Bæjarráð

2135. fundur 05. ágúst 1999

Bæjarráð 5. ágúst 1999.

2756. fundur.
Ár 1999, miðvikudaginn 5. ágúst kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
Þetta gerðist:
1. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 22. júlí 1999.
BR990718
Fundargerðin er í 6 liðum og er samþykkt að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
2. Héraðsnefnd Eyjafjarðar.
BR990717
Lögð fram fundargerð 24. fundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar dags 26. maí s.l. Fundargerðin er í 17 liðum og lögð fram til kynningar. Meðfylgjand er einnig endurskoðuð fjárhagsáætlun Héraðsnefndar sem samþykkt var á fundinum.
Fundargerð héraðráðs dags 2. júní, sem er í 7 liðum er lögð fram til kynningar.
Með bréfi dags. 28. júlí 1999 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar er óskað eftir umsögn bæjarins um greinargerð og landnotkunarkort vegna svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Í bréfinu er einnig óskað eftir að héraðsnefnd verði send skrá yfir afrétti bæjarins.
3. Náttúrulækningafélag Akureyrar. Lóðar- og byggingargjöld af félagsheimili.
BR990712
Lagt fram að nýju erindi frá Náttúrulækningafélagi Akureyrar dags. 23. júlí s.l., þar sem sótt er um niðurfellingu á lóðar- og byggingargjöldum af fyrirhuguðu félagsheimili á lóð félagsins norðan Kjarnalundar, en bæjarráð frestaði erindinu þann 28. júlí s.l.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
4. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Kynning á SVÓT greiningu.
BR990716
Lagt fram bréf Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar dags. 27. júlí 1999 þar sem kynnt er SVÓT greining, en AFE hefur gert samning við Byggðastofnum um aðgerðir í byggðamálum og meðal þeirra verkefna er svokölluð SVÓT greining.
Bæjarráð vísar erindinu til Atvinnumálanefndar með ósk um að nefndin svari erindinu.
5. Samningur um ráðgjafarþjónustu.
BR990693
Með bréfi dags 26. júlí 1999 tilkynnir Eyjafjarðarsveit að samningur um ráðgjafarþjónustu við Akureyrarbæ hafi verið samþykktur á fundi sveitarstjórnar þann 22. júli s.l.
6. Tillaga um stofnun sameiginlegrar barnaverndanefndar.
BR990694
Lagt fram bréf Eyjafjarðarsveitar dags. 22. júlí s.l., þar sem tilkynnt er að sveitarstjórn samþykki tillögu um stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar fyrir þau sveitarfélög sem gerast aðilar að samningi við Akureyrarbæ um barnaverndarmál.
7. Sameining sveitarfélaga.
BR990163
Lagt fram bréf Eyjafjarðarsveitar dags. 22. júlí s.l., þar sem tilkynnt er um tilnefningu tveggja fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, þá Bjarna Kristjánsson sveitarstjóra og Hólmgeir Karlsson oddvita.
8. Strandgata 7. Veitingarekstur.
BR990715, BR990724
Með bréfi dagsettu 26. júlí 1999 óskar sýslumaðurinn á Akureyri eftir umsögn bæjarstjórnar vegna umsóknar Óla Guðmarssonar, kt. 010951-4539, f.h. KS Vallar ehf., kt. 550799-2519, um leyfi til að reka veitingahús/veisluþjónustu/veitingaverslun að Strandgötu 7, 2. hæð, Akureyri.
Bæjarráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að ofangreindum aðila verði veitt umbeðið leyfi, þegar fullnægt hefur verið þeim skilyrðum sem byggingarfulltrúi og eldvarnareftirlit hefur sett vegna húsnæðisins.
Lögð fram umsókn frá Óla Guðmarssyni vegna KS Vallar ehf, kt. 550799-2519 um áfengisveitingaleyfi á veitingastaðnum Bonzai að Strandgötu 7 efri hæð.
Bæjarráð samþykkir leyfið með þeim skilmálum að önnur skilyrði fyrir leyfinu séu uppfyllt í samræmi við samþykktir og lög þar að lútandi.
9. Stjórnandi á þjónustusviði.
BR990702
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir viðræðum sem þeir áttu við 5 umsækjendur um starf stjórnenda Tölvudeildar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð telur áhugaverða möguleika felast í þeim hugmyndum sem Álit ehf og Tæknival hf hafa kynnt. Vegna þessa samþykkir bæjarráð að ráða ekki í auglýsta stöðu og samþykkir að hefja þess í stað undirbúning að samningum við fyrirtæki á þessu sviði um þjónustu við Akureyrarbæ. Leitað verði samninga við núverandi starfsmenn Tölvudeildar um að þeir hafi umsjón með tölvukerfum bæjarins þar til samningar um nýtt fyrirkomulag hafa náðst.
10. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 1999.
BR990692, BR990727
Bæjarráð vann að endurskoðun fjárhagsáætlunar og lögð var fram skýrsla um þjónustugjöld hjá Akureyrarbæ.
11. Önnur mál.
BR990719, BR990725
Lögð fram drög að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Fundi slitið kl. 10.57
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Dan Brynjarsson
-fundarritari-