Bæjarráð

2132. fundur 15. júlí 1999

Bæjarráð 15. júlí 1999.

2753. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 15. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn. Einnig mættu til fundarins sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Ingólfur Ármannsson og Valgerður Magnúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 12. júlí 1999 .
BR990686
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. liður: Endurskoðun fjárhagsáætlunar gatnagerðar og fráveitu.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum framkvæmdanefndar um breytingar á rekstrarliðunum gatnahreinsun, snjómokstur og hálkueyðing, til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. liður: Skautahús.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu framkvæmdanefndar um 47 milljón króna viðbótarfjárveitingu til byggingar skautahúss til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
4. liður: Framkvæmdir að Geislagötu 9.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu framkvæmdanefndar um 2,5 milljón króna viðbótarfjárveitingu vegna flutnings á 1. hæð ráðhússins og til endurbóta og lagfæringar á stigagangi til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þá samþykkir bæjarráð að vísa beiðni um fjárveitingu að upphæð kr. 6 milljónir vegna undirbúnings, hönnunar og breytinga á annarri hæð hússins til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
    2. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 7. júlí 1999.
BR990673
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Endurskoðuð fjárhagsáætlun HVA.
Bæjarráð samþykkir að vísa liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
2. liður. Endurskoðuð fjárhagsáætlun RA.
Bæjarráð samþykkir að vísa liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
3. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
3. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 7. júlí 1999.
BR990672
Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
4. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 7. júlí 1999.
BR990688
Fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
5. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 8. júlí 1999.
BR990674
Fundargerðin er í 6 liðum.
Bæjarráð samþykkir 2. og 3. lið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
6. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 13. júlí 1999.
BR990691
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Ráðning heilsugæslulæknis.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
7. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 9. júlí 1999.
BR990684
Fundargerðin er í 18 liðum.
2. liður: Kjarnalundur, félagsheimili.
Bæjarráð samþykkir að vísa hugmyndum um byggingu félagsheimilis NLFA í Kjarnaskógi til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6. liður: Hjalteyrargata 1, ósk um kaup á fasteigninni vegna skipulags.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar og óskar eftir að skipulagsstjóri og bæjarverkfræðingur taki saman lista yfir þær húseignir sem þurfi að kaupa upp vegna skipulags og raði þeim í forgangsröð.
Bæjarráð samþykkir 3., 4., 5., 7., 8., 10., 13. og 15. lið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
8. Brunabótafélag Íslands. Reglur fyrir styrktarsjóð EBÍ.
BR990677
Með bréfi dags. 7. júlí s.l. frá Brunabótafélagi Íslands eru sendar reglur fyrir Styrktarsjóð EBÍ, sem samþykktar voru á stjórnarfundi félagsins 9. maí 1996. Tilgangur sjóðsins er að gefa þeim sveitarfélögum innan fulltrúaráðs EBÍ, sem þess óska, kost á að sækja um fjárstuðning til tiltekinna verkefna í þágu sveitarfélaganna.
Ennfremur lagt fram fundarboð fulltrúaráðsfundar sem haldinn verður 20. ágúst n.k.
Bæjarráð leggur til að sviðsstjórum verði falið að kynna reglurnar innan sinna deilda.
9. Landsvirkjun. Tilkynning um nýja lántöku.
BR990668
Með bréfi dags. 7. júlí s.l. tilkynnir Landsvirkjun um nýja lántöku undir EMTN rammasamningi fyrirtækisins. Um er að ræða skuldabréfaútgáfu að fjárhæð EUR 150.000.000 með milligöngu Merrill Lynch International í London.
Lagt fram til kynningar.
10. Samningur um ráðgjafarþjónustu.
BR990693
Bæjarlögmaður mætti til fundarins við afgreiðslu á þessum og næsta lið.
Lagður fram samningur um ráðgjafarþjónustu milli Eyjafjarðarsveitar og Akureyrarbæjar. Með samningi þessum tekur fjölskyldudeild félagssviðs Akureyrarbæjar að sér að veita nemendum leik- og grunnskóla Eyjafjarðarsveitar ráðgjafarþjónustu gegn fastri greiðslu skv. nánari skilgreiningu.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og að gerður verði hliðstæður samningur við önnur nágrannasveitarfélög.
11. Tillaga um stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar.
