Bæjarráð

2049. fundur 15. apríl 1999

Bæjarráð 15. apríl 1999.

2741. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 15. apríl kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni, Ingólfi Ármannssyni og Valgerði Magnúsdóttur (að hluta).
Þetta gerðist:
1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 12. apríl 1999.
BR990351
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður: Sundlaug Akureyrar - framkvæmdaáætlun 1999 og óskir um viðbótarfjárveitingar vegna nýrra verkþátta.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 6,6 millj. og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 12. apríl 1999.
BR990345
Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 7.1: Bæjarráð óskar eftir að starfshópur um skólavistun hraði störfum sínum og skili greinargerð til bæjarráðs og félagsmálaráðs.
3. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 6. apríl 1999.
BR990346
Fundargerðin er í 8 liðum.
8. liður: Skólavistun fyrir fötluð börn.
Sjá bókun bæjarráðs í 2. lið hér að framan.
4. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 12. apríl 1999.
BR990331
Fundargerðin er í 11 liðum.
5. liður: Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.
Varðandi 1., 2., 3., 4., 6., 7. og 11. lið : Sjá bókun bæjarráðs í 2. lið hér að framan.
5. Þroskaþjálfar við grunnskóla Akureyrar.
BR990340
Erindi dags. 7. mars 1999 vegna launamála frá leiðbeinendum með fagmenntun sem starfa við sérkennslu í grunnskólum Akureyrar.
Bæjarráð heimilar að fastráða þroskaþjálfa og leikskólakennara við grunnskóla Akureyrar á grundvelli kjarasamnings viðkomandi stéttarfélaga.
6. Leiguíbúðir Akureyrarbæjar. Útfærsla húsnæðisnefndar.
BR990279
Lögð fram að nýju greinargerð húsnæðisnefndar "Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - útfærsla húsnæðisnefndar".
Á fund bæjarráðs mætti undir þessum lið Guðríður Friðriksdóttir forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga húsnæðisnefndar um leiguverð á íbúðunum, í tengslum við upptöku húsaleigubóta, verði samþykkt og taki sú ákvörðun gildi frá og með 1. janúar árið 2000.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögu húsnæðisnefndar um það hvernig staðið verði að úthlutun leiguíbúða.
7. Háskólinn á Akureyri og Akureyrarbær. Rammasamningur.
BR990347
Lögð fram drög að rammasamningi milli Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar varðandi sérfræðiþjónustu er tekur til kennslufræðilegrar ráðgjafar- og einstaklings- og sálfræðiþjónustu, sbr. 16. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994 og 42. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að framgangi þessa máls á grundvelli rammasamningsins sem lagður var fram, en frestar því til næsta bæjarráðsfundar að taka endanlega afstöðu til kostnaðarþátta samningsins.
8. Fjárveitingar milli ára.
BR990348
Bæjarráð leggur til að eftirtaldar ónýttar fjárveitingar til framkvæmda frá árinu 1998 verði fluttar til þessa árs.
Gjaldliður: Heiti:
þús. kr.
04-xxx-502-7 Skólar
6.400
13-615-591-6 Tjaldsvæði Hömrum
4.200
16-221-511-7 Ráðhús
12.000
06-618-521-7 Skautahús
8.000
Samtals:
30.600
Fjárveitingunni verður mætt með skerðingu veltufjármuna.
9. Félagsstofnun stúdenta.
BR990337
Erindi dags. 8. apríl 1999 frá Félagsstofnun stúdenta á Akureyri varðandi byggingu eða kaup á leiguíbúðum fyrir stúdenta.
a) liður: Ósk um framlag úr bæjarsjóði.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
b) liður: Athugasemdir vegna leiguhúsnæðis fyrir stúdenta.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs og húsnæðisnefndar samanber 6. tl. á dagskrá bæjarráðs hér að framan, en bæjarráð setur sig ekki á móti þeirri hugmynd sem þarna er sett fram.
c) liður: Stækkun á lóð við Útstein (Skarðshlíð 46).
Bæjarráð vísar liðnum til skipulagsnefndar.
10. Vísindasjóður STAK.
BR990349
Erindi dags. 13. apríl 1999 frá Vísindasjóði STAK þar sem sótt er um að Akureyrarbær veiti sjóðnum aukafjárveitingu í ár að upphæð kr. 300.000, sem færist af lið 15-816.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Oddur H. Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu erindisins.
11. Hús Rafveitu Akureyrar. Kaupsamningur v/Þórsstígs 4.
BR990267
Lagður fram kaupsamningur um Þórsstíg 4 á Akureyri dags. 12. apríl 1999.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn staðfesti samninginn.
12. Landsbanki Íslands. Ósk um viðræður vegna lóðarinnar Strandgötu 1.
BR990341
Með bréfi dags. 9. apríl 1999 frá Landsbanka Íslands er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna lóðar nr. 1 við Strandgötu.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi að fara í samningaviðræður við Landsbankann um framkomna ósk.
13. Alþingiskosningar 8. maí 1999.
BR990310
Lagðir voru fram listar með samtals 27 nöfnum aðalmanna og 27 nöfnum varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar 8. maí n.k.
14. Samgönguráðuneytið. Óskar eftir tilnefningu í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Akureyri.
BR990330
Í bréfi frá samgönguráðuneytinu dags. 6. apríl 1999 með vísan til laga um leigubifreiðar nr. 61/1995, með síðari breytingum, er óskað eftir tilnefningu aðal- og varamanns í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Akureyri.
Bæjarráð vísar tilnefningunni til bæjarstjórnar.
15. Framhaldsskólarnir á Akureyri.
BR990333
Lagðir voru fram minnispunktar frá viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar í skólanefndum MA og VMA 30. mars s.l.
16. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerðir dags. 24. febrúar og 17. mars s.l. ásamt fundargerðum Sorpeyðingar Eyjafjarðar dags. 9. og 25. mars s.l.
BR990344
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
17. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 19. mars 1999.
BR990335
Fundargerðin er í 14 liðum og er lögð fram til kynningar.
18. Randers. Tilnefning á "kontaktmannafund" 24.- 26. júní 1999.
BR990090
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akureyrarbæjar verði Kristján Þór Júlíusson og Guðbjörg Ringsted og Jakob Björnsson og Linda Björnsson
19. Vinabæjavika í Västerås.
BR990350
Með bréfi frá Västerås er kynnt dagskrá vinabæjaviku 28. júní - 2. júlí 1999.
Bæjarstjóra falið að tilkynna þátttöku.
20. Önnur mál.
BR990312
a) Laun í unglingavinnu sumarið 1999.
Bæjarráð samþykkir að laun í unglingavinnu sumarið 1999 verði sem hér segir:
15 ára fæddir 1984 kr. 284.28 á tímann.
14 ára fæddir 1985 kr. 248.75 á tímann.
Orlof er innifalið í ofangreindum kauptöxtum.
Fundi slitið kl. 12.25
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-