Bæjarráð

2050. fundur 29. apríl 1999

Bæjarráð 29. apríl 1999.

2742. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 29. apríl kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Ingólfi Ármannssyni og Sigríði Stefánsdóttur, að hluta.
Þetta gerðist:
1. Samningur um flutning á starfsemi Olíufélagsins.
BR990402
Til fundar við bæjarráð mættu þeir Björn Magnússon, Hörður Blöndal, Baldur Dýrfjörð og Arnar Árnason og gerðu grein fyrir viðræðum milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. annars vegar og Olíufélagsins h.f. og Olíudreifingar h.f. hins vegar um flutning á starfsemi á grundvelli ákvæða í deiliskipulagi frá Oddeyri að Krossanesi.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð samkomulags milli aðila á grunni þeirra viðræðna sem fram hafa farið.
2. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 19. apríl 1999.
BR990385 og BR990398
Fundargerðin er í 4 liðum.
2. liður: Verkefni stefnumótunar. Með bréfi atvinnumálanefndar dags. 27. apríl 1999 fylgja starfsáætlun og framkvæmdaáætlun nefndarinnar og Atvinnumálaskrifstofu á árinu 1999. Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún taki afstöðu til áætlana nefndarinnar og þeirra fjárskuldbindinga sem þær hafa í för með sér.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að atvinnumálanefnd hafi það verkefni með höndum að hafa umsjón með framkvæmd þeirrar vinnu sem meðfylgjandi tillögur nefndarinnar kalla á. Þar sem fyrir liggur að starfsmaður atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar lætur af störfum í lok júní þá leggur bæjarráð til að einstök verkefni verði unnin með þeim hætti að fengnir verði til samstarfs um úrlausnir þeir aðilar sem þurfa þykir hverju sinni og fjárhagsáætlun verkefnisins leyfir. Mörg verkefni eru skilgreind undir fleiri en einum málaflokki og mikilvægt er að þar sé gætt samræmingar.
Atvinnumálanefnd, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Akureyrarbær munu hafa verkstjórn í málaflokkunum og leita samstarfs við þá sem nauðsynlegt er til að vinna málum brautargengi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann atvinnumálanefndar um kostnaðarskiptingu.
3. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 21. apríl 1999.
BR990390
Fundargerðin er í 1 lið. Starfsmat og starfslýsingagerð.
Ósk um fjárveitingu til verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og leggur til að kostnaður færist til gjalda á lið 15-903 Önnur útgjöld.
4. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 19. apríl 1999.
BR990401
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður: Tilboð í 3. áfanga Lundarskóla.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
Oddur Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá.
5. Skólanefnd. Fundargerð dags. 26. apríl 1999.
BR990400
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður: Skólavistun í grunnskólum Akureyrar. Lögð voru fram drög að greinargerð um skólavistun í grunnskólum Akureyrar. Einnig lagt fram stöðuyfirlit v/sumar-vistunar 1999 eftir innritun.
Bæjarráð samþykkir bókun skólanefndar í 2. lið.
6. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 13. apríl 1999.
BR990358
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
7. Háskólinn á Akureyri og Akureyrarbær. Rammasamningur.
BR990347
Tekin fyrir að nýju drög að rammasamningi milli Háskólans á Akureyri og Akureyrar-bæjar, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 15. apríl s.l.
Einnig lögð fram drög að samningi um ráðgjafarþjónustu við leik- og grunnskóla (skv. rammasamningi).
Bæjarráð leggur til að samningarnir verði staðfestir.
8. Framkvæmdir í Ketilhúsi.
BR990404
Lagðar voru fram niðurstöður vinnuhóps dags. 22. apríl s.l. v/viðræðna fulltrúa Akureyrarbæjar og Gilfélagsins um framkvæmdir í Ketilhúsi.
Erindinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og framkvæmdanefndar.
9. Náttúrugripasafnið á Akureyri. Minnisblað.
BR990403
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni um fjárframlag Akureyrarbæjar til stofnunar og reksturs sýningarsalar Náttúrufræðistofnunar Íslands hjá Setri hennar á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð samkomulags milli aðila á þeim nótum sem fram koma í fyrirliggjandi gögnum.
10. Áhugahópur um Listahátíð á Akureyri árið 2000.
BR990405
Erindi dags. 26. apríl 1999 frá áhugahópi um Listahátíð á Akureyri árið 2000, þar sem leitað er samstarfs við Akureyrarbæ.
Bæjarráð óskar umsagnar menningarmálanefndar um erindið.
11. Upplýsingar um skráningu leikskólabarna á næsta ári.
BR990406
Lagðar fram til kynningar ýmsar upplýsingar frá leikskóladeild.
12. Menningarhús. Beiðni um fjárveitingu.
BR990039
Lögð fram fundargerð nefndar vegna byggingar menningarhúss dags. 16. apríl 1999.
Fundargerðin er í 5 liðum.
5. liður: Ósk um fjárveitingu vegna forkönnunar og þarfagreiningar varðandi byggingu menningarhúss.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagáætlunar.
13. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 26. apríl 1999.
BR990399
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
14. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 23. mars 1999.
BR990353
Fundargerðin er í 17 liðum og er lögð fram til kynningar.
15. Málræktarsjóður. Tilnefning í fulltrúaráð.
BR990384
Erindi dags. 23. apríl 1999 frá Málræktarsjóði, þar sem óskað er tilnefningar eins manns í fulltrúaráð og situr sá fulltrúi einnig aðalfund.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem aðalmann og Ingólf Ármannsson sem varamann.
16. Alþingiskosningar 8. maí 1999. Kjörskrá.
BR990310
