Bæjarráð

2073. fundur 06. maí 1999

Bæjarráð 6. maí 1999.

2743. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 6. maí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra Sigríði Stefánsdóttur að hluta.
Þetta gerðist:
1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 3. maí 1999.
BR990430
Fundargerðin er í 10 liðum.
5. liður: Erindi Félagsstofnunar stúdenta, sem bæjarráð (15.04. 1999) vísaði til félagsmálaráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn húsnæðisnefndar liggur fyrir.
2. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 29. apríl 1999.
BR990435
Fundargerðin er í 4 liðum.
Liður 1. b): Þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir umsögn fjármálastjóra, bæjarlögmanns og bæjarverkfræðings fyrir næsta fund bæjarráðs.
3. Stjórnarnefnd um umhverfisátak. Fundargerð dags. 20. apríl 1999.
BR990410
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 26. apríl 1999.
BR990425
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.
5. Skákfélag Akureyrar. Fasteign félagsins að Þingvallastræti 18.
BR990411
Lagt fram erindi dags. 27. apríl 1999 frá Skákfélagi Akureyrar, þar sem félagið býður Akureyrarbæ fasteignina að Þingvallastræti 18 til kaups.
Bæjarráð hafnar erindinu, en felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs að eiga viðræður við bréfritara.
6. Erfðafestuland nr. 510A. Boðið til kaups.
BR990412
Erindi dags. 27. apríl 1999 frá Tryggva Gestssyni, kt.: 140930-7769 og Sigurði Gestssyni, kt.: 271032-3749, þinglýstum eigendum að erfðafestulandi nr. 510A, þar sem þeir óska eftir tilboði Akureyrarbæjar um kaup á landinu.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að landinu að þessu sinni.
7. Vegvísar ehf., Hofsósi. Ævintýrakort á tjaldsvæði við Þórunnarstræti.
BR990419
Lagt fram erindi, ódags. móttekið 29. apríl 1999 frá Vegvísum ehf. á Hofsósi, þar sem óskað eftir styrk að upphæð kr. 345.000 frá Akureyrarbæ vegna gerðar þrívíddarkorts sem sýnir svæðið frá Ólafsfirði að Grenivík, með áherslu á miðju Akureyrarbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu, en vísar því til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem fer með sameiginleg kynningarmál þess svæðis sem hér um ræðir.
8. Fulltrúaráð foreldra í grunnskólum Akureyrar.
BR990420
Lagt fram bréf dags. 21. apríl s.l., þar sem fulltrúaráð foreldra í grunnskólum Akureyrar mótmælir harðlega þeirri hækkun sem ákveðin hefur verið á gjöldum sumarvistunar sumarið 1999. Óskað er eftir sundurliðun á rekstrarkostnaði og upplýsingum um fjölda starfsmanna.
Bæjarráð felur fræðslumálastjóra að svara erindinu.
9. Lífeyrissjóður Norðurlands. Fundargerð ársfundar ásamt ársskýrslu 1998.
BR990427
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. Aðalfundarboð 7. maí 1999.
BR990428
Með bréfi dags. 30. apríl 1999 er boðað til aðalfundar Fiskeldis Eyjafjarðar h.f. vegna ársins 1998 föstudaginn 7. maí n.k. kl. 15.30 að Fosshóteli KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
11. Ráðgarður h.f. Stofnun Markaðsskrifstofu á Akureyri.
BR990433
Erindi dags. 30. apríl 1999 frá Ráðgarði h.f., varðandi stofnun Markaðsskrifstofu Akureyrar.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.
12. Önnur mál.
a) BR990431
Valgerður Hrólfsdóttir spurðist fyrir um starfsemi Sumarháskólans vegna frétta í Degi í dag, fimmtudaginn 6. maí.
Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Sumarháskólans um stöðu verkefnisins.
b) Styrkir til framboðsflokka.
BR990447
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu frá bæjarstjóra:
"Bæjarráð leggur til að varið verði úr Bæjarsjóði kr. 300.000 til stuðnings við framboð til Alþingiskosninga 1999. Upphæðinni skal skipta jafnt milli þeirra, sem hafa skilað gildum framboðslistum til kjörstjórnar.
Þessi greiðsla innifelur greiðslur vegna auglýsinga frá bænum."
Fundi slitið kl. 10.58.
Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-