Bæjarráð

2139. fundur 09. september 1999

Bæjarráð 9. september 1999.
2760. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 9. september kl. 08.30 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum þjónustusviðs og félagssviðs. Einnig sátu fjármálastjóri og bæjarverkfræðingur fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Vinabæjarheimsókn. Stjórnendur á sviði heilsugæslu og félagsmála.

   BR990773
   Á fundinn mættu stjórnendur á sviði heilsugæslu og félagsmála frá vinabæjum Akureyrar, sem hér eru í heimsókn. Bæjarstjóri bauð gestina velkomna og kynnti þeim í stuttu máli reynslusveitarfélagaverkefnin á félagssviði og síðan kynnti formaður bæjarráðs stjórnkerfi bæjarins og sagði stuttlega frá bæjarfélaginu.
2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 6. september 1999.
   BR990806
   Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 6. september 1999.
   BR990805
   Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. Fullorðinsfræðsla fatlaðra á Akureyri. Óskar eftir styrk.
   BR990784
   Erindi dags. 31. ágúst s.l. frá Helga Jósefssyni skólastjóra Hvammshlíðarskóla, þar sem hann f.h. FFA sækir um styrk til Akureyrarbæjar vegna smíði á skábraut og palli til nota fyrir skjólstæðinga skólans sem bundnir eru við hjólastól.

   Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og greiðist af styrkveitingum bæjarráðs.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfshópur um innlausn og sölu íbúða út úr félagslega íbúðakerfinu.
   BR990788
   Með bréfi dags. 30. ágúst 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgir skýrsla starfshópsins. Lagt fram til kynningar.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Aðkoma sveitarfélaga að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu.
   BR990789
   Með bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. ágúst s.l. fylgir bréf Samtaka ferðaþjónustunnar dags. 27. júlí s.l., þar sem sambandið er beðið að kanna hvernig sveitarfélög koma að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu.
7. Alþingi. Fjárlaganefnd.
   BR990798
   Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 2. september 1999, þar sem tilkynnt er að nefndin ráðgeri að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 27. - 30. september.

   Bæjarráð samþykkir að þiggja boð fjárlaganefndar.

8. Norræna félagið, Reykjavík. Fyrirspurn frá Anyksciai í Litháen.
   BR990794
   Erindi dags. 31. ágúst 1999 frá Norræna félaginu. Félaginu hefur borist fyrirspurn frá Anyksciai í Litháen vegna fyrirhugaðrar námsheimsóknar nokkurra starfsmanna bæjarskrifstofunnar þar til bæjarfélaga á Íslandi.
   Gerð er fyrirspurn um það hvort Akureyrarbær sjái sér fært að taka á móti þremur gestum.

   Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að annast málið.

9. Íbúðalánasjóður. Þátttaka í rekstrarkostnaði Húsnæðisskrifstofunnar.
   BR990795
   Lagt var fram afrit af bréfi Íbúðalánasjóðs til Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri varðandi kostnaðarþátttöku sjóðsins við rekstur Húsnæðisskrifstofunnar mánuðina janúar - mars 1999.

   Bæjarráð felst ekki á tillögu Íbúðalánasjóðs sem fram kemur í bréfinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

10. Íbúðalánasjóður.
   BR990803
   Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 2. september 1999, þar sem tilkynnt er að á fundi stjórnar sjóðsins 1. september s.l. var samþykkt að veita Akureyrarbæ heimild til veitingar viðbótarlána úr Íbúðalánasjóði á árinu 1999 að fjárhæð kr. 18.900.000.
11. Samband ísl. sveitarfélaga. Upplýsingar um greiðslur í Námsleyfasjóð kennara og Verkefna- og styrktarsjóð KÍ.
   BR990796
   Í bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. september s.l. er upplýst um greiðslur stærstu sveitarfélaganna í Námsleyfasjóð kennara og Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ. Skv. fyrirliggjandi yfirliti nema greiðslur Akureyrarbæjar í þessa fræðslusjóði um 8 millj. kr. á s.l. ári.

   Lagt fram til kynningar.

12. Þjóðminjasafn Íslands. Bækistöð Þjóðminjasafns á Akureyri.
   BR990797
   Erindi dags. 1. september 1999 frá Þjóðminjasafni Íslands varðandi bækistöð safnsins á Akureyri. Samvinna milli Þjóðminjasafns og Minjasafnsins á Akureyri hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Ýmislegt mælir með því að bækistöðinni verði valinn staður á Naustum. Stefnt er að því að hefja vinnu við deiliskipulagningu lands á Naustum á næstu mánuðum og er æskilegt að báðum söfnunum verði tryggt nægjanlegt athafnasvæði þar um hríð. Í bréfinu er þess farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að hún leggi þessu máli lið og auðveldi framgang þess.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulagsnefndar.

13. Reikningsyfirlit janúar - júlí 1999.
   BR990807
   Lagt var fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir janúar til júlí 1999.
14. Fjárhagsáætlun 2000.
   BR990769
   Fjármálastjóri lagði fram gögn vegna fjárhagsáætlunargerðar.
15. Önnur mál.
   BR990802
   a) Oddur Helgi Halldórsson óskar eftir að lagðar verði fram upplýsingar um hvernig staðið er að veitingu byggingaleyfa þeirra bygginga sem í gangi eru á vegum opinberra aðila í bænum.
Fundi slitið kl. 11.02.

Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-