BR990694
Lögð fram tillaga dags. 12. júlí s.l. um stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar milli eftirtalinna sveitarfélaga: Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps. Nefndin verði skipuð fimm fulltrúum sem skipaðir verði af sveitarstjórnum á svæðinu, þannig að Akureyrarbær skipi fjóra fulltrúa en önnur sveitarfélög á svæðinu skipi sameiginlega einn fulltrúa í nefndina.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að sameiginlegri barnaverndarnefnd.
12. Leiguhúsnæði fyrir nýjan leikskóla.
BR990633
Með vísun til bókunar bæjarráðs 1. júlí s.l. þar sem samþykkt var að hefja undirbúning að því að koma á fót nýjum leikskóla frá næsta hausti er lagður fram leigusamningur um húsnæði í Móasíðu 1 undir starfsemi leikskóla. Aðilar að samningnum eru Akureyrarbær og Alin, hönnun. Leigutími er í 5 ár frá 15. ágúst 1999.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
13. Unglingavinna.
BR990695
Lagt fram erindi félagsmálastjóra dags. 12. júlí s.l. þar sem óskað er eftir að greiðslur vegna unglingavinnu bæjarins nái til barna á vegum Akureyrarbæjar á meðferðar-heimilum Barnaverndarstofu.
Bæjarráð samþykkir að heimila greiðslu af þessu tagi í sumar til reynslu.
14. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Bygging heimavista við VMA.
BR990670
Lagt fram afrit af bréfi dags. 6. júlí s.l. frá Verkmenntaskólanum á Akureyri til menntamálaráðherra varðandi byggingu heimavista við VMA. Í bréfinu kemur fram að Menntaskólinn hefur ítrekað hafnað samvinnu um byggingu sameiginlegra heimavista við skólana.
15. Samband íslenskra sveitarfélaga. Í tilefni bréfs kennarafélaganna.
BR990671
Erindi dags. 7. júlí s.l. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem svarað er bréfi Kennarasambands Íslands og Hins íslenska kennarafélags sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum. Bæjarráð bókaði umrætt bréf á fundi sínum 1. júlí s.l.
Lagt fram til kynningar .
16. Dagur símenntunar.
BR990680
Erindi dags. 6. júlí s.l. þar sem kynntur er Dagur símenntunar sem haldinn verður 28. ágúst n.k. Markmið dagsins er að vekja athygli á símenntun og þeim möguleikum sem standa fólki til boða og um leið að hvetja fólk til þátttöku í námi og námskeiðum til að efla þekkingu sína og færni í atvinnulífi og/eða auka persónulegan þroska og lífshamingju.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að kynna málið fyrir þeim aðilum innan bæjarkerfisins sem sinna símenntun af einhverju tagi.
17. "Smellurinn ... lífið er bland í poka". Leiksýning.
BR990681
Erindi dags. 8. júlí s.l. frá "Smellinum" þar sem kynnt er landsreisa þeirra dagana 2. - 10. september n.k. í tilefni af ári aldraðra og jafnframt leitað eftir samstarfi sveitarstjórna þar sem sýning er fyrirhuguð.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með því að kaupa eina sýningu á leikritinu Smellinum og felur fræðslumálastjóra að ganga frá málinu við forsvarsmenn Hana Nú hópsins.
18. Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkomulag um mæðraskoðun.
BR990654
Með bréfi dags. 1. júlí s.l. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er sent samkomulag sem Launanefnd sveitarfélaga hefur gert um mæðraskoðun. Samningurinn er gerður vegna tilskipunar ESB.
Lagt fram til kynningar.
19. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
BR990645
Tekið var fyrir bréf bæjarstjóra til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. sem sent var SH hf. þann 4. júní s.l. að ósk bæjarráðs. Í bréfinu er stjórn SH hf. krafin svars við því á hvern hátt stjórnin ætli að efna loforð sín sem gefin voru bæjarstjórn með bréfi dags. 23. janúar 1995, þar sem SH hefur nú lokað skrifstofu sinni á Akureyri.
Lagt var fram svarbréf stjórnar SH hf. undirritað af stjórnarformanni, dags. 29. júní s.l. Í bréfinu er skýrð afstaða stjórnar fyrir lokuninni.
Bæjarráð undrast svar stjórnarinnar, rökstuðning og afstöðu. Ljóst er af svari stjórnarinnar að félagið hyggst ekki standa við þau fyrirheit sem gefin voru á sínum tíma. Bæjaráð átelur þessi vinnubrögð harðlega og telur þau félaginu til lítils sóma og ekki til þess fallin að vekja áhuga á samskiptum við félagið.
20. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 1999.
BR990692
Fjármálastjóri mætti til fundarins undir þessum lið og lagði fram upplýsingar vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 1999.
21. Önnur mál.
BR990625
a) Fram var lagður listi yfir skráð atvinnuleysi í júnímánuði á tímabilinu frá 1988 til
1999, sem sýnir að atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá árinu 1991.
Fundi slitið kl. 11.30.

Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-