Bæjarráð

2127. fundur 10. júní 1999

Bæjarráð 10. júní 1999.

2748. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 10. júní kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs sat fundinn að hluta.
Þetta gerðist:
1. Stjórnarnefnd um umhverfisátak. Fundargerð dags. 1. júní 1999.
BR990561
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Drög að skýrslu um úttekt á núverandi stöðu umhverfismála í bænum, sbr. leiðbeiningar verkefnisstjóra íslenska Staðardagskrárverkefnisins.
Guðmundur Sigvaldason verkefnisstjóri kom á fundinn og fjallaði um skýrsluna og verkefnið.
2. Framtíð Menntasmiðjunnar.
BR990521
Valgerður H. Bjarnadóttir verkefnisfreyja mætti á fund bæjarráðs til viðræðu um framtíð Menntasmiðjunnar.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að framlengja nauðsynlega samninga vegna starfa Menntasmiðjunnar.
3. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 1. júní 1999.
BR990567
Fundargerðin er í 4 liðum.
2. liður: Raforkuhækkun hjá Rafveitu Akureyrar vegna hækkunar Landsvirkjunar frá 1. júlí n.k.
Bæjarráð vísar liðnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 3. júní 1999.
BR990565
Fundargerðin er í 8 liðum.
6. liður: Erindi Myndlistarskólans á Akureyri dags. 11. maí s.l. varðandi styrkumsókn vegna námskeiðs og ráðstefnu á Akureyri dagana 6.- 13. júní 1999, sem bæjarráð vísaði til menningarmálanefndar á fundi sínum 20. maí s.l.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000.
5. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fundargerðir dags. 23. mars og 18. maí 1999.
BR990560
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
6. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 27. maí 1999.
BR990564
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.
7. Eyþing. Fundargerðir stjórnar dags. 14. apríl og 25. maí 1999.
BR990553
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
8. Eyþing. Eigur og gögn Skólaþjónustu Eyþings.
BR990550
Lagðar fram til kynningar 4 fundargerðir nefndar sem vann að gerð tillagna fyrir stjórn Eyþings um það hvernig fara ætti með eigur og gögn Skólaþjónustunnar.
9. Eyþing. Aðalfundarboð 19. og 20. ágúst 1999.
BR990549
Með bréfi dags. 31. maí 1999 er boðað til aðalfundar Eyþings dagana 19. og 20. ágúst n.k. í Grímsey.
10. Menntamálaráðuneyti. List og menning á landsbyggðinni.
BR990541
Lögð var fram samþykkt frá fundi stjórnar Byggðastofnunar 2. júní s.l. um list og menningu á landsbyggðinni.
Bæjarráð vísar samþykktinni til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
11. Ferðamálafélag Eyjafjarðar. Lög félagsins ásamt fréttabréfi.
BR990543
Lögð voru fram til kynningar lög Ferðamálafélags Eyjafjarðar sem samþykkt voru á aðalfundi 27. maí s.l. Einnig lagt fram fréttabréf dags. 31. maí.
Bæjarráð vísar gögnunum til atvinnumálanefndar.
12. Heimavistir framhaldsskólanna.
BR980965
Lagt var fram til kynningar afrit af greinargerð dags. 30. maí 1999 frá Tryggva Gíslasyni skólameistara til menntamálaráðherra um heimavistarmál við MA.
13. Skákfélag Akureyrar. Sækir um styrk vegna komu skáksveitar frá Færeyjum.
BR990547
Erindi dags. 3. júní 1999 frá Skákfélagi Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna komu skáksveitar frá Færeyjum dagana 18.- 26. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000.
14. Ferðamálaráð Íslands. Styrkumsókn vegna heimsóknar prófessors Valene L. Smith.
BR990563
Lagt fram erindi frá Ferðamálaráði Íslands dags. 3. júní 1999, þar sem sótt er um styrk vegna heimsóknar prófessors Valene L. Smith til Akureyrar 23. ágúst til 16. september n.k.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
