísun til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að fá afhent ljósrit af öllum málsskjölum er varða ráðningu slökkviliðsmanna, sem staðfest var í bæjarstjórn 16. mars s.l.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
10. Sérstakt verkefni til eflingar tónlistarlífs á Akureyri.
BR990287
Lögð var fram tillaga um sértakt verkefni til eflingar tónlistarlífs á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Kostnaði verði mætt af liðnum 15-903.
11. Ársreikningar Akureyrarbæjar 1998.
BR990286
Lagðir voru fram ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 1998.
Einnig var lögð fram greining á frávikum í rekstri bæjarsjóðs frá fjárhagsáætlun ársins 1998, unnin af Endurskoðun Akureyri h.f.
Á fundinn mættu undir þessum lið bæjarfulltrúi Vilborg Gunnarsdóttir og varabæjarfulltrúarnir Þóra Ákadóttir, Þröstur Ásmundsson og Guðmundur Ómar Guðmundsson og ennfremur Arnar Árnason löggiltur endurskoðandi bæjarsjóðs sem fór yfir og skýrði helstu liði ársreikninganna.
Að lokinni umræðu samþykkti bæjarráð að vísa reikningunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
12. Önnur mál:
BR990282
a) Borist hefur ályktun frá kennarafundi Tónlistarskólans á Akureyri 24. mars 1999 varðandi launamál kennara við skólann.
Formaður bæjarráðs Ásgeir Magnússon vék af fundi kl. 11.40 og varaformaður Sigurður J. Sigurðsson tók við stjórn fundarins.
Fundi slitið kl. 12.18.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-