Bæjarráð

2035. fundur 08. apríl 1999

Bæjarráð 8. apríl 1999.

2740. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 8. apríl kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra. Sviðsstjóri þjónustusviðs sat fundinn að hluta.
Þetta gerðist:
1. Bifreiðastöð Oddeyrar. Lóðarumsókn.
BR990288
Með bréfi dags. 23. mars 1999 frá Bifreiðastöð Oddeyrar ehf. er sótt um lóð við Strandgötu. Auk þess er sótt um leyfi til byggingar 2ja hæða stöðvarhúss, um 120 fermetra að grunnfleti fyrir verslun, bensínsölu og annan skyldan rekstur.
Bæjarráð vísar erindinu til bygginganefndar og skipulagsnefndar.
2. Óbyggðanefnd. Kynning á starfsemi nefndarinnar.
BR990289
Lagt var fram til kynningar dreifibréf til sveitarfélaga dags. 22. mars 1999 frá óbyggðanefnd, sem sett var á stofn með lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998, sem tóku gildi 1. júlí 1998. Í bréfinu er greint frá hlutverki nefndarinnar.
3. Sjálfsbjörg. Samningur um leigu íþróttahúss.
BR990290
Með bréfi dags. 23. mars 1999 frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra Akureyri og nágrenni er óskað eftir viðræðum við Akureyrarbæ um framhald á samningi um leigu íþróttahúss við Bugðusíðu.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.
4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um reynslusveitarfélög nr. 82/1994.
BR990291
Með bréfi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. mars 1999 fylgir frumvarp til laga um breytingu á lögum um reynslusveitarfélög nr. 82/1994, sem félagsmálaráðherra lagði fram til kynningar á 123. löggjafarþingi.
Sveitarfélögum sem fara með reynslusveitarfélagaverkefni er veittur kostur á að gera athugasemdir við frumvarpið. Óskað er eftir að athugasemdirnar hafi borist félagsmálaráðuneytinu fyrir 1. ágúst n.k., þannig að unnt verði að taka tillit til þeirra áður en frumvarpið verður lagt fram að nýju.
Bæjarráð vísar erindinu til reynsluverkefnanefndar.
5. Kiwanisklúbbarnir á Akureyri Embla og Kaldbakur. Styrkumsókn.
BR990293
Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbunum á Akureyri, Emblu og Kaldbak, þar sem sótt er um styrk til Akureyrarbæjar vegna kaupa á reiðhjólahjálmum, en klúbbarnir gefa öllum börnum sem verða 7 ára á árinu hjálma.
Bæjarráð samþykkir að veita Kiwanisklúbbunum 150.000 kr. styrk til verkefnisins.
6. Kísiliðjan h.f. Aðalfundarboð 13. apríl 1999.
BR990295
Með bréfi dags. 22. mars s.l. er boðað til aðalfundar Kísiliðjunnar h.f. á skrifstofu Kísiliðjunnar h.f. í Mývatnssveit, þriðjudaginn 13. apríl n.k. kl. 17.00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
7. Lífeyrissjóður Norðurlands. Boðar til ársfundar 26. apríl 1999.
BR990301
Með bréfi dags. 24. mars s.l. boðar stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands til ársfundar sjóðsins árið 1999, mánudaginn 26. apríl n.k. á 4. hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 og hefst hann kl. 16.00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ýmis mál til fróðleiks.
BR990302
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22. mars 1999, þar sem meðfylgjandi eru ýmsar umsagnir sambandsins á frumvörpum til laga og einnig ýmsar breytingar á lögum sem samþykktar hafa verið á Alþingi.
9. Samband íslenskra sveitarfélaga. Um farandsölu.
BR990305
Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um verslunaratvinnu nr. 28/1998. Með þeim lögum voru hefðbundin verslunarleyfi afnumin sem skilyrði fyrir því að mega stunda verslun. Einungis er nauðsynlegt að skrá aðila í firma- eða hlutafélagaskrá og getur viðkomandi þá stundað sín viðskipti hvar sem er á landinu uppfylli hann önnur skilyrði laganna auk sérlaga sem kunna að eiga við hverju sinni.
Í lögum um verslunaratvinnu er eftirfarandi ákvæði í 7. gr.:
"Að því leyti sem ekki eru sett ákvæði um það í lögum þessum skulu samþykktir sveitarstjórna gilda um réttindi og skyldur þeirra sem stunda farandsölu, hvort sem hún er stunduð í atvinnuskyni eða ekki."
Með þessu ákvæði er sveitarstjórnum veitt heimild til að setja staðbundnar samþykktir um réttindi og skyldur farandsala, telji þær ástæðu til þess.
Sveitarstjórn getur ef hún vill haft stjórn á því hvar farandsala fer fram á almannafæri og áskilið að sótt sé um leyfi ef ætlunin er að vera með farandsölu á almannafæri, s.s. götum, gangstéttum eða torgum, sbr. ákvæði í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga.
