Bæjarráð

2130. fundur 01. júlí 1999

Bæjarráð 1. júlí 1999.

2751. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 1. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.
Í upphafi fundarins las formaður upp bréf frá Jakobi Björnssyni, þar sem hann fer fram á að vegna fjarveru og veikinda bæjarfulltrúa verði Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur veitt undanþága til setu á fundinum.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
Þetta gerðist:
1. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 23. júní 1999.
BR990623
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 28. júní 1999.
BR990632
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður: Úttekt á sundaðstöðu fyrir ofurfatlaða einstaklinga á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir bókun framkvæmdanefndar og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að taka upp viðræður við forsvarsmenn FSA um nýtingu laugarinnar í Kristnesi og aðkomu Akureyrarbæjar að byggingu laugarinnar. Áformum um bætt aðgengi að Glerárlaug er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.
3. liður: Sundlaug Akureyrar - endurskoðun framkvæmdaáætlunar.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til verksins að upphæð kr. 4.300.000.- og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
5. liður: Strætisvagnar Akureyrar - endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til SVA að upphæð kr. 2.230.000.- og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6. liður: Gatnagerð og fráveita - endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að beina þeim tilmælum til framkvæmdanefndar að leita allra leiða til þess að lækka framkomna beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna gatnagerðar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir endurskoðaðri áætlun um tekjur af gatnagerðargjöldum ársins.
2., 4., 7. og 8. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 24. júní 1999.
BR990622
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
4. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 22. júní 1999.
BR990624
Fundargerðin er í 1 lið og gefur ekki tilefni til ályktunar.
5. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 22. júní 1999.
BR990628
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
6. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 21. júní 1999.
BR990620
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 24. júní 1999.
BR990629
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Þriggja ára áætlun fyrir árin 2000-2002.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til gerðar þriggja ára áætlunar.
2. liður: Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
8. Húsnæðisnefnd. Fundargerðir dags. 10. og 24. júní 1999.
BR990621
Fundargerðin frá 10. júní er í 6 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 24. júní er í 9 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 7. júní 1999.
BR990608
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.
10. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 22. júní 1999.
BR990630
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
11. Leiguhúsnæði fyrir nýjan leikskóla.
BR990633
Í framhaldi af bókunum á fundum skólanefndar 14. og 21. júní s.l. og kynningu á fundi bæjarráðs 24. júní s.l. um könnun á möguleikum á leiguhúsnæði fyrir leikskóla er með erindi frá Sigríði Sítu Pétursdóttur, Ingólfi Ármannssyni og Valgerði Hrólfsdóttur óskað eftir heimild til að hefja undirbúning að því að koma á fót nýjum leikskóla frá næsta hausti.
Með vísan til þess að biðlistar hjá leikskóladeild hafa lengst að undanförnu samþykkir bæjarráð að hefja nú þegar undirbúning að því að koma á fót nýjum leikskóla frá næsta hausti.
12. Sviðsstjóri félagssviðs. Ósk um rökstuðning.
BR990631
Erindi dags. 28. júní s.l. frá Valgerði H. Bjarnadóttur, þar sem hún óskar eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf sviðsstjóra félagssviðs Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja drög að svari fyrir næsta fund bæjarráðs.
13. Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrsla um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga 1990-1997.
BR990575
Með bréfi dags. 9. júní s.l. fylgir skýrsla starfshóps sem stjórn sambandsins skipaði til að taka saman yfirlit um þróun fjárhagslegra samskipta ríkis og sveitarfélaga á undanförnum árum. Lagt fram til kynningar.
14. Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Samvinna sveitarfélaga.
BR990607
Með bréfi frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 22. júní 1999 fylgja nokkrir punktar til kynningar um áhugaverð mál sem varða öll sveitarfélög á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til héraðsnefndar.
15. Jafningjafræðsla framhaldsskólanema.
BR990611
Bréf frá Jafningjafræðslu framhaldsskólanema dags. 21. júní s.l. þar sem kynnt er starfsemin framundan, boðin afnot af starfsmönnum og bornar fram óskir um gott samstarf.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.
16. Ævarr Hjartarson. Opið bréf.
BR990615
Lagt fram opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar dags. 25. júní 1999 frá Ævarri Hjartarsyni þar sem m.a. er vakin athygli á þeirri hættu sem slæmir gangstéttakantar gætu skapað.
Bæjarráð þakkar framkomnar ábendingar og samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdanefndar og síðasta hluta þess til umhverfisnefndar.
17. Slysavarnafélag Íslands. Ráðstefna um öryggi í umhverfinu "3rd Nordic Safe Community Conference".
BR990617
Með bréfi dags. 23. júní s.l. er vakin athygli á norrænni ráðstefnu um öryggi í umhverfinu sem haldin verður dagana 25. - 29. ágúst 1999 á Hótel Loftleiðum.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.
18. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Umsókn Akureyrarbæjar um styrk til atvinnuskapandi verkefna.
BR990618
Lagt var fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra þar sem kynnt er sú ákvörðun stjórnar Atvinnuleysistryggingarsjóðs að hafna umsókn Akureyrarbæjar um styrk til að ráða í ½ starf í 6 mánuði við skráningu bréfa, skjala o.fl., á þeirri forsendu að um hefðbundið verkefni sveitarfélagsins væri að ræða.
19. Kennarasamband Íslands, Hið íslenska kennarafélag. Tilraunasamningur.
BR990619
Erindi dags. 22. júní 1999 frá Kennarasambandi Íslands og Hinu íslenska kennarafélagi þar sem félögin kynna sveitarstjórnum afstöðu kennarafélaganna varðandi svokallaðan tilraunasamning og um leið að hvetja þær til að kynna sér allar hliðar málsins.
Upplýst var á fundinum að launanefnd sveitarfélaga mun svara erindinu og senda sveitarfélögum afrit þess.
20. Umsjónarnefnd Friðlandsins í Óshólmum Eyjafjarðarár. Framkvæmdir við Leirunesti.
BR990614
Svarbréf dags. 15. júní s.l. frá umsjónarnefnd Friðlandsins í Óshólmum Eyjafjarðarár, við erindi bæjarstjórnar Akureyrar, þar sem kynnt er niðurstaða nefndarinnar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Leirunesti.
Fundi slitið kl. 10.56.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-