Bæjarráð

2126. fundur 03. júní 1999

Bæjarráð 3. júní 1999.

2747. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 3. júní kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni, Valgerði Magnúsdóttur og Ingólfi Ármannssyni.
Þetta gerðist:
1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
BR990542
Á fundi bæjarstjórnar 1. júní s.l. voru eftirtaldir kosnir aðalmenn og varamenn í bæjarráð til eins árs:
Aðalmenn:

Sigurður J. Sigurðsson

Valgerður Hrólfsdóttir

Ásgeir Magnússon

Jakob Björnsson

Oddur Helgi Halldórsson

Varamenn:

Þórarinn B. Jónsson

Vilborg Gunnarsdóttir

Oktavía Jóhannesdóttir

Ásta Sigurðardóttir

Sigfríður Þorsteinsdóttir

Ásgeir Magnússon var kjörinn formaður bæjarráðs og Sigurður J. Sigurðsson varaformaður.
2. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 31. maí 1999.
BR990533
Fundargerðin er í 7 liðum.
4. liður: Skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn Heilsugæslustöðvarinnar lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar framkominni skýrslu og felur félagsmálaráði að vinna áfram að málefnum Heilsugæslustöðvarinnar á grundvelli hennar.
Skýrslan verði send reynsluverkefnanefnd.
3. Reynsluverkefnanefnd. Fundargerð dags. 31. maí 1999.
BR990529
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 30. apríl 1999.
BR990525
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð aðalfundar dags. 20. maí 1999.
BR990511
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
6. Geymsla vestan Kjötiðnaðarstöðvar.
BR990534
Á lóð vestan Kjötiðnaðarstöðvar norðan Gránufélagsgötu stendur timburskúr í eigu Akureyrarbæjar sem byggingadeild bæjarins hefur haft afnot af. Skúrinn á að víkja samkvæmt skipulagi.
Bæjarráð samþykkir að láta rífa skúrinn.
7. Lóðarleigusamningar.
BR990526
Lagt fram bréf frá íbúum í Brekkusíðu 7, 11 og 14, dags. 25. maí 1999, ásamt ljósriti af lóðarsamningi fyrir Brekkusíðu 11, auk lóðarsamnings fyrir sameiginlega óskipta lóð húsaþyrpingarinnar nr. 7, 9, 11, 14, 16 og 18 við Brekkusíðu.
Íbúarnir lýsa yfir mikilli óánægju með núverandi lóðaskipulag og lóðarsamninga og telja sig eiga rétt á sambærilegri þjónustu frá sveitarfélaginu eins og aðrir einbýlishúsaeigendur.
Þeir telja að ákvæði í lóðarsamningi fyrir sameiginlega óskipta lóð húsaþyrpingarinnar séu óásættanleg fyrir eigendur fasteignanna og sér í lagi er varðar snjómokstur.
Þá telja þeir ekki ólíklegt að ákvæði um sameignarlóðina tefji fyrir því að óbyggðar lóðir við Brekkusíðu gangi út.
Með bréfi þessu fara íbúarnir þess eindregið á leit að lóðarsamningar við Brekkusíðu verði endurskoðaðir, þeim breytt, og ákvæði um óskipta sameignarlóð felld út, þannig að tryggt verði að íbúarnir búi við sömu þjónustu af hálfu bæjarins og aðrir íbúar einbýlishúsa á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að láta kanna hvort unnt sé að koma til móts við framangreindar óskir íbúa við Brekkusíðu og óskar eftir að skipulagsdeild og tæknideild taki til endurskoðunar lóðarsamninga og skipulag sameignarlóðar fyrir húsaþyrpinguna nr. 7, 9, 11, 14, 16 og 18 við Brekkusíðu.
Niðurstöður endurskoðunarinnar verði lagðar fyrir skipulagsnefnd og bygginganefnd.
Í tilefni af erindi íbúa við Brekkusíðu 7, 11 og 14 dags. 25. maí 1999, um lóðarsamninga við Brekkusíðu 7, 9, 11, 14, 16 og 18 og þar sem íbúar Brekkusíðu 2-12 og Borgarsíðu 1-21 búa við sambærilega lóðarsamninga og skipulag sameignarlóða eins og íbúar Brekkusíðu 7, 9, 11, 14, 16 og 18, þá samþykkir bæjarráð að láta kanna hvort unnt sé að gera breytingar á skipulagi lóða og lóðarsamningum fyrir íbúa húsaþyrpinganna við Brekkusíðu 2-12 og Borgarsíðu 1-21 á sambærilegan hátt og fyrir íbúa húsaþyrpingarinnar við Brekkusíðu 7, 9, 11, 14, 16 og 18.
Bæjarráð óskar eftir að skipulagsdeild og tæknideild taki til endurskoðunar lóðarsamninga og skipulag sameignarlóða fyrir húsaþyrpingarnar nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 við Brekkusíðu og nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19 og 21 við Borgarsíðu.
Niðurstöður endurskoðunarinnar verði lagðar fyrir skipulagsnefnd og byggingarnefnd.
8. Hjalteyrargata 1.
BR990506
Lagt var fram minnisblað frá bæjarlögmanni.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn skipulagsnefndar liggur fyrir.
9. Renniverkstæðið h.f.
BR990519
Lagt fram erindi dags. 27. maí s.l. frá Kristjáni Sverrissyni og Önnu V. Einarsdóttur f.h. Renniverkstæðisins, varðandi afnot af ýmsum búnaði Leikfélags Akureyrar á Renniverkstæðinu, Strandgötu 49.