Bæjarráð óskar eftir tillögum um meðferð þessa máls frá bæjarverkfræðingi og bæjarlögmanni í tengslum við endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld.
10. Siglingaklúbburinn Nökkvi. Aðstoðarmenn við námskeiðahald.
BR990309
Erindi dags. 29. mars 1999 frá Nökkva, félagi siglingamanna á Akureyri varðandi sumarvinnu unglinga á vegum bæjarins hjá félaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
11. Hús Rafveitu Akureyrar.
BR990267
Í framhaldi af kauptilboði Plastos Umbúða h.f. dags. 10. mars s.l. í eignir Rafveitu Akureyrar, lagði bæjarstjóri fram gagntilboð dags. 31. mars s.l., sem sent hefur verið fyrirtækinu, með hefðbundnum fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akureyrar.
Einnig var lagt fram bréf frá starfsmönnum Rafveitu Akureyrar, þar sem þeir koma á framfæri athugasemdum varðandi hugsanlega sölu á húsnæði Rafveitunnar.
Bæjarstjóri kynnti nýtt tilboð frá Plastos Umbúðum h.f.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
12. Alþingiskosningar 8. maí 1999.
BR990310
Lagt var fram erindi dags. 26. mars 1999 frá Ólafi Birgi Árnasyni formanni yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis eystra vegna alþingiskosninga 8. maí n.k.
Einnig bréf frá formanni kjörstjórnar Akureyrarbæjar Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni dags. 31. mars s.l., þar sem lagt er til að bænum verði skipt upp í 9 kjördeildir, svo sem verið hefur og kjörstaður verði í Oddeyrarskóla. Kjörskrárstofn er miðaður við 17. apríl 1999.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
13. Endurskoðun Akureyri h.f. Ársreikningur og endurskoðun vegna ársins 1998.
BR990317
Lögð var fram greinargerð dags. 30. mars 1999 frá Endurskoðun Akureyri h.f. varðandi ársreikning og endurskoðun vegna ársins 1998.
Bæjarráð vísar greinargerðinni til síðari umræðu um Ársreikning Akureyrarbæjar í bæjarstjórn.
14. Kaupþing Norðurlands. Framtakssjóður Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins.
BR990321
Lagt var fram ódags. erindi, móttekið 6. apríl 1999 frá Kaupþingi Norðurlands þar sem kynntur er Framtakssjóður Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins.
Samkvæmt lögum um Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins sem samþykkt voru á Alþingi þann 13. maí 1997 skal Nýsköpunarsjóður verja 1.000 milljónum af söluandvirði hlutafjár í eigu ríkissjóðs í FBA til hlutabréfakaupa í því skyni að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina, einkum á sviði upplýsinga og hátækni. Til þessa hefur Nýsköpunarsjóður stofnað sérstakan sjóð, Framtakssjóð, sem hefur með höndum umsjón og eftirlit með ráðstöfun þessarar fjárhæðar. Nýsköpunarsjóður mun semja við fjóra aðila um vörslu og ráðstöfun á fjármagni Framtakssjóðs og mun hver aðili fá 250 milljónir króna.
Verðbréfafyrirtæki hafa fengið senda útboðslýsingu og reglur um Framtakssjóð og hefur Kaupþing Norðurlands ákveðið að sækja um að fá einn hluta í sína vörslu til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni með sérstaka áherslu á Norðurland, nái fyrirtækið að uppfylla öll skilyrði umsóknarinnar, en hugmyndin er sú að stærri bæjarfélögin á þessu svæði komi að verkefninu svo og lífeyrissjóðir.
Jafnframt er þess óskað að Akureyrarbær veiti mótframlag til sjóðsins á móti Nýsköpunarsjóði.
Bæjarráð leggur til að Akureyrarbær gerist aðili að slíkum sjóði með framlagi allt að kr. 25 milljónum.
15. Möguleikar fatlaðra til sundiðkana. Álitsgerð starfshóps ásamt fundagerðum.
BR990313
Lögð var fram álitsgerð starfshóps v/úttektar á möguleikum fatlaðra til sundiðkana. Jafnframt voru lagðar fram fundargerðir starfhópsins.
Til fundarins mættu fulltrúar úr starfshópnum þau Sigfríður Þorsteinsdóttir og Þorleifur Stefánsson.
Í framhaldi umræðna samþykkir bæjarráð að vísa álitsgerðinni til framkvæmdanefndar til frekari skoðunar.
16. Tölvuvandinn ártalið 2000.
BR990311
Lögð var fram skýrsla 2000-nefndar fjármálaráðuneytisins "Aldamótavandinn, stöðumat" í febrúar 1999.
Jafnframt lögð fram skýrsla Akureyrarbæjar "Tölvuvandinn ártalið 2000 - stöðumat" mars 1999.
Til viðræðu við bæjarráð mættu frá 2000-nefnd Akureyrarbæjar Bragi Ingimarsson, Ólafur H. Baldvinsson og Sigríður Stefánsdóttir.
Fundi slitið kl. 12.15.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-