Bæjarráð

2081. fundur 27. maí 1999

Bæjarráð 27. maí 1999.

2746. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 27. maí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Auk þess sat Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs fundinn að hluta. Varaformaður bæjarráðs Sigurður J. Sigurðsson stýrði fundi.
Þetta gerðist:
1. Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar.
BR990500
Lögð voru fram drög að reglum um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar ásamt greinargerð, áður á dagskrá félagsmálaráðs 17. maí s.l.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og taki gildi frá og með 1.september n.k.
2. Landsvirkjun. Fundargerð samráðsfundar dags. 23. apríl 1999.
BR990480
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.
3. Alþingiskosningar. Kostnaður sveitarfélaga.
BR990489
Lagt var fram afrit af bréfi bæjarstjórans í Kópavogi f.h. forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi kostnað sveitarfélaga vegna alþingiskosninga og forsetakosninga.
4. Veiðifélag Eyjafjarðarár. Tilnefning í stjórn.
BR990147
Erindi móttekið 21. maí s.l. frá stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár varðandi tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn félagsins.
Bæjarráð staðfestir tilnefningu bæjarstjóra á Jóhannesi Kristjánssyni sem aðalmanni í stjórn og Þórarni B. Jónssyni til vara. Ennfremur samþykkir bæjarráð að beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár að heimilað verði á ný að unglingar og eldri borgarar eigi þess kost að stunda stangveiði á Leiruvegi.
5. Launanefnd sveitarfélaga og samtarfsnefnd Samflots. Fundargerð dags. 12. maí 1999.
BR990494
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.
6. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 7. maí 1999.
BR990495
Fundargerðin er í 22 liðum og er lögð fram til kynningar.
7. Gilfélagið. Listasumar.
BR990499
Erindi dags. 21. maí 1999 frá Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23, þar sem farið er fram á að Akureyrarbær standi straum af launagreiðslum vegna aðstoðarfólks við Listasumar ´99.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en vísar til þess að auglýst verður í byrjun júní eftir starfsfólki til átaksverkefna. Að loknum umsóknarfresti verður lögð fram tillaga að úthlutun til bæjarráðs.
8. Félagsmálaráðuneytið. Úthlutun stofnframlaga til framkvæmda við grunnskóla.
BR990485
Með bréfi dags. 29. apríl s.l. frá félagsmálaráðuneytinu er tilkynnt að félagsmálaráð-herra hafi að tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga úthlutað stofnframlagi til Akureyrarbæjar samtals að upphæð kr. 30.921.000 vegna framkvæmda við grunnskóla sveitarfélagsins (í fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs v/1999 er gert ráð fyrir 32 millj. kr.). Lagt fram til kynningar.
9. Tónlistarskólinn á Akureyri. Kjaramál kennara.
BR990502
Lagðar voru fram uppsagnir 13 kennara Tónlistarskólans sem bárust Akureyrarbæ í gær en auk þeirra höfðu 8 kennara áður sagt upp störfum að sögn fráfarandi skólastjóra. Ennfremur munu 4 kennarar hafa óskað eftir launalausu leyfi næsta skólaár.
Til viðræðna við bæjarráð undir þessum lið mætti formaður kjarasamninganefndar Þórarinn B. Jónsson og gerði bæjarráði grein fyrir þeim viðræðum sem í gangi hafa verið milli nefndarinnar og fulltrúa kennara við Tónlistarkskólann og hugmyndum til lausnar.
Í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri lýsir bæjarráð yfir vilja til að vinna að farsælli lausn og samþykkir að fela bæjarfulltrúunum Þórarni B. Jónssyni, Jakobi Björnssyni og Oktavíu Jóhannesdóttur að taka upp viðræður við kennara Tónlistarskólans um stöðu mála. Þórarni B. Jónssyni falið að kalla hópinn saman.
 

10. Sumarvinna. Staða ráðninga.

BR990503
Sigríður Stefánsdóttir lagði fram upplýsingar/yfirlit um umsóknir og ráðningar í störf árið 1999.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að láta fara fram könnun á því hve margir námsmenn 17 ára og eldri hafa ekki fengið vinnu í sumar.
11. Úrskurður kjaradóms.
BR990504
Lagður fram úrskurður kjaradóms, þar sem ákvörðuð eru laun þeirra aðila sem undir kjaradóm falla skv. lögum nr. 120/1992.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýgenginn kjaradómur hafi ekki áhrif á launagreiðslur Akureyrarbæjar.
Með vísan til úrskurðarins og þess að greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ eru tengdar þingfararkaupi leggur bæjarráð til að nýgenginn kjaradómur hafi ekki áhrif á greiðslur fyrir þessi störf hjá Akureyrarbæ. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um kaup og kjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum Akureyrarbæjar verði endurskoðaðar.
Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um framangreint mál í öðrum sveitarfélögum og leggja upplýsingar þar að lútandi fyrir bæjarráð.
Ennfremur hefur bæjarstjóri hafnað þeirri launabreytingu sem fólst í kjaradómi varðandi hans laun og óskað eftir viðræðum um aðra tengingu. Formanni bæjarráðs er falið að ganga frá samkomulagi við bæjarstjóra þar um.
12. Háskólinn á Akureyri. Rannsóknarhús.
BR990501
Erindi dags. 25. maí 1999 frá Háskólanum á Akureyri þar sem vísað er í samþykkt bæjarráðs Akureyrar 4. september 1997 um fjármögnun byggingu rannsóknahúss Háskólans á Akureyri á lóð hans á Sólborgarsvæðinu. Í framhaldi var skipuð viðræðunefnd milli Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um ofangreint tilboð
Akureyrarbæjar, en nefndin hefur ekki skilað áliti. Þörfin fyrir byggingu rannsóknarhúss er orðin afar mikil og brýnt að tekið verði af skarið um byggingu þess.
Þess er farið á leit að Akureyrarbær í samvinnu við Háskólann á Akureyri stuðli að skjótum framgangi þessa máls.
Bæjarráð felur bæjarfulltrúunum Sigurði J. Sigurðssyni og Jakobi Björnssyni að taka upp viðræður við Háskólann á Akureyri um efni erindisins.
13. Önnur mál.
BR990514
a) Rætt var um húsnæðismál veitna, umhverfisdeildar, véladeildar og áhaldahúss.
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.
Fundi slitið kl. 11.33.

Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-