Bæjarráð

2133. fundur 22. júlí 1999

Bæjarráð 22. júlí 1999.

2754. fundur.
Ár 1999, fimmtudaginn 22. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt Sigríði Stefánsdóttur sviðsstjóra þjónustusviðs.
Þetta gerðist:
1. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 16. júlí 1999.
BR990704
Fundargerðin er í 2 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
2. Leikfélagið Sýnir. Styrkumsókn.
BR990573
Erindi dags. 8. júní 1999 frá Leikfélaginu Sýnir, þar sem sótt er um styrk vegna uppsetningar á leikritinu Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson, sem verður sett upp í samvinnu við Kristnitökunefnd Eyjafjarðarprófastdæmis á Kristnitökuhátíð í Kjarnaskógi 25. júlí n.k.
Áður á dagskrá aldamótanefndar.
Bæjarráð getur ekki styrkt hátíðarhöld vegna Kristnitökuhátíðar umfram það sem þegar hefur verið gert.
3. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð dags. 24. júní 1999.
BR990699
Fundargerðin er í 23 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Stjórnandi á þjónustusviði.
BR990702
Lagðar voru fram 5 umsóknir frá einstaklingum og 2 umsóknir frá fyrirtækjum um starf stjórnanda tölvu- og upplýsingamála á þjónustusviði, sem Akureyrarbær auglýsti laust til umsóknar.
Umsækjendur eru:
Agla Þórunn Sigurðardóttir Akureyri
Benedikt H. Sigurgeirsson Akureyri
Margeir Reynisson Hafnarfirði
Einar Hólm Davíðsson Akureyri
Zlatans Mravinac Reykjavík
Álit ehf. Reykjavík
Tæknival Akureyri
Bæjarráð samþykkir að kalla þrjá af umsækjendum í viðtal og óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um verð og hugmyndir að þjónustusamningum þeirra fyrirtækja sem bjóðast til að að annast þessa þjónustu.
5. Hagstofa Íslands. Búferlaflutningar janúar-júní 1999.
BR990701
Lagt var fram fréttabréf nr. 50/1999 frá Hagstofu Íslands sem greinir frá búferlaflutningum janúar-júní 1999.
6. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 1999.
BR990692
Farið var yfir framkomnar beiðnir um viðbótarfjárveitingar.
7. Önnur mál.
BR990705
a) Efnistaka úr friðlandi við óshólma Eyjafjarðarár.
Bæjarlögmanni falið að kanna stöðu friðlýsingar á svæðinu og ræða það mál við sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Fundi slitið kl. 11.26.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-