Bæjarráð

2074. fundur 12. maí 1999

Bæjarráð 12. maí 1999.

2744. fundur.
Ár 1999, miðvikudaginn 12. maí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Stefáni Stefánssyni og Dan Brynjarssyni.
Þetta gerðist:
1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 10. maí 1999.
BR990456
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður: Skautahús, samanburður tveggja lægstu tilboða.
Bæjarráð samþykkir liðinn og vísar þörf fyrir aukinni fjárveitingu til byggingar hússins til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og óskar eftir að bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundaráð taki upp viðræður við stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands um þeirra þátt í viðbótarkostnaði við áður samþykktar fjárveitingar VMÍ til skautahússins.
4. liður: Sundlaug Akureyrar - aðkoma.
Bæjarráð samþykkir liðinn og vísar fjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
2. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 29. apríl 1999.
BR990435
1. liður b): Þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 6. maí s.l.
Bæjarverkfræðingur og fjármálstjóri mættu til fundarins undir þessum lið og gerðu bæjarráði grein fyrir málinu.
Bæjarráð leggur til að aukin fjárveiting verði samþykkt til að mæta auknum kostnaði sem svarar launum verkamanna í 60 vikur og verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra, bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi að ganga frá samkomulagi við Skógræktarfélagið þannig að túlkun samningsins sé skýr.
3. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 10. maí 1999.
BR990462
Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð lítur svo á að túlka verði þá samþykkt sem kennarafundur Tónlistarskólans sendi fjölmiðlum og kjaranefnd þann 7. maí s.l., á þann veg að þeim viðræðum hafi verið slitið sem í gangi voru um þetta mál milli aðila.
4. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 10. maí 1999.
BR990444
Fundargerðin er í 14 liðum.
Bæjarráð vísar 2., 6., 8. og 13. lið til framkvæmdanefndar.
5. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 19. apríl 1999.
BR990448
Fundargerðin er í 9 liðum.
7. liður: Drög að samþykktum um hesthúsahverfi á Akureyri.
Vegna framkominna athugasemda er því beint til skipulags- og tæknideildar að þær hraði gerð deiliskipulags hesthúsahverfanna, þannig að unnt verði að ganga frá nauðsynlegum samþykktum um hesthúsahverfin í Akureyrarbæ.
6. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundarboð 26. maí 1999 ásamt dagskrá.
BR990455
Með bréfi dags. 10. maí 1999 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar er boðað til fundar nefndarinnar miðvikudaginn 26. maí n.k. á Fosshóteli KEA. Einnig fylgja drög að dagskrá fundarins og fundargerðir Héraðsráðs frá 21. apríl og 5. maí s.l. og fundargerð frá aðalfundi Minjasafnsins á Akureyri 30. mars s.l. Lagt fram til kynningar.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga. Norræni byggingardagurinn.
BR990440
Með bréfi dags. 4. maí 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á ráðstefnunni "Norræni byggingardagurinn" sem haldinn verður dagana 5.- 8. september 1999. Lagt fram til kynningar.
8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð fyrri fulltrúaráðsfundar dags. 16. apríl 1999, ásamt skýrslu stjórnar.
BR990443
Fundargerðin lögð fram ásamt skýrslu stjórnar.
9. Lækjargata 6.
BR981137
Erindi dags. 29. apríl 1999 frá Minjasafninu á Akureyri varðandi húsið Lækjargötu 6.
Einnig var lagt fram minnisblað frá byggingadeild Akureyrarbæjar þar sem fram kemur að ekkert tilboð kom í húseignina við auglýsingu í febrúar s.l. Þá var húsið auglýst m.a. með þeim skilmálum að færa þyrfti það á grunni til vesturs.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa húsið aftur til sölu og að þessu sinni með þeim hætti að gert verði ráð fyrir að byggingin standi á núverandi grunni og miðað verði við að neðri hluti Spítalavegar verði gerður að einstefnuaksturgötu.
10. Strandgata 17.
BR990273
Lagt var fram kauptilboð dags. 19. mars s.l. í húseign Akureyrarbæjar að Strandgötu 17 frá Agli Héðni Bragasyni og Önnu Láru Þorsteinsdóttur. Ennfremur var lögð fram umsögn bæjarverkfræðings um málið.
Bæjarráð samþykkir að viðbygging hússins skuli rifin eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi og leitað verði samþykkis Húsfriðunarsjóðs til þess. Leigusamningum að húsnæðinu verði sagt upp og vesturhluti hússins verði boðinn út til niðurrifs, en austurhlutinn seldur.
11. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Styrkumsókn.
BR990453
Erindi dags. 5. maí s.l. frá SÁÁ þar sem sótt er um styrk til starfsemi samtakanna.
Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til þess að Akureyrarbær veitir starfseminni árlegan styrk.
12. Kærunefnd jafnréttismála. V/Ingibjargar Eyfells.
BR981275
Með bréfi dags. 7. maí s.l. frá Skrifstofu jafnréttismála fylgir álit kærunefndar jafnréttismála í málinu nr. 11/1998: Ingibjörg Eyfells gegn Akureyrarbæ.
Bæjarlögmaður Baldur Dýrfjörð sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur framkomin tilmæli kærunefndar jafnréttismála ekki studd nægjanlegum rökum til þess að greiða kæranda önnur laun en umsamin voru milli bæjarins, kæranda, STAK og launanefndar sveitarfélaga á umræddu tímabili.
Fundi slitið kl. 10.42.
 

Ásgeir Magnússon

Sigurður J. Sigurðsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-