Bæjarráð

2138. fundur 02. september 1999

Bæjarráð 2. september 1999.
2759. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 2. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 25. ágúst 1999.

   BR990778
   Fundargerðin er í 2 liðum.
   2. liður: Veitustjórn óskar eftir því að komið verði á fót samræmingarhópi, sem vinni að skilgreiningu á því hvaða skuldbindingar felist í byggingahæfi lóða og byggingasvæða, sem veitt eru af Akureyrarbæ og óskar jafnframt eftir tilnefningu frá þeim stofnunum bæjarins öðrum sem að málinu koma.
   Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í þennan samræmingarhóp og óskar eftir því við framkvæmdanefnd og bygginganefnd að þær tilnefni einnig sína fulltrúa.
2. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 31. ágúst 1999.
   BR990785
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   1. liður: Kostnaðaráætlun framkvæmda í Hlíðarfjalli.
   á grundvelli forgangsröðunar ÍTA um uppbyggingu í Hlíðarfjalli á árunum 1998 - 2002, samþykkir bæjarráð að fela íþrótta- og tómstundaráði að ganga frá samningi við Skíðaráð Akureyrar vegna framkvæmda við Strýtu og leggja fyrir bæjarráð.
3. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 1. júlí 1999.
   BR990767
   Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 11. ágúst 1999.
   BR990772
   Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
5. Stjórnarnefnd vegna umhverfisátaks. Fundargerð dags. 30. ágúst 1999.
   BR990777
   Fundargerðin er í 3 liðum.
   2. liður: Rætt um tillögugerð um stöðu Staðardagskrárverkefnisins innan bæjarins og tengslakerfi þess.

   Bæjarráð samþykkir liði a) og b) í tillögum stjórnarnefndarinnar, en vísar c) liðnum til umhverfisnefndar sem ætlað er að taka við verkefninu.
   Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

6. Staðardagskrá 21. Úttekt á núverandi stöðu.
   BR990568
   Lögð var fram úttekt á núverandi stöðu Staðardagskrárverkefnis 21, sem áður hafði verið send bæjarfulltrúum.
7. Íbúðalánasjóður. Tilkynning um viðbótarlán að fjárhæð kr. 12.600.000.
   BR990768
   Með bréfi dags. 20. ágúst s.l. frá Íbúðalánasjóði er tilkynnt að stjórn Íbúðalánasjóðs hafi á fundi sínum 17. ágúst s.l. samþykkt að veita Akureyrarbæ heimild til veitingu viðbótarlána úr Íbúðalánasjóði á árinu 1999, sbr. VII. kafla laga nr. 48/1998 um húsnæðismál, svo sem hér greinir:
   "Bæjarstjórn Akureyrar lán að fjárhæð kr. 12.600.000.
   Lán þessi komi til greiðslu þegar sveitarfélagið hefur innt af hendi framlag sitt í varasjóð viðbótarlána, sem nemur 5% af viðbótarláni sem veitt er til kaupa á hverri íbúð."
8. Sameining sveitarfélaga.
   BR990163
   Með bréfi dags. 16. ágúst s.l. tilkynnir Dalvíkurbyggð um fulltrúa sína í starfshóp um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð þau:
   Ingileif Ástvaldsdóttur
   Katrínu Sigurjónsdóttur og
   Trausta Þorsteinsson.

   Einnig lagt fram bréf dags. 25. ágúst s.l. frá Hríseyjarhreppi þar sem tilkynnt er um fulltrúa í sama starfshóp þá:
   Narfa Björgvinsson, oddvita og
   Pétur Bolla Jóhannesson, sveitarstjóra.

   Að lokum var lagt fram bréf dags. 20. ágúst s.l. frá sveitarstjórn Skriðuhrepps, sem telur að með tilliti til niðurstöðu könnunar um sameiningu sveitarfélaga, sem fram fór við síðustu sveitarstjórnarkosningar, sé ekki forsenda til þátttöku í þessum starfshópi.

9. Skriðuhreppur. Óskar eftir samningi um ráðgjafarþjónustu vegna grunnskóla, barnaverndarmála og félagsþjónustu.
   BR990771
   Með bréfi dags. 23. ágúst s.l. frá Skriðuhreppi óskar sveitarstjórnin eftir að ganga til samninga við bæjarstjórn Akureyrar um ráðgjafarþjónustu, vegna grunnskóla, barnaverndarmála og félagsþjónustu.

   Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs að ganga til viðræðna við fulltrúa Skriðuhrepps um ráðgjafarþjónustu vegna grunnskóla, barnaverndarmála og félagsþjónustu.

10. Íþróttafélagið Þór. Beiðni um veðheimild.
   BR990781
   Lagt var fram ódags. erindi, móttekið 31. ágúst s.l. frá Íþróttafélaginu Þór þar sem félagið óskar eftir heimild bæjarráðs til að veðsetja eign félagsins Hamar við Skarðshlíð vegna lántöku hjá Sparisjóði Norðlendinga.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur fjármálastjóra að fara ofan í stöðu mála og gera bæjarráði grein fyrir efndum þeirra samninga sem gerðir hafa verið milli Akureyrarbæjar og félagsins varðandi fjárhagsmál þess.

11. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður. Segir upp starfi sínu hjá Akureyrarbæ.
   BR990782
   Með bréfi dags. 31. ágúst 1999 segir Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður upp starfi sínu hjá Akureyrarbæ.

   Bæjarráð þakkar Baldri vel unnin störf fyrir Akureyrarbæ á umliðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

12. Eignarhlutur Akureyrarbæjar í Ú.A. hf.
   BR990659

   Tilboð bárust frá þremur eftirtöldum aðilum:

Nafnnvirði
Kaupverð
Kaupþingi hf. alls að nafnvirði kr
42.130.000
263.428.357
FBA alls að nafnvirði kr
34.000.000
214.800.000
Bún.banki Íslands hf alls að nafnvirði kr
183.600.000
1.246.185.000
   Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Búnaðarbanka Íslands hf. í bréfin og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.
13. Fjárhagsáætlun 2000.
   BR990769
   Lögð var fram tímaáætlun fyrir ágúst - desember 1999 vegna rammafjárhagsáætlanagerðar Akureyrarbæjar fyrir árið 2000.
14. Önnur mál.
   BR990775

   a) Bréf frá Raftákni dags. 30. ágúst 1999 (BR990793), þar sem því er haldið fram að byggingarfulltrúinn á Akureyri vinni ekki eftir þeirri byggingarreglugerð sem í gildi er varðandi raflagnauppdrætti.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið.

   b) Að ósk Vilborgar Gunnarsdóttur fór fram umræða um framkvæmdir við Lundarskóla.

Fundi slitið kl. 11.30.

Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-