15. Skautahús.
BR990143
Lagður fram verksamningur um alútboðsverkið "Bygging Skautahúss á Akureyri" milli Akureyrarbæjar (verkkaupi) og S.J.S. Verktaka ehf. (verktaki) sem undirritaður var 4. júní s.l. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar umframkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
16. Kaupþing Norðurlands hf. Framtakssjóður Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins.
BR990321
Erindi móttekið 4. júní 1999 frá Kaupþingi Norðurlands þar sem þökkuð eru jákvæð viðbrögð við beiðni Kaupþings Norðurlands vegna tilboðs í Framtakssjóð Nýsköpunar-sjóðs Atvinnulífsins.
Tilboði Kaupþings var ekki tekið.
17. Brekkuskóli - húsnæðismál.
BR990556
Lögð var fram ályktun dags. 20. maí 1999 frá Foreldraráði Brekkuskóla og stjórn Foreldrafélags Brekkuskóla þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akureyrar að allt kapp verði lagt á að bæta húsnæðismál Brekkuskóla.
Bæjarráð felur fræðslumálastjóra að svara erindinu og senda bréfriturum samþykktir bæjarráðs og skólanefndar sem gerðar hafa verið í þessu máli.
18. Hafnasamlag Norðurlands. Uppsögn þjónustusamnings.
BR990558
Lögð var fram eftirfarandi bókun frá stjórnarfundi Hafnasamlags Norðurlands 3. júní s.l.:
"Stjórn HN samþykkir að segja nú þegar upp "Samningi um umsjón með hluta af daglegum rekstri Hafnasamlags Norðurlands" frá 6. febrúar 1997. Jafnframt er stjórnarformanni og hafnastjóra falið að leita eftir samningi við Akureyrarbæ um kaup á þjónustu sem hagkvæmt er að HN kaupi af bænum. Stjórnin felur hafnastjóra að tilkynna Akureyrarbæ þessa samþykkt og leggur áherslu á að gengið verði frá nýjum samningi á uppsagnarfrestinum (innan sex mánaða) þannig að nýtt samkomulag liggi fyrir eigi síðar en um næstu áramót."
Á grundvelli umræðna á fundinum felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við stjórn Hafnasamlags Norðurlands.
19. Hafnasamlag Norðurlands. Erindi Kjötiðnaðarstöðvar KEA varðandi þátttöku í kostnaði við girðingu á lóðarmörkum.
BR990559
Lögð var fram eftirfarandi bókun frá stjórnarfundi Hafnasamlags Norðurlands 3. júní s.l.:
"Kjötiðnaðarstöð KEA hefur óskað eftir þátttöku HN í kostnaði við girðingu á lóðarmörkum að norðan. Samþykkt að vísa erindinu til Akureyrarbæjar sem verðandi lóðarhafa."
Bæjarráð frestar erindinu og óskar umsagnar bæjarverkfræðings.
20. Félag grunnskólakennara á Akureyri.
BR990557
Lögð var fram samþykkt frá fundi stjórnar Félags grunnskólakennara á Akureyri 1. júní s.l. í framhaldi af bréfi bæjarstjóra dags. 25. maí s.l. til félagsins varðandi tilraunasamning í einum af grunnskólum Akureyrar á næsta skólaári:
"Stjórn Félags grunnskólakennara á Akureyri telur óframkvæmanlegt að koma á tilraunasamningi um breyttan vinnutíma í einum grunnskóla Akureyrar fyrir næsta skólaár. Til þess vinnst einfaldlega ekki tími.
Við lýsum okkur reiðubúin til viðræðna um þessa hluti um leið og kennarar hefjast handa við undirbúning skólastarfs í haust."
21. Starfsmannastefna bæjarstjórnar Akureyrar.
BR990537
Bæjarráð vísar starfsmannastefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð mælist til að stefnan verði kynnt starfsfólki bæjarins og óskað samvinnu þess við framkvæmd hennar.
22. Reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda og pólítískra fulltrúa hjá Akureyrarbæ.
BR990538
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
23. Opnunartími skemmtistaða.
BR990498
Lögð voru fram drög að reglum Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 12.05.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-