Bæjarráð

2077. fundur 20. maí 1999

Bæjarráð 20. maí 1999.

2745. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 20. maí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Ingólfur Ármannsson fræðslumálastjóri og Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs sátu fundinn að hluta.
Þetta gerðist:
1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 26. apríl 1999.
BR990434
Fundargerðin er í 8. liðum.
4. liður: Drög að reglum um útboð og innkaup á vegum Akureyrarbæjar.
Bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir drögin.
Bæjarráð samþykkir reglurnar, að teknu tilliti til athugasemda bæjarlögmanns og leggur til við bæjarstjórn að þær verði staðfestar.
2. Aldamótanefnd. Greinargerð ásamt drögum að kostnaðaráætlun.
BR990481
Lögð var fram greinargerð ásamt drögum að kostnaðaráætlun vegna hátíðarhalda árið 2000. Einnig fundargerð aldamótanefndar frá 3. maí s.l.
Bæjarráð heimilar nefndinni að miða við 15 milljón króna heildarfjárveitingu til hátíðarhalda á næsta ári. Innifalið í þeirri upphæð er kostnaður vegna gerðar útilistaverks.
3. Sumarvistun 1999. Yfirlit um stöðu eftir innritun.
BR990482
Lagt var fram til kynningar yfirlit frá skólaskrifstofu um stöðu sumarvistunar 1999, eftir innritun 5. - 11. maí s.l.
4. Myndlistaskólinn á Akureyri. Ósk um skipan prófdómara við sérnámsdeildir skólans.
BR990466
Erindi dags. 11. maí 1999 frá Myndlistaskólanum á Akureyri með ósk um að bæjarráð skipi prófdómara við Fagurlistadeild-málun annars vegar og Listhönnunardeild-grafíska hönnun hins vegar.
Bæjarráð samþykkir að prófdómarar verði Kristinn Gunnar Jóhannsson kt. 211236-3459 fyrir Fagurlistadeild-málun og Þorvaldur Óttar Guðlaugsson kt. 030459-3859 fyrir Listhönnunardeild-grafíska hönnun.
5. Myndlistaskólinn á Akureyri. Styrkumsókn.
BR990467
Erindi dags. 11. maí 1999 frá Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna námskeiðs og ráðstefnu á Akureyri dagana 6. til 13. júní n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.
6. Dús ehf. Akureyrarbæ boðið að leggja til einn vindskúlptúr á Vindhátíð 2000.
BR990472
Erindi dags. 11. maí 1999 frá Dús ehf., þar sem Akureyrarbæ er boðin þátttaka í Vindhátíð 2000, sem er hluti af dagskrá "Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000".
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar og aldamótanefndar.
7. Ferðamálafélag Eyjafjarðar. Opnun skrifstofu félagsins. Aðalfundarboð.
BR990463
Lagt fram til kynningar erindi frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar dags. 10. maí s.l. varðandi opnun skrifstofu félagsins. Einnig aðalfundarboð fimmtudaginn 27. maí n.k. kl. 20.30 að Fosshóteli KEA.
8. Hafnasamlag Norðurlands. Aðalfundarboð 20. maí 1999.
BR990464
Lagt var fram aðalfundarboð Hafnasamlags Norðurlands. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. maí 1999 kl. 09.00 í Hafnahúsinu við Fiskitanga.
9. Lífeyrissjóður Norðurlands. Stjórnarkjör.
BR990476
Lagt fram til kynningar bréf frá Lífeyrissjóði Norðurlands dags. 14. maí s.l. varðandi stjórnarkjör hjá sjóðnum.
10. Málefni Tónlistarskólans á Akureyri.
BR990469
Lögð voru fram 3 bréf frá aðilum sem lýsa áhyggjum sínum vegna málefna Tónlistarskólans á Akureyri og hvetja bæjaryfirvöld til að leysa þessi mál á sem farsælastan hátt fyrir alla sem málið varðar.
Ennfremur var lögð fram áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri sem undirrituð er af foreldrum og áhugamönnum um starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri. Bæjarstjóri tók á móti undirskriftarlistum í morgun með nöfnum 185 einstaklinga. Þar er lýst áhyggjum af þeirri stöðu sem málefni Tónlistarskólans eru komin í. Skorað er á bæjaryfirvöld að finna farsæla lausn í þessum efnum.
11. Önnur mál.
BR990457
a) Lagt var fram erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar dags. 17. maí 1999
þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar á aðalfund félagsins 26. maí n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
b) Í ljósi fyrri yfirlýsinga um uppbyggingu og starfsemi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna á Akureyri lýsir bæjarráð undrun sinni á því að ákvörðun hafi verið tekin um lokun skrifstofunnar.
Fundi slitið kl. 11.15.

Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-