Bæjarráð felur bæjarráðsmanni Valgerði Hrólfsdóttur og Ingólfi Ármannssyni sviðsstjóra að ræða við bréfritara og leikhússtjóra.
10. Framtíð Menntasmiðjunnar.
BR990521
Erindi dags. 27. maí 1999 frá Valgerði H. Bjarnadóttur verkefnisfreyju, þar sem settar eru fram hugleiðingar og tillögur um framtíð Menntasmiðjunnar.
Erindið lagt fram og óskað eftir að Valgerður komi á næsta fund bæjarráðs.
11. Giljaskóli. Stofnbúnaður.
BR990535
Lagt fram erindi frá Halldóru Haraldsdóttur skólastjóra Giljaskóla dags. 26. maí s.l. ásamt fylgigögnum sem tengjast óskum um stofnbúnað fyrir Giljaskóla á yfirstandandi ári.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að grunnbúnaður sé fyrir hendi og vísar erindinu til afgreiðslu skólanefndar.
12. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerðir dags. 3., 25. og 31. maí 1999.
BR990536
Fundargerðirnar lagðar fram ásamt "Reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda og pólitískra fulltrúa hjá Akureyrarbæ" og "Starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar".
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar, en bæjarráðsmönnum er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri á næsta fundi bæjarráðs.
13. Opnunartími skemmtistaða.
BR990498
Lagt var fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 31. maí 1999 vegna vínveitingaleyfa og opnunartíma vínveitingahúsa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að opnunartími og veitingatími áfengisveitingastaða og áfengisveitinga (staðurinn og barinn) verði frjáls frá og með 1. júlí n.k., með þeim takmörkunum sem leiðir af lögum um helgidagafrið.
Bæjarlögmanni falið að semja málsmeðferðarreglur vegna vínveitingaleyfa fyrir næsta bæjarráðsfund.
Reglurnar verði endurskoðaðar ef tilefni gefst til eftir 6 mánuði.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
14. Sviðsstjóri félagssviðs.
BR990508
Eftirtaldir sóttu um starf sviðsstjóra félagssviðs:
Nöfn: Kennitala: Heimilisfang
Benedikt Sigurðarson 030452-3059 Löngumýri 4 600 Akureyri
Björn Baldursson 290348-3239 Nesvegi 3 233 Hafnir
Eiríkur Björn Björgvinsson 060966-3899 Helgamagrastræti 53 600 Akureyri
Elín Margrét Hallgrímsdóttir 171053-4049 Hörpulundi 17 600 Akureyri
Eyþór Þorbergsson 150562-5709 Bjarkarstíg 7 600 Akureyri
Karl Guðmundsson 161153-4519 Aðalstræti 15 600 Akureyri
Sturla Kristjánsson 120343-2709 Dalsgerði 4b 600 Akureyri
Valgerður H. Bjarnadóttir 240154-3319 Kambsmýri 4 600 Akureyri
Bæjarráð samþykkir að fengin verði ráðgjafarþjónusta til að yfirfara umsóknir og gera bæjarráði grein fyrir niðurstöðum sínum.
15. Félag skólastjórnenda á Norðurlandi eystra.
BR990510
Lögð var fram ódags. og óundirrituð ályktun frá Félagi skólastjórnenda á Norðurlandi eystra, móttekin 26. maí s.l. þar sem lýst er áhyggjum vegna mögulegs þjónusturofs og óvissu í kjölfar lokunar Skólaþjónustu Eyþings. F.S.N.E. hvetur sveitarstjórnir til að hraða uppbyggingu stoðþjónustu og kynna skólunum sem allra fyrst hvernig henni verður háttað.
16. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fjárhagsáætlun árið 2000.
BR990516
Lögð var fram fjárhagsáætlun Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands fyrir árið 2000, sem samþykkt var á stjórnarfundi 18. maí s.l. Einnig lögð fram greinargerð með áætluninni.
17. Önnur mál.
BR990528
a) BR990244
Lagt var fram erindi dags. 2. júní 1999 frá Kappakstursklúbbi Akureyrar, þar sem óskað er eftir breyttu nýtingarhlutfalli á lóðum sem klúbbnum hefur verið úthlutað undir go-kart braut.
Í samræmi við 3. lið 8. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjald á Akureyri samþykkir bæjarráð að gatnagerðargjald Kappakstursklúbbs Akureyrar af framan-greindum tveimur lóðum verði 30% af gjaldskrá atvinnuhúsnæðis. Verði lóðirnar síðar nýttar til annarrar starfsemi ber að greiða 70% af gatnagerðar-gjaldi samkvæmt gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjald. Kvöð þessari verði þinglýst á lóðirnar.
b) BR990457
Málefni Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að krefja stjórn SH um svör við því á hvern hátt stjórnin ætli að efna loforð sín sem gefin voru bæjarstjórn með bréfi dags. 23. janúar 1995, þar sem stjórn SH hefur nú lokað skrifstofum fyrirtækisins á Akureyri.
Fundi slitið kl. 12.10
Sigurður J. Sigurðsson

Valgerður Hrólfsdóttir

Jakob Björnsson

Oktavía Jóhannesdóttir

Ásta Sigurðardóttir

Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-