Bæjarráð

2134. fundur 28. júlí 1999

Bæjarráð 28. júlí 1999.

2755. fundur.
Ár 1999, miðvikudaginn 28. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
Þetta gerðist:
1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 26. júlí 1999.
BR990713
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Nýbyggingar á Rangárvöllum - skrifstofubygging.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
2. liður: Tilboð í byggingu verkstæðis- og lagerhúss að Rangárvöllum, ásamt tillögu verkefnisliðsins.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
2. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Varðandi leikskólarými.
BR990706
Lagt fram afrit af bréfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til skólanefndar dags. 19. júlí s.l., varðandi leikskólarými.
3. Félagsmálaráðuneytið. Úrskurður.
BR990707
Með bréfi dags. 16. júlí 1999 fylgir úrskurður félagsmálaráðuneytisins vegna kæru Klemenzar Eggertssonar hdl., f.h. Halldórs Bragasonar varðandi ráðningu slökkviliðsmanna til Slökkviliðs Akureyrar.
Úrskurðarorð:
Ákvörðun framkvæmdanefndar Akureyrarkaupstaðar um ráðningu í stöður fjögurra slökkviliðsmanna við Slökkvilið Akureyrar skal standa óhögguð.
Ákvörðun bæjarlögmanns Akureyrarkaupstaðar um synjun á afhendingu tiltekinna gagna er varða ráðningu í fyrrgreindar stöður skal standa óhögguð.
4. Erfðafestuland nr. 596. Boðið til kaups.
BR990709
Með bréfi dags. 12. júlí s.l. býður Mikael Jóhannesson, kt.: 160727-2769, Akureyrarbæ til kaups erfðafestuland sem er skammt sunnan Beykilundar.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við bréfritara.
5. Náttúrulækningafélag Akureyrar. Lóðar- og byggingargjöld af félagsheimili.
BR990712
Lagt fram erindi frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar dags. 23. júlí s.l., þar sem sótt er um niðurfellingu á lóðar- og byggingargjöldum af fyrirhuguðu félagsheimili á lóð félagsins norðan Kjarnalundar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
6. Landsbanki Íslands. Sala á hlut Akureyrarbæjar í Ú.A.
BR990703
Erindi dags. 15. júlí 1999 frá Landsbanka Íslands, þar sem Akureyrarbæ er boðið til viðræðna um kynningu og sölu á 20% hlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að bréfin yrðu auglýst til sölu, ásamt skilmálum fyrir sölunni.
Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar þar um felur bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa bréfin til sölu.
7. Sameining sveitarfélaga.
BR990163
Lagt fram bréf Svalbarðsstrandarhrepps dags. 19. júlí s.l., þar sem tilkynnt er um tilnefningu tveggja fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, þá Hring Hreinsson oddvita og Árna K. Bjarnason varaoddvita og sveitarstjóra.
8. Önnur mál.
BR990711
a) Tölvumál.
Fulltrúar Álits ehf. Árni Hermannsson, Guðni B. Guðnason, Jón Ingi Björnsson og Leifur Geir Hafsteinsson mættu til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir starfsemi sinni og hugmyndum um þjónustusamning um rekstur tölvukerfa bæjarins.
Fundi slitið kl. 11.40.
Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-