Gerð hefir verið kjörskrá fyrir Akureyri vegna alþingiskosninga 8. maí n.k. Á kjörskrárstofni frá Hagstofu eru 11.080 manns, 5.385 karlar og 5.695 konur.
Bæjarráð leggur til að kjörskráin verði staðfest af bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að undirrita hana.
Jafnframt er lagt til að bæjarráði verði veitt heimild til að afgreiða kjörskrárkærur sem berast kunna.
17. Umhverfisráðuneytið. Vakin athygli á lögum nr. 59/1999 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
BR990354
Með bréfi frá umhverfisráðuneytinu dags. 09.04. 1999 er vakin athygli á nýsamþykktum lögum nr. 59/1999 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 71/1998. Breytingarnar varða 11., 12. og 25. gr. laganna og varða fyrst og fremst gjaldskrár.
18. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ályktanir fyrri fulltrúaráðsfundar 1999.
BR990382
Með bréfi dags. 20. apríl s.l. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgja ályktanir frá 56. fulltrúaráðsfundi sambandsins sem haldinn var dagana 16. og 17. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.
19. Fjárhagsáætlun fjármálasviðs og þjónustusviðs.
BR990388
Lagt var fram minnisblað frá Dan Brynjarssyni og Sigríði Stefánsdóttur til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar á fjármálasviði og þjónustusviði 1999.
Bæjarráð heimilar ráðningar til afleysinga skv. fyrirliggjandi upplýsingum en ósk um viðbótarfjárveitingar til málaflokks 01 er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
20. Garðyrkjufélag Akureyrar. Gjafabréf.
BR990386
Lagt var fram gjafabréf að upphæð 1.000.000 kr. frá Garðyrkjufélagi Akureyrar sem afhent var við vígslu nýs gróðurhúss í Lystigarðinum 25. apríl s.l.
Bæjarráð vill af þessu tilefni færa Garðyrkjufélagi Akureyrar bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag þess til uppbyggingar Lystigarðsins og umhverfismála í bæjarfélaginu og árnar því allra heilla í störfum.
21. Búseti. Fyrirspurn um framlag bæjarsjóðs til byggingar félagslegra íbúða á árunum 1999-2001.
BR990352
Erindi dags. 12. apríl s.l. frá húsnæðissamvinnufélaginu Búseta, með fyrirspurn um mögulegt 3,5% framlag Akureyrarbæjar til byggingar félagslegra íbúða á Akureyri á vegum Búseta og Búmanna á árunum 1999 til 2001. Jafnframt ítrekuð áður framsett hugmynd um að bæjarstjórn framselji til Búseta a.m.k. hluta af þeim félagslegu lánum sem Akureyrarbæ mun hafa verið úthlutað, en bæjarráð vísaði hugmyndunum til vinnuhóps um húsnæðismál á fundi sínum 3. desember s.l.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnuhóps um fasteignamál bæjarins með ósk um að hann ræði við bréfritara og gefi síðan bæjarráði umsögn.
22. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 21. apríl 1999.
BR990407
Fundargerðin er í 5 liðum.
Með vísan til 2. liðar í fundargerðinni samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að félags- og heilsugæslusvið og fræðslu- og frístundasvið verði sameinuð frá og með 1. júní n.k.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.
23. Samband íslenskra sveitarfélaga. Kjarasamningur við Iðjuþjálfafélag Íslands.
BR990381
Með bréfi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 20. apríl 1999 fylgir kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Iðjuþjálfafélag Íslands, sem undirritaður var 9. apríl s.l. og launanefndin samþykkti 12. apríl s.l.
24. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 12. apríl 1999.
BR990380
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.
25. Hátíðahöld 17. júní 1999. Greinargerð vegna kostnaðar.
BR990377
Lögð fram greinargerð frá fræðslumálastjóra og bæjarverkfræðingi dags. 12. apríl s.l. varðandi kostnað við undirbúning og framkvæmd hátíðahalda 17. júní 1999.
Bæjarráð beinir þeim tilmælum til deilda bæjarins og stofnana að kostnaði vegna hátíðahaldanna 17. júní verði mætt innan samþykkta fjárhagsáætlunar ársins.
26. Veiðifélag Fnjóskár. Aðalfundur.
BR990391
Með ódags. bréfi mótteknu 23. apríl 1999 er boðaður aðalfundur í Veiðifélagi Fnjóskár mánudaginn 3. maí 1999 kl. 21.00.
Bæjarráð samþykkir að Franz Árnason verði fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.
27. Græni herinn. Átak 1999.
BR990389
Erindi dags. 22. apríl 1999 frá "Græna hernum" með ósk um samstarf og fyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðs fegrunarátaks.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
28. Drög að byggingasamningum við íþróttafélög.
BR990409
Lagðar fram kostnaðaráætlanir vegna uppbygginga á æfingasvæði Skotfélags Akureyrar á Glerárdal og Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri.
Bæjarráð heimilar íþrótta- og tómstundaráði gerð samninganna.
29. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Umsókn um styrk vegna norrænnar ráðstefnu.
BR990408
Með ódags. erindi, mótteknu 27. apríl 1999 frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri er sótt um styrk til Akureyrarbæjar vegna norrænnar ráðstefnu um lausnarstarf í heilbrigðis-, uppeldis- og félagsþjónustu, sem haldin verður á Akureyri dagana 13.- 14. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 til ráðstefnunnar.
30. Önnur mál.
BR990392
a) Ársfundur Landsvirkjunar.
Bæjarstjóri lagði fram ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 1998.
Jafnframt skýrði hann frá því að fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn fyrir næsta starfsár væri Kristján Þór Júlíusson og varamaður Sigurður J. Sigurðsson.
Formaður bæjarráðs Ásgeir Magnússon vék af fundi kl. 11.44 og varaformaður Sigurður J. Sigurðsson tók við stjórn.
Fundi slitið kl. 12.15.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-