Bæjarráð

2131. fundur 08. júlí 1999

Bæjarráð 8. júlí 1999.

2752. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 8. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Einnig mættu til fundarins sviðsstjórarnir Ingólfur Ármannsson, Sigríður Stefánsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir og Dan Brynjarsson.
Þetta gerðist:
    1. Starfsfundur skólanefndar. Fundargerð dags. 1. júlí 1999.
BR990655
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Endurskoðun fjárhagsáætlunar skóladeildar.
Formaður skólanefndar Jón Kr. Sólnes mætti til fundarins undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að viðhalda sambærilegu þjónustusviði í skólunum á þessu ári og óskar eftir skriflegri greinargerð skólanefndar um ástæður þess að á árinu 1999 þurfi hærri upphæð til að viðhalda sama þjónustustigi í grunnskólum bæjarins en vísar beiðni um aukafjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
2. liður: Tillögur skólanefndar vegna þriggja ára áætlunar árin 2000-2002.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum skólanefndar til gerðar þriggja ára áætlunar.
3. liður: Tilraunaverkefni í Brekkuskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um áframhald verkefnisins.
4. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
2. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 5. júlí 1999.
BR990656
Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður: Gjaldskrá heimaþjónustu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrárinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
3. Bygginganefnd. Fundargerð dags. 30. júní 1999.
BR990652
Fundargerðin er í 49 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
4. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 30. júní 1999.
BR990648
Fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
5. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 5. júlí 1999.
BR990657
Fundargerðin er í 5 liðum.
2. liður: Erindi vegna ráðningar sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að senda jafnréttisnefnd rökstuðning ráðsins fyrir þeirri ákvörðun að ráða Karl Guðmundsson í starf sviðsstjóra félagssviðs. Sá rökstuðningur er jafnframt svar við fyrri spurningu jafnréttisnefndar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
    6. Flutningur bæjarstofnana að Rangárvöllum. Eignarhalds- og rekstrarfélag.
BR990658
3. liður í fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 14. júní s.l. um eignarform bygginga að Rangárvöllum, sem bæjarráð frestaði á fundi sínum 21. júní s.l.
Bæjarráð samþykkir að stofnað verði eignarhalds- og rekstrarfélag vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda og flutnings stofnana í eigu bæjarins á svæði Hita- og vatnsveitu við Rangárvelli. Félagið verði í eigu Hitaveitu og Rafveitu, sem leggja fram stofnfé til félagsins og fjármagni allar framkvæmdir. Gerðir verði samningar við þær stofnanir sem flytjast á svæðið um húsaleigu og þátttöku í sameiginlegum rekstri. Veitustjórn fer með málefni félagsins og setur því nánari starfsreglur.
Byggingaframkvæmdir á svæðinu eru í umsjón framkvæmdanefndar.
Drög að samþykktum félagsins verði lögð fyrir bæjarráð.
7. Samvinna Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaganna um barnaverndarmál, félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
BR990592
Framlagt bréf dags. 28. júní s.l. þar sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tilkynnir að sveitarstjóra sé falið að halda áfram viðræðum við Akureyrarbæ á grundvelli erinda til bæjarins dags. 15. og 16. júní 1999, sbr. einnig bréf Akureyrarbæjar dags. 24. júní 1999.
Fræðslumálastjóri upplýsti um stöðu mála.
8. Knattspyrnufélag Akureyrar. Endurskoðun á samningi um leigu á íþróttahúsi Lundarskóla.
BR990647
Erindi dags. 23. júní s.l. frá Knattspyrnufélagi Akureyrar þar sem óskað er að samningur, dags. 28. september 1994, milli Akureyrarbæjar og KA um leigu á íþróttahúsi Lundarskóla verði endurskoðaður. Ástæður fyrir ósk um endurskoðun eru að grunnleigugjald fyrir klst. hefur hækkað og að með fjölgun nemenda í Lundarskóla má gera ráð fyrir að skólinn nýti húsið meira.
Fræðslumálastjóra falið að fara yfir erindið.
9. Leikfélag Akureyrar. Leigusamningur.
BR990644
Með bréfi dags. 29. júní s.l. óskar Leikfélag Akureyrar eftir viðræðum um breytingar á samningi um leigu á Samkomuhúsinu Hafnarstræti 57 og Gamla barnaskólanum Hafnarstræti 55.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til þessara viðræðna.
10. Sameining sveitarfélaga.
BR990163
Bæjarráð hefir á fundum sínum 18. febrúar og 4. mars s.l. gert bókanir varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram minnisblað frá fundi sem haldinn var 21. júní s.l. á Fiðlaranum á Akureyri.
Til fundarins var boðið fulltrúum allra sveitarfélaga í Eyjafirði ásamt fulltrúum Siglufjarðar og Hálshrepps. Mættir voru fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum.
Ennfremur er lagt fram erindi Þórðar Skúlasonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, "Af sameiningu sveitarfélaga".
Bæjarráð Akureyrar samþykkir að óska eftir því við þau 11 sveitarfélög sem tóku þátt í fyrrgreindum fundi um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð auk Siglufjarðar og Hálshrepps, að þau skipi fulltrúa sína í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningu þessara sveitarfélaga í samræmi við VIII. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 48/1998.
Fulltrúar í nefndina verði skipaðir þannig að sveitarfélög undir 1000 íbúa skipi 2 fulltrúa hvert, 3 fulltrúar verði skipaðir frá sveitarfélögunum Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og Akureyri skipi 5 fulltrúa.
Hvert sveitarfélag ber kostnað af störfum sinna fulltúa í nefndinni .
11. Iceland Complete 2000. Margmiðlunardiskur.
BR990649
Með bréfi dags. 26. maí s.l. leita Iceland Complete og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar eftir samstarfi við Akureyrarbæ við gerð margmiðlunardisks um Ísland og ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða skráningu ásamt tengingu við sameiginlega myndasýningu með tali um Eyjafjörð og nágrenni þess.
Sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000 til að gera skráningu þessa að veruleika.
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni.
 

12. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 3. júní 1999.

BR990650
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
13. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 28. júní 1999.
BR990651
Fundargerðin er í 7 liðum.
3. liður: Tillaga að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
14. Kaupþing Norðurlands. Eignarhaldsfélög vegna úthlutunar Byggðastofnunar.
BR990639
Með bréfi dags. 28. júní s.l. kynnir Kaupþing Norðurlands stofnun eignarhaldsfélags, sbr. tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001. Skilyrði fyrir þátttöku Byggðastofnunar í þessum félögum eru þau að sveitarfélög komi með 40% og einkaaðilar 20% á móti Byggðastofnun með 40%. Sjóðurinn yrði vistaður hjá Kaupþingi Norðurlands h.f.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna um málið.
15. Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveigjanleg starfslok.
BR990640
Með bréfi dags. 28. júní s.l. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er kynnt ályktun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um sveigjanleg starfslok.
16. Hafnasamlag Norðurlands. Erindi Kjötiðnaðarstöðvar KEA varðandi þátttöku í kostnaði við girðingu á lóðarmörkum.
BR990559
Á fundi bæjarráðs 10. júní s.l. var tekin fyrir bókun frá stjórnarfundi Hafnasamlags Norðurlands varðandi kostnað við girðingu á lóðarmörkum. Bæjarráð frestaði erindinu og óskaði umsagnar bæjarverkfræðings.
Með bréfi dags. 29. júní s.l. leggur bæjarverkfræðingur til að ekki verði orðið við erindinu .
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings .
17. Sviðsstjóri félagssviðs. Ósk um rökstuðning.
BR990642
Erindi dags. 1. júlí s.l. frá Sturlu Kristjánssyni, þar sem hann óskar eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf sviðsstjóra félagssviðs Akureyrarbæjar.
Lögð fram drög að bréfi til umsækjanda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma rökstuðningi á framfæri við bréfritara.
18. Deildarstjóri skóladeildar. Ósk um rökstuðning.
BR990643
Erindi dags. 1. júlí s.l. frá Sturlu Kristjánssyni, þar sem hann óskar eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf deildarstjóra skóladeildar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma rökstuðningi á framfæri við bréfritara.
19. Sviðsstjóri félagssviðs. Ósk um rökstuðning.
BR990631
Erindi dags. 28. júní s.l. frá Valgerði H. Bjarnadóttur, þar sem hún óskar eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf sviðsstjóra félagssviðs. Á fundi bæjarráðs 1. júlí s.l. var bæjarstjóra falið að leggja drög að svari fyrir næsta fund bæjarráðs.
Lögð fram drög að bréfi til umsækjanda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma rökstuðningi á framfæri við bréfritara.
20. Menntaskólinn á Akureyri. Greinargerð.
BR990653
Með bréfi dags. 1. júlí s.l. þakkar Menntaskólinn á Akureyri styrkveitingu til þátttöku í norrænu samskiptaverkefni sem m.a. fól í sér nemendaferð til Noregs. Meðfylgjandi er stutt greinargerð um ferðina og einnig þakkir fyrir móttökur á bæjarskrifstofunum er norsku og íslensku nemendurnir komu þangað í heimsókn í apríl s.l.
21. Sorpeyðing Eyjafjarðar. Starfsleyfistillögur.
BR990646
Með bréfi dags. 29. júní s.l. frá Hollustuvernd ríkisins sendast til umsagnar tillögur að starfsleyfi fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar. Athugasemdir óskast sendar fyrir 30. ágúst n.k. ef einhverjar eru.
Lagt fram til kynningar.
22. Eignarhlutur Akureyrarbæjar í Ú.A.
BR990659
Lögð var fram eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra:
"Bæjarráð samþykkir að hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. verði seld. Um er að ræða hlut að nafnvirði 183.6 mkr. og er bæjarstjóra falið að leita tilboða í bréfin."
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 11.55.

 

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-