Bæjarráð

2129. fundur 24. júní 1999

Bæjarráð 24. júní 1999.

2750. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 24. júní kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn. Einnig sviðstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir og Ingólfur Ármannsson.
Þetta gerðist:
Í upphafi fundarins las formaður upp bréf frá Jakobi Björnssyni, þar sem hann fer fram á að vegna fjarveru og veikinda bæjarfulltrúa verði Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur veitt undanþága til setu á fundinum.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
1. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 15. júní 1999.
BR990606
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 14. júní 1999.
BR990604
Fundargerðin er í 16 liðum.
2. liður: Samningur um rekstrarstyrk v/Leikskólans Hlíðarbóls.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu til breytinga á 6. gr. reglna um rekstrarstyrki til einkarekinna leikskóla.
Þá samþykkir bæjarráð að vísa tillögu um hækkun rekstrarstyrks að upphæð kr. 450.000 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
4. liður: Ósk um aukafjárveitingu til Leikskólans Árholts v/breytinga.
Bæjarráð samþykkir að ljúka framkvæmdinni og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
11. liður: Starfsemi Bröttuhlíðarskóla skólaárið 1999-2000. Skólanefnd leggur til að Bröttuhlíðarskóli starfi með óbreyttu sniði næsta skólaár.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar.
12. liður: Fjármögnun stofnbúnaðar fyrir Giljaskóla.
Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu til búnaðarkaupa í Giljaskóla að upphæð kr. 4.000.000.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 21. júní 1999.
BR990605
Fundargerðin er í 14 liðum.
1. liður: Erindi frá daggæslufulltrúa f.h. leikskóladeildar með ósk um aukafjárveitingu v/námskeiðs fyrir dagmæður.
Bæjarráð er samþykkt því að námskeiðið verði haldið og felur skólanefnd að taka fjármögnun upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
4. liður: Breytingar á gjaldlyklum leikskóla. Skólanefnd telur rétt að leikskólamál séu flokkuð undir gjaldlykil 04 fræðslumál í stað 02 félagsmál og mælir með að málaflokkurinn skráist sem 04 frá og með næsta fjárhagsári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum sjónarmiðum á framfæri.
6. liður: Erindi frá rektor Háskólans á Akureyri, dags. 21.06.1999, þar sem óskað er staðfestingar skólanefndar Akureyrar á aðild Akureyrarbæjar að réttindanámi fyrir starfsfólk á leikskólum Akureyrarbæjar, en fyrirhugað er að hefja það nám í haust og mun námið í heild taka fjögur ár. Samkvæmt meðfylgjandi gögnum er áætlað að kostnaður bæjarfélagsins verði kr. 126.000 á hvern nemanda.
Bæjarráð fagnar því að þessi möguleiki verði opnaður fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla en frestar afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
4. Lundarskóli. Búnaður vegna breytinga á eldra húsnæði.
BR990603
Lagt fram erindi dags. 9. júní 1999 frá skólastjóra Lundarskóla varðandi búnað sem nauðsynlegur er fyrir næsta vetur, vegna breytinga á eldra húsnæði og vegna nýbyggingar skólans.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar tillögu skólastjóra Lundarskóla um búnaðarkaup til umfjöllunar í skólanefnd.
5. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 18. júní 1999.
BR990595
Fundargerðin er í 18 liðum.
1. liður: Holtateigur, deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.
8. liður: Leikskóli að Iðavöllum, umsókn um breytingu á skipulagi.
Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
6. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 10. júní 1999.
BR990596
Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
7. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 14. júní 1999.
BR990597
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
8. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 10. júní 1999.
BR990598
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Samningur um hönnun og ráðgjöf vegna framkvæmda á Rangárvöllum.
BR990583
Lagður var fram samningur um hönnun og ráðgjöf vegna framkvæmda á Rangárvöllum milli Akureyrarbæjar og Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf., sem undirritaður var 22. júní 1999 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
10. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 9. júní 1999.
BR990599
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
11. Þingflokkur Samfylkingarinnar. Afrit af bréfi til iðnaðarráðherra.
BR990587
Lagt var fram til kynningar afrit af bréfi þingflokks Samfylkingarinnar dags. 16. júní s.l. til iðnaðarráðherra, þar sem óskað er eftir því við ráðherra að hann beini þeim tilmælum til stjórnar Landsvirkjunar að hún falli frá eða fresti þeim hækkunum á gjaldskrá fyrirtækisins sem fyrirhugað er að komi til framkvæmda þann 1. júlí n.k.
12. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2010.
BR990572
Lagður var fram til kynningar 4. kafli í lokadrögum að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2010.
13. Ferðamálafélag Eyjafjarðar. Styrkumsókn vegna Halló Akureyri.
BR990591
Erindi dags. 16. júní s.l. frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar f.h. Markaðsskrifstofu Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna markaðs- og kynningarstarfsemi.
Bæjarráð samþykkir að veita Markaðsskrifstofu Akureyrar styrk að upphæð kr. 350.000 til markaðs- og kynningarstarfsemi í tengslum við hátíðina Halló Akureyri.
Þá samþykkir bæjarráð að fulltrúar frá íþrótta- og tómstundaráði, ráðgjafardeild og umhverfisdeild, einn fulltrúi frá hverjum aðila, komi að stjórnun verkefnisins fyrir hönd Akureyrarbæjar.
14. Samvinna Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaganna um barnaverndarmál, félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
BR990592
Erindi dags. 16. júní 1999 undirritað af sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps f.h. nágrannasveitarfélaga Akureyrar, þ.e. Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Glæsibæjarhrepps, Öxnadalshrepps, Skriðuhrepps og Arnarnesshrepps varðandi áframhaldandi viðræður um samvinnu nágrannasveitarfélaganna um barnaverndarmál, félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
Einnig lagt fram bréf dags. 15. júní 1999 frá Eyjafjarðarsveit varðandi hugmyndir/tillögur að þjónustu fyrirhugaðrar fjölskyldudeildar Félagsmálasviðs Akureyrarbæjar við leik- og grunnskóla, en henni er ætlað að koma í stað þeirrar þjónustu sem Skólaþjónusta Eyþings hefur veitt að undanskildum þeim hluta hennar sem samið verður um við Háskólann á Akureyri. Beðið er um nánari upplýsingar um skipulag og umfang þjónustunnar og þær forsendur sem kostnaðarútreikningar byggja á, áður en tekin er formleg afstaða til málsins.
Ingólfur Ármannsson lagði fram drög að svarbréfi til nágrannasveitarfélaganna um "Kaup á þjónustu frá fjölskyldudeild Félagssviðs Akureyrarbæjar" undirritað af Ingólfi Ármannssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur.
Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að málinu á þessum grunni.
15. Hagstofa Íslands. Endanlegar mannfjöldatölur 1. desember 1998.
BR990593
Lagt var fram fréttabréf Hagstofu Íslands nr. 43/1999, þar sem greint er frá endanlegum tölum varðandi mannfjölda á Íslandi 1. desember 1998.
16. Önnur mál.
BR990562
a) Ingólfur Ármannsson lagði fram frumdagskrá vegna vinabæjaviku á Akureyri 18. - 22. júní árið 2000.
b) Lagt var fram bréf dags. 23. júní 1999 frá Braga Ingimarssyni deildarstjóra tölvudeildar þar sem hann segir upp starfi sínu hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa starfið.
Fundi slitið kl. 11.